Solla

16
okt
2024

Sjö milljónir söfnuðust í átaki Nettó og Ljóssins

Sam­starfs­verk­efni Nettó og Ljóss­ins hef­ur skilað sjö millj­ón­um króna, sem renna nú óskipt til end­ur­hæf­ing­ar fólks með krabba­mein. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Nettó um átak í sam­starfi við Ljósið. Þetta er annað árið í röð sem Nettó og Ljósið efna til sam­starfs í júlí­mánuði, und­ir heit­inu „Kveikj­um Ljósið í júlí“ en í fyrra söfnuðust fimm millj­ón­ir kr. Í

Lesa meira

10
okt
2024

Gleym mér ei tók á móti hlýrri gjöf frá Ljósinu

Vikulegi prjónahópurinn í Ljósinu hefur ekki setið auðum höndum frá síðasta góðgerðarverkefni. Að þessu sinni kom Berta Þórhalladóttir og tók glöð á móti litlum englaklæðum fyrir hönd Gleym mér ei, sem er styrktarfélag til stuðnings foreldra sem missa börn á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Louisa Sif Mønster, iðjuþjálfi í Ljósinu og leiðbeinandi í hópnum segir verkefnið færa þjónustuþegum Ljóssins mikinn

Lesa meira

9
okt
2024

Færði Ljósinu styrk Oddfellow kvenna

Þóra, Rebekkustúka Oddfellow númer 9 veitti Ljósinu veglegan styrk í kjölfar þess að Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir hélt erindi. Jenný deildi þar sinni reynslusögu af endurhæfingunni í Ljósinu og þeim jákvæðu áhrifum sem starfið hafði á hennar líf, bæði samhliða meðferðum en einnig eftir að hún sneri aftur til vinnu. Í morgun leit Jenný við hjá okkur á Langholtsveginum og færði

Lesa meira

30
sep
2024

Hvaða áhrif hefur krabbameinsgreining á taugakerfið?

Áhrif greiningar og krabbameinsmeðferðar á taugakerfið eru umtalsverð. Í dag, mánudaginn 30. september, mun Alda Pálsdóttir, iðjuþjálfi og jógakennari taka á móti þjónustuþegum Ljóssins og þeirra aðstandendum og fjalla um ósjálfráða taugakerfið og leiðir til að kynnast því og sjálfu sér. Hún mun segja frá áreitisþröskuldinum og ræða leiðir til að takast á við streitu og aðferðir til að auka

Lesa meira

24
sep
2024

Ljósið hlýtur jafnlaunavottun Jafnréttisstofu

Ljósið er stolt af því að tilkynna að við höfum fengið jafnlaunastaðfestingu frá Jafnréttisstofu. Markmið Ljóssins er að skapa vinnustað þar sem jafnrétti kynjanna er virt og allir starfsmenn njóta sömu tækifæra til starfsþróunar og fræðslu. Jöfn laun skulu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf, óháð kyni, uppruna eða öðrum óviðkomandi þáttum. Við höfum innleitt jafnlaunakerfi samkvæmt ÍST 85:2012, í

Lesa meira

17
sep
2024

Orðsending til þjónustuþega Ljóssins

Kæru vinir. Þeir einir sem hafa verið í þeirri stöðu þekkja tilfinningaskalann sem fylgir því að greinast með krabbamein. Við vonum að þið hafið öll notið góðs af endurhæfingunni og stuðningi Ljóssins. Það hefur allaf verið markmið í Ljósinu að þau sem þurfa endurhæfingu geti gengið að henni hjá okkur án biðlista og með lágmarkskostnaði. Ljósið tekur á móti öllum

Lesa meira

13
sep
2024

Vináttunni fagnað á Sjálandi

Tilfinningarnar voru við völd þegar nýju Ljósavinaverkefni var ýtt úr vör með pompi og prakt á Sjálandi fyrr í vikunni. Verkefnið ber yfirskriftina Hópar landsins láta Ljósið skína, en það sýnir hvernig endurhæfingin og stuðningurinn í Ljósinu hefur margföldunaráhrif inn í margvíslega hópa sem þau sem greinast með krabbamein tilheyra. Hvernig Ljósið grípur þinn hópmeðlim þegar hann greinist með krabbamein,

Lesa meira

12
sep
2024

Hreint styrkir Ljósið

Hreint hefur síðastliðin 14 ár haldið golfmót fyrir viðskiptavini sína, birgja og velunnara. Síðustu 10 ár hefur skapast sú hefð að aðalverðlaun mótsins er styrkur til góðgerðarmálefnis sem sigurvegari mótsins velur og nemur fjárhæðin 150.000 krónum. Mótið í ár fór fram á Urriðavelli, hinum glæsilega golfvelli Golfklúbbsins Odds, og var það vel sótt að venju. Eftir spennandi og skemmtilega keppni

Lesa meira

12
sep
2024

Hópar landsins látum Ljósið skína! 

Nú höfum við ýtt úr vör nýju verkefni með yfirskriftina: Hópar landsins láta Ljósið skína! Verkefnið sýnir hvernig endurhæfingin og stuðningurinn í Ljósinu hefur margföldunaráhrif inn í margvíslega hópa sem þjónustuþegarnir okkar tilheyra. Hvernig Ljósið grípur hópmeðlim þegar hann greinist með krabbamein, og veitir honum stuðning þegar hópurinn hefur ekki ráðrúm eða burði til. Með herferðinni eru hópar landsins; vinahópar,

Lesa meira

12
sep
2024

Settu Ljósavinahönnun á þína miðla!

Gerðu þína eigin hönnun! Í tengslum við fallega Ljósavinaverkefnið sem hófst í gær bjóðum við öllum okkar dýrmætu vinum að hanna sína eigin mynd á samfélagsmiðlana með skilaboðum um Ljósavini. Það tekur einungis fimm smelli að útbúa þína eigin Ljósavina mynd: Smella hér, velja hönnun, skrifa nafn á hóp, velja mynd og hala niður! Svo er bara um að gera

Lesa meira