Óska eftir fjarfundi

Öllum þeim sem sækja endurhæfingu í Ljósið stendur til boða fjarfundir með fagaðila. Fjarfundir Ljóssins fara í gegnum forritið Kara Connect sem er vottað af landlækni og stenst kröfur persónuverndarlaga (GDPR).

Eini búnaðurinn sem þörf er á til að nýta fjarþjónustu Ljóssins er tölva með hljóðnema og myndavél.

Smelltu hér til að óska eftir fjarfundi

Að skráningu lokinni munt þú fá sendan tölvupóst frá Köru Connect til að staðfesta aðgang að kerfinu og í kjölfarið boð frá Ljósinu sem einnig þarf að staðfesta.

Fagaðili Ljóssins mun senda þér boð um fundartíma.

Klukkustund fyrir fund færð þú svo áminningu um fundinn svo þú getir komið þér notalega fyrir framan tölvuna.