Solla

25
apr
2024

Gleðilegt sumar!

Starfsfólk Ljóssins sendir ykkur öllum hlýjar kveðjur á þessum fyrsta degi sumars. Við vonum að þið séuð að hafa það sem allra best og hlökkum til að eiga góðar stundir með öllu okkar fólki; þjónustuþegum, aðstandendum, samstarfsfólki og Ljósavinum, í sumar.  

16
apr
2024

Oddfellow konur Þorgerðar færðu Ljósinu skapandi styrk

Vaskar konur úr Oddfellow stúku númer sjö færðu Ljósinu formlega í gær saumavélar sem ætlaðar eru námskeiðshaldi í Ljósinu. Meðlimir stúkunnar, sem ber hið sterka og fallega heiti Þorgerður, þekkja vel til starfsins í Ljósinu og vildu með gjöfinni styðja við starfið og sýna stúkusystrum sínum sem sótt hafa endurhæfingu í Ljósið stuðning. Katla Sigurðardóttir, klæðskera- og kjólameistari sem og kennari

Lesa meira

15
apr
2024

Óteljandi tónar úr örfáum litum – Innlit í myndlist í Ljósinu

Það myndast sérstök stemning í litagleðinni í myndlistartímum í Ljósinu og margir eignast sínar fyrstu trönur eftir eftir að hafa sótt endurhæfingu í Ljósið í kjölfar krabbameinsgreiningar. Frá upphafi hefur stór hluti endurhæfingarinnar verið í gegnum handverk og list. Það hefur löngum verið sagt að listin hafi sannan lækningamátt en því til viðbótar sýna æ fleiri rannsóknir fram á að

Lesa meira

11
apr
2024

Laus sæti á fræðslunámskeið fyrir fólk með langvinnt krabbamein

Enn eru laus sæti á námskeið fyrir fólk sem er með langvinnt krabbamein sem hefst 15. apríl. Aðalmarkmiðin með námskeiðinu eru að þátttakendur auki jafnvægi sitt í daglegu lífi, virkni, vellíðan og von. Á námskeiðinu gefst tækifæri til þess að hitta aðra í sömu sporum, fá fræðslu og stuðning við að þekkja eigin tilfinningar og hugsanir. Einnig kynnum við leiðir

Lesa meira

10
apr
2024

Heimsókn þjónustuþega í Borgir í Spönginni

Miðvikudaginn 17. apríl kl 13:30 eru allir Ljósberar velkomnir í heimsókn í Borgir í Spönginni. Þar fáum við kynningu á líflegu og fjölbreyttu félagsstarfi í félagsmiðstöðinni Borgum. Öll velkomin en skráning fer fram í móttöku Ljóssins. Hópurinn hittist í anddyri Borga – Spönginni 43 klukkan 13:00.  

10
apr
2024

Fluguhnýtingar í sumarfrí þann 11. apríl

Við minnum alla veiðigarpa á að síðasti tíminn í fluguhnýtingum í vor verður fimmtudaginn 11. apríl. Það er því um að gera að ganga frá öllum lausum hnútum og fara yfir veiðimarkmið sumarsins.

8
apr
2024

Pop-up tími í bandvefslosun 19. apríl

Við brjótum aðeins upp dagskrá líkamlegrar endurhæfingar föstudaginn 19. apríl og bjóðum þjónustuþega Ljóssins velkomna í tíma í bandvefslosun klukkan 12:30. Tíminn verður í tækjasalnum og því falla teygjutími, þoltími sem og opinn tími í tækjasal niður á þeim tíma. Í þessum tíma verður gestaleiðbeinandi en það er hún Hekla sem sem heldur úti vefnum bandvefslosun.is. Athugið að takmarkaður fjöldi

Lesa meira

4
apr
2024

Færðu Vökudeild heklaða kolkrabba í hitakassa fyrirbura

Prjónahópur úr Ljósinu hefur síðustu mánuði heklað kolkrabba fyrir fyrirbura á Vökudeild barnaspítala Hringsins. Í gær afhentu fulltrúar Ljóssins Sigríði Maríu Atladóttur, deildarstjóra Vökudeildar afraksturinn. Þátttakendur í verkefninu eru hópur sem hefur áhuga á prjónamennsku og fær út úr því ánægju og vellíðan við að búa til eitthvað frá grunni í höndunum. Þau gleyma stað og stund í góðum félagsskap

Lesa meira

25
mar
2024

Ungmennanámskeið í samstarfi við KVAN hefst 2. apríl

Ljósið í samstarfi við Kvan, bjóða aðstandendur á aldrinum 14-16 ára velkomin á sérsniðið þriggja skipta námskeið sem hefst 2. apríl. Námskeiðið er fyrir öll ungmenni frá 14 ára aldri sem eiga aðstandanda sem hefur greinst með krabbamein. Hvernig tengslunum er háttað og hvernig sjúkdómurinn birtist skiptir minna máli en að manneskjan sem skráir sig finnist hún þurfa á námskeiðinu

Lesa meira

25
mar
2024

Góðgerðarnefnd MR safnaði rúmlega hálfri milljón fyrir Ljósið

Það var glatt á hjalla í Ljósinu í morgun þegar hópur af metnaðarfullum og góðhjörtuðum nemendum í Menntaskólanum í Reykjavík leit við og færði Ljósinu rúmlega 500 þúsund krónur. Nemendurnir eru í Góðgerðarnefnd skólans sem í ár safnaði áheitum fyrir Ljósið á skemmtilegan hátt. Við sendum okkar allra bestu þakkir til allra sem tóku þátt í þessu flotta framtaki og

Lesa meira