Solla

18
feb
2021

Gleðikokteillinn

eftir Birnu Markúsdóttur, íþróttafræðing í Ljósinu Hefur þú einhvertímann farið út í hressandi göngutúr og komið til baka með líkama fullan af orku og huga fullan af gleði? Þessi mikla sæla orsakast af örlitlum boðefnum sem bera nafnið endorfín. Endorfín dregur nafn sitt úr orðinu „endogenous“ sem réttilega mætti þýða sem „innrænn“ eða það sem er innra með okkur,  með

Lesa meira

12
feb
2021

Hildur Anna færði Ljósinu rausnarlegan styrk

Í vikunni fengum við góða heimsókn á Langholtsveginn þegar Hildur Anna Geirsdóttir leit við til að afhenda 188.000 króna styrk. Þessi flotta 18 ára stelpa hannaði og seldi fallega skartgripi úr gömlum skartgripum í bland við nýjan efnivið, og seldi vinum og ættingjum. Hildur Anna og fjölskylda hennar hafa góða reynslu af Ljósinu en til okkar hefur þeirra nánasta fólk

Lesa meira

3
feb
2021

Hrós og hvatning til starfsfólks Ljóssins á alþjóðlegum degi krabbameins

Sem forstöðukona í Ljósinu endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda verð ég á hverjum degi vitni að því hvað framlag starfsfólks miðstöðvarinnar skiptir miklu máli í andlegri og líkamlegri heilsu okkar þjónustuþega. Það eru forréttindi að starfa með slíkum hópi fagfólks og mig langar til að nota daginn í dag til að senda þeim öllum hrós og hvatningu. Deila smá G-vítamíni

Lesa meira

28
jan
2021

Ný sending af Macron bolum komin í hús

Kæru vinir, Við vorum að fá sendingu af Macron íþróttabolunum sem eru sérmerktir Ljósinu. Bolirnir fást í karla- og kvennasniðum í stærðum M – XXL og eru léttir og sérlega góðir í líkamlegu endurhæfinguna, jógað göngurnar, og aðra útivist. Þeir eru kjörin eign fyrir þá vilja stunda hreyfingu/líkamsrækt og vekja athygli á Ljósinu í leiðinni. Verð: 4.000

27
jan
2021

Það er hollt að hlæja

Eftir Guðrúnu Áslaugu Einarsdóttur Hlátur er eitt af því sem gerir okkur einstök. Það er misjafnt hve oft við hlæjum og við hvaða aðstæður. Sumir hlæja hátt, í öðrum heyrist varla. Aðrir hlæja á innsoginu og í sumum ískrar. En hvernig sem hláturinn okkar er, þá tengist hann vellíðan og ánægju. Á síðari árum hefur vitund um gildi hláturs aukist.

Lesa meira

22
jan
2021

Vilt þú deila þakklætisbréfi?

Eins og mörg okkar vita þá getur það að tjá þakklæti til annarra haft verulega jákvæða áhrif á líðan okkar. Það sem meira er, þá getur það að lesa þakklætisbréf hjá öðrum komið huga okkar af stað í að hugsa um hvað hvað það er í lífi okkar sem við getum verið þakklát fyrir. Hugmyndin með þessu verkefni okkar er

Lesa meira

7
jan
2021

Landsbyggðardeild Ljóssins tekin til starfa

Landsbyggðardeild Ljóssins, sem er tveggja ára þróunarverkefni, hefur nú tekið til starfa. Ljósið hefur 15 ára reynslu í endurhæfingu krabbameinsgreindra og vill með verkefninu auka aðgengi þeirra sem greinast að endurhæfingarúrræðum óháð búsetu. Verkefnið mun ekki einungis gagnast þeim skjólstæðingum sem nýta þjónustuna og aðstandendum þeirra, heldur einnig fagaðilum víðsvegar um landið. Landsbyggðardeild Ljóssins gefur fagaðilum um land allt tækifæri

Lesa meira

4
jan
2021

Stundaskrá Ljóssins – Janúar 2021

Gleðilegt ár kæru vinir, Dagskráin næsta mánuðinn er nú tilbúin en eftir sem áður nýtum við það svigrúm sem sóttvarnarreglur leyfa starfsemi endurhæfingamiðstöðva. Í Ljósinu er áhersla lögð á persónubundnar sóttvarnir: Handþvott, sprittun og grímunotkun í öllum rýmum. Húsnæði Ljóssins er sótthreinsað reglulega yfir daginn og ráðstafanir gerðar til að tryggja loftgæði. Líkamleg endurhæfing Áfram verður boðið uppá mælingar, viðtöl

Lesa meira

4
jan
2021

SKVER færði Ljósinu 200 þúsund í starf ungra karlmanna

Í lok desember færði Kristófer Jensson Ljósinu 200.000 króna styrk í starf ungra karlmanna í Ljósinu. Upphæðin safnaðist með sölu á plakötum sem Kristófer og Logi Sæmundsson hafa sérhannað fyrir vini og vandamenn undanfarið en 2000 krónur af hverju eintaki runnu til Ljóssins. Logi og Kristófer hafa séð hvað endurhæfingin í Ljósinu skiptir miklu máli en besti vinur þeirra, Hlynur

Lesa meira

16
des
2020

Starfsemi Ljóssins yfir hátíðarnar

Nú er jólahátíðin að ganga í garð. Lokað verður í Ljósinu frá og með 22. desember og opnar aftur þann 4. janúar 2021. Það verður hægt að hringja til okkar á virkum dögum en einnig verður hægt að panta minningarkort. Starfsfólk Ljóssins hvetur ykkur öll til þess að vera dugleg heima yfir hátíðarnar, hugið að hreyfingu hvort heldur sem er

Lesa meira