Solla

22
sep
2020

Veglegur styrkur frá Líknar- og hjálparsjóði Landssambands lögreglumanna

Lögreglumennirnir Baldvin Viggósson og Oddur Ólafsson færðu í dag Ljósinu veglegan styrk fyrir hönd Líknar- og hjálparsjóðs Landssambands lögreglumanna. Styrkurinn mun fara í uppbyggingu útisvæðis við nýja húsið á Langholtsvegi en þar mun rísa flottur pallur með heitum potti. Til stendur að hefjast handa við framkvæmdina á næstunni. Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, veitti styrknum viðtöku og gekk með Oddi og

Lesa meira

18
sep
2020

Ljósið heldur mér í virkni

Á fallegu heimili á Selfossi býr Ester Halldórsdóttir, kraftmikil þriggja barna móðir, stjúpmóðir og átta barna amma, ásamt eiginmanni sínum og hundinum Skugga. Ester er ein þeirra fjölmörgu sem sótt hefur endurhæfingu í Ljósið en hún byrjaði í þjónustu í maí 2019, þremur mánuðum eftir að hafa greinst með krabbamein í brjósti. Líkt og sögur allra okkar ljósbera, lýsir frásögn

Lesa meira

18
sep
2020

Áminning til allra sem eiga leið í Ljósið

Við höldum áfram að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja áframhaldandi endurhæfingarstarf í Ljósinu samhliða Covid-19. Við minnum ljósbera, aðstandendur og aðra gesti í Ljósið á að ef beðið er eftir eigin niðurstöðum úr Covid-19 skimun eða ef maki eða annar fjölskyldumeðlimur bíður eftir niðurstöðu úr skimun fyrir Covid-19, gilda reglur um sóttkví og þurfa allir

Lesa meira

15
sep
2020

40% afsláttur af mælingum á líkamssamsetningu fyrir útskrifaða þjónustuþega

Útskrifaðir þjónustuþegar Ljóssins og aðstandendur þeirra fá nú 40% afslátt af mælingu á líkamssamsetningu og einstaklingsmiðaðri ráðgjöf hjá Margréti Indriðadóttur fyrrum sjúkraþjálfara og íþrótta- og heilsufræðingi í Ljósinu. Mælingar á líkamssamsetningu eru mikilvægur liður í líkamlegri endurhæfingu í Ljósinu og hefur einstaklingsbundin ráðgjöf í tengslum við mælingarnar verið mörgum Ljósberum vegvísir að betri lífsstíl. Eftir útskrift frá Ljósinu eru mjög

Lesa meira

11
sep
2020

Leiðtogar í eigin lífi – Örnámskeið fyrir 14-17 ára í samstarfi við Dale Carnegie

Í samstarfi við Dale Carnegie bjóðum við 14-17 ára ungmenni sem greinst hafa með krabbamein eða eru aðstandendur, velkomin á tveggja skipta námskeið 1. og 8. október. Á námskeiðinu setjum við raunhæf markmið fyrir veturinn og mótum framtíðina á okkar eigin forsendum. Við skoðum styrkleikana okkar og finnum eldmóðinn sem þarf til að ná sem mestum árangri. Við þjálfumst í

Lesa meira

10
sep
2020

Markþjálfun í Ljósinu

Fáðu hjálp við að skilgreina markmið þín og aðstoð við að ná þeim! Nú eru bókanlegir tímar hjá Matta Ósvald, heilsuráðgjafa og vottuðum PCC markþjálfa, á miðvikudögum og föstudögum og hjá Ingibjörgu Kr. Ferdinands, markþjálfa,  á fimmtudögum og föstudögum. Endurhæfingarferlið felur í sér margar áskoranir og er kjörið tækifæri til þess að hrista upp í vananum og setja stefnuna í

Lesa meira

9
sep
2020

Að greinast í annað sinn hefst næsta mánudag

Námskeiðið Að greinast í annað sinn hefst mánudaginn 14. september. Um er að ræða 6 skipta námskeið sem er í senn jafningjastuðningur og fræðsla fyrir þau sem eru að greinast í annað sinn. Markmið námskeiðsins er að veita stuðning og fræðslu sem nýtist fólki m.a. við að öðlast meiri styrk og betri líðan til að stuðla að jafnvægi í daglegu

Lesa meira

9
sep
2020

Fyrirkomulag í Ljósinu samhliða breyttum sóttvarnarreglum

Með breyttum sóttvarnarreglum uppfærum við fyrirkomulagið í húsakynnum Ljóssins. Samkvæmt Embætti landlæknis þurfa þau sem verja meira en 15 mínútum innan 1 metra fjarlægðarmarka að bera grímu. Því munu heilsunuddarar og snyrtifræðingur áfram bera grímu, sem og aðrir fagaðilar í rýmum sem bjóða ekki upp á næga fjarlægð. Í líkamsrækt Ljóssins verða grímur valmöguleiki í upphitun en í öðrum æfingum

Lesa meira

7
sep
2020

Golfmót Ljóssins 2020 gekk vel

Í síðustu viku stóð Golfklúbbur Kiðjabergs fyrir skemmtilegu golfmóti fyrir karlmenn í Ljósinu. Alls tóku 14 karlmenn þátt og var stemningin góð og allir skemmtu sér vel. Klúbburinn bauð öllum í golf ásamt því að bjóða upp á heita súpu og brauð áður en haldið var út á völlinn í golfbílum. Veitt voru verðlaun fyrir fyrsta sæti og nándarverðlaun á

Lesa meira

3
sep
2020

6,3 milljónir söfnuðust fyrir Ljósið

En sú gleði! Í síðustu viku lauk áheitasöfnun á vegum Ekki-Reykjavíkurmaraþonsins eins og við í Ljósinu köllum viðburðinn í ár. Þrátt fyrir að maraþonið hafi ekki farið fram í ár fór stór hópur af hlaupagörpum um víðan völl og safnaði áheitum hjá sínu fólki fyrir Ljósið. Niðurstaða söfnunarinnar var tilkynnt í gær og fengum við þær gleðifréttir að heilar 6,3

Lesa meira