Solla

2
des
2019

Jólaóróar Póstsins seldir til styrktar Ljósinu í ár

Allur ágóði af sölu Jólaprýði Póstsins, jólaóróum úr smiðju íslenskra hönnuða, mun renna til Ljóssins nú í desember. „Starfsfólk Póstsins fékk að velja hvert ágóðinn af sölu jólaóróanna færi. Ljósið var þeim hjartafólgið fyrir hátíðarnar enda hefur miðstöðin unnið gríðarlega gott starf og það er okkur ljúft að geta stutt við bakið á þessari einstöku stofnun“ segir Ósk Heiða Sveinsdóttir,

Lesa meira

29
nóv
2019

Hvað gefur þú þeim sem á allt í jólagjöf?

Nú geta velunnarar Ljóssins gefið þýðingarmikla jólagjöf Ljósið býður landsmönnum að gefa ástvinum þýðingarmikla jólagjöf í formi styrks í fjölskyldustarf miðstöðvarinnar eða í endurhæfingu fyrir ungt fólk. Styrkurinn er fáanlegur á vefsíðu Ljóssins www.ljosid.is/gjof og þar getur hver og einn valið hvort hann vilji styrkja sérstaklega fjölskyldustarf Ljóssins eða starf unga fólksins. Í kjölfarið fær hann sent gjafabréf í tölvupósti

Lesa meira

29
nóv
2019

Misstir þú af keramik jólatrjánum? Við bætum við degi!

Komdu í restar. Eigum enn eftir nokkur stór jólatré sem og lítil sem við ætlum að mála þann 12. desember. Ekki missa af tækifærinu til að setjast niður í góðum hópi, hlæja og hafa gaman. Við byrjum klukkan 9 og verðum að til klukkan 12.

28
nóv
2019

Starfsdagur þjálfara 19. desember

Fimmtudaginn 19. desember verða ekki tímar í tækjasal Ljóssins, fólki er velkomið að mæta og æfa á eigin vegum. Bendum sérstaklega á að það verða ekki jafnvægisæfingar þann daginn.

28
nóv
2019

Dásamlegt aðventukvöld Ljóssins

Í gærkvöldi héldum við hátíðlegt aðventukvöld Ljóssins þar sem ljósberar, aðstandendur og starfsfólk Ljóssins hittust og áttu saman virkilega notalega stund. Yfir heitu súkkulaði og smákökum nutum við skemmtilegrar dagskrár þar sem Óskar Guðmundsson og Gunnar Helgason komu og lásu upp úr bókum sínum, börnin máluðu piparkökur og í lokin kom Guðrún Árný og söng fyrir okkur jólalög. Takk fyrir

Lesa meira

25
nóv
2019

Jólapeysudagar Ljóssins 10.-12. desember

Dagana 10. – 12. desember verður glatt á hjalla hjá okkur í Ljósinu þegar árlegu jólapeysudagarnir okkar fara fram. Það er eitthvað skemmtilegt sem gerist þegar starfsfólk og ljósberar mætast jólaskrúðanum. Instamyndir verða á svæðinu til að fanga gleðina eins og í fyrra. Við hlökkum til að sjá ykkur öll í jólaskrúða!  

22
nóv
2019

Opnunartímar Ljóssins um hátíðarnar

Lokað verður í Ljósinu frá og með 20. desember til og með 3. janúar. Við notum tímann til að ditta að húsnæðinu og undirbúa dagskrána sem hefst strax á nýju ári. Við opnum aftur 6. janúar 2020 með bros á vör og spennandi dagskrá

22
nóv
2019

Rithöfundar lesa úr bókum á aðventukvöldi Ljóssins

Í Ljósinu erum við sammála um að það að lestur bóka sé mikilvægur hluti jólanna. Því munum við fá tvo frábæra rithöfunda til þess að lesa fyrir okkur úr bókum sínum á aðventukvöldi Ljóssins, þann 27. nóvember næstkomandi. Annars vegar mun Gunnar Helgason koma sér fyrir niðri og lesa upp úr bók sinni, Draumaþjófinum, sem kemur út núna fyrir jólin

Lesa meira

21
nóv
2019

Ljósablaðið 2019

Guðný ljósberi þverar landið, Sigrún Þóra sálfræðingur þróar hugbúnaðarlausn og auka þarf fræðslu tengda krabbameinsgreindum á vinnumarkaði eru meðal spennandi umfjöllunarefna 13. útgáfu Ljósablaðsins sem nú er komið út. Þar má einnig finna greinar eftir fagfólk Ljóssins, viðtöl við Ljósbera, brot úr  verkefnum og viðburðum sem Ljósið hefur staðið fyrir og tekið þátt í frá því að síðasta blað kom

Lesa meira

21
nóv
2019

Vellukkaður Ljósafoss 2019 – MYNDIR

Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að hinn ár­legi Ljósa­foss niður hlíðar Esj­unn­ar fór fram síðastliðinn laugardag. Talið var að um 400 manns hafi mætt og yfir 300 hafi lagt leið sína upp í hlíðarnar eftir skemmtiatriði frá Ara Eld­járn og Bigga Sæv­ars. Meðal þeirra sem gengu voru  Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og at­vinnu­málaráðherra, og flokks­syst­ir hans, Þór­unn Eg­ils­dótt­ir, sem

Lesa meira