Fjarfundir í Ljósinu

Öllum þeim sem sækja endurhæfingu í Ljósið stendur til boða fjarfundir með fagaðila. Fjarfundir Ljóssins fara í gegnum forritið Kara Connect sem er vottað af landlækni og stenst kröfur persónuverndarlaga (GDPR).

Eini búnaðurinn sem þörf er á til að nýta fjarþjónustu Ljóssins er tölva með hljóðnema og myndavél. Best er að opna hlekkinn í Chrome vafra.

Ef þú ferð í viðtal í gegnum Köru Connect munt þú fá boð um fundartíma frá fagaðila í pósti. Klukkustund fyrir fund færð þú svo áminningu um fundinn svo þú getir komið þér fyrir í rólegu umhverfi fyrir framan tölvuna.

Til að mæta á fundinn smellir þú einfaldlega á hlekkinn í pósti.