Solla

10
nóv
2022

Betra skipulag og bætt líðan með Virpi Jokinen

Miðvikudaginn 30. nóvember klukkan 14:00 mun Virpi Jokinen, fyrsti vottaði skipuleggjandinn (e. Professional Organizer) hér á landi, halda erindi í Ljósinu. Við erum sífellt að takast á við breyttar aðstæður sem hafa oft í för með sér ofgnótt af hlutum. Og stundum er ekki auðvelt að eiga við þetta allt, að minnsta kosti ekki ein og óstudd. Skipulagsleysi getur endurspeglast

Lesa meira

11
okt
2022

Áslaug kynfræðingur fræðir pör um samskipti og kynlíf

Mánudaginn 7. nóvember næstkomandi klukkan 16:30 mun Áslaug Kristjánsdóttir kynfræðingur vera með fræðsluerindi fyrir pör um samskipti, kynlíf og nánd. Veikindi geta aukið álag í samskiptum við maka. Gagnkvæmur stuðningur í parsambandi er reglulega dýrmætur og því er mikilvægt að viðhalda góðum samskiptum og tengslum í parsambandinu. Fyrirlesturinn fer fram í Ljósinu og er skráning hafin hér.

11
okt
2022

Gjöf til minningar um dóttur góðs vinar

Fyrrum félagar úr Bjartri Framtíð færðu Ljósinu einnar milljón króna gjöf. Með framlagi þessu vilja þau minnast Elvu Gestsdóttur sem lést nýverið eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Við sendum okkar hlýjustu þakkir fyrir styrkinn og einlægar samúðarkveðjur til allra aðstandenda.

10
okt
2022

Við hringjum og leitum að Ljósavinum

Kæru vinir, Í dag hefjast úthringingar þar sem fólki er boðið að gerast Ljósavinur. Okkur þætti vænt um ef þið takið vel á móti því góða fólki sem hringir fyrir hönd Ljóssins. Njótið dagsins.

5
okt
2022

Sjálfboðaliðum fagnað

Það var mikið hlegið, sprellað og spjallað á árlegum viðburði fyrir sjálfboðaliða Ljóssins í byrjun vikunnar þar sem óeigingjörnu framlagi þeirra var fagnað. Sjálfboðaliðar eru lykilþáttur í starfsemi Ljóssins en hópurinn býr yfir fjölbreyttri þekkingu og reynslu. Hlutverk sjálfboðaliða eru margvísleg en í dag eru 15 manns sem taka þátt í starfinu. Meðal þeirra hlutverka sem sjálfboðaliðar sinna eru handverkskennsla,

Lesa meira

21
sep
2022

Tímar í tækjasal falla niður

Í næstu viku halda þjálfarar Ljóssins til Kaupmannahafnar á ráðstefnu í líkamlegri endurhæfingu krabbameinsgreindra. Næstkomandi föstudag, 23. september, mun tækjasalur Ljóssins því loka klukkan 13:00. Tækjasalur Ljóssins verður opinn mánudaginn 26. september milli kl. 9:00-12:00 og 13:00-14:00. Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag falla allir hóptímar niður, en jóga og slökun verður á miðvikudag. Allir tímar byrja aftur samkvæmt stundaskrá frá

Lesa meira

21
sep
2022

Körfuknattleiksdeild Álftaness og Ljósið taka höndum saman

Ljósið og körfuknattleiksfélag Álftaness hafa undirritað samstarfssamning sem felur í sér kynningu á starfsemi Ljóssins í gegnum körfuboltastarf félagsins. Markmiðið með samstarfinu er að auka vitund um starfsemi Ljóssins og fjölga þeim sem styðja við bakið á því. Í þessu skyni mun lið Álftaness spila í búningum merktum Ljósinu og auka sýnileika Ljóssins í tengslum við viðburði félagsins. Þá mun

Lesa meira

19
sep
2022

Átt þú til sögu fyrir Blóðbankann?

Kæru vinir, Vinir okkar hjá Hér og nú markaðsstofu, ásamt Blóðbankanum, leita nú til okkar í Ljósinu með von um að finna góðar sögur af farsælum blóðgjöfum. Markmið þeirra er að miðla til þjóðarinnar mikilvægi þes að þeir sem geta gefi blóð með reglulegu millibili. Því langar okkur að spyrja hvort þið lumið á slíkum sögum og mynduð vilja setjast

Lesa meira

8
sep
2022

Árni Björn Pálsson ánafnaði Ljósinu sigurlaunum

Okkar fremsti knapi og íþróttamaður, Árni Björn Pálsson, leit við í Ljósinu í dag og afhenti Ernu Magnúsdóttur, forstöðukonu Ljóssins, 1.130.000 krónur. Upphæðin er sigurlaun Árna Björns úr einstaklings- og liðakeppni mótaraðar Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum 2022. Vildi Árni Björn með þessu framtaki sínu minnast móður sinnar, Hrafnhildar Árnadóttur, sem lést úr krabbameini árið 2018. Með Árna Birni í för

Lesa meira

7
sep
2022

Ljósavinaleikur fyrir þjónustuþega Ljóssins

Kæru vinir, Í gær hrintum við af stað Ljósavinaherferð með það að markmiði að stækka hóp Ljósavina svo að við getum áfram tryggt endurgjaldslausa endurhæfingu krabbameinsgreindra í Ljósinu. Við vonum að þið séuð öll nú þegar búin að skrá ykkur sem Ljósavini en ef ekki þá er það gert í nokkrum einföldum skrefum á vefnum okkar hér. Ef ykkur vantar

Lesa meira