Solla

31
mar
2020

Tilkynning frá Dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga

Dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga býður upp á símaþjónustu til kl 22 á kvöldin virka daga. Frá og með 1. apríl mun starfsfólk dag- og göngudeildar blóð- og krabbameinslækninga bjóða upp á stuðning við sinn sjúklingahóp til kl. 22 alla virka daga. Tilgangurinn með þessu er að styðja betur við sjúklingahópinn og geta gripið fyrr inn í erfið einkenni

Lesa meira

31
mar
2020

Símaþjónusta Ljóssins nú öflugari

Til að geta sinnt þeim sem eru að greinast eða eru nú þegar í endurhæfingu hjá Ljósinu höfum við aukið við þjónustu í símaveri okkar. Ef þú varst að greinast með krabbamein og þarft ráðleggingar hafðu samband  í aðalnúmer Ljóssins 561-3770 og við veitum viðtal og svörum spurningum eftir bestu getu. Allt okkar starfsfólk er til taks og ykkur innan

Lesa meira

30
mar
2020

Ekki sitja bara og bíða

eftir G. Hauk Guðmundsson, sjúkraþjálfara í Ljósinu Á tímum samkomubanns, sóttkvíar og einangrunnar þá er auðvelt að láta tímann líða fyrir framan hina ýmsu skjái eða lesefni á pappírsformi. Það er eflaust eðlilegt í þessum kringumstæðum og hjálpar mörgum að stytta stundirnar, hvort sem við erum að spjalla við vini og vandamenn, horfa á myndbönd, lesa eitthvað eða spila tölvuleiki.

Lesa meira

27
mar
2020

Breytingar og breytingaferli

eftir Guðbjörgu Dóru Tryggvadóttur, iðjuþjálfa Daglegt líf komið á hvolf! Hvað gera bændur þá? Mörg ykkar sem þetta lesið hafa greinst með sjúkdóm, verið í atvinnu en þurft með stuttum fyrirvara að fara í veikindaleyfi um óákveðinn tíma. Í ofanálag er veirufaraldur og daglega fáum við nýjar upplýsingar um stöðuna í landinu og um allan heim. Miklar breytingar – mikil

Lesa meira

27
mar
2020

Hvað er þetta hlaðvarp?

eftir Elinborgu Hákonardóttur Þessa dagana erum við flest meira heima við en áður. Flestir eru kannski búnir að taka til í geymslunni og jafnvel líka dytta að því sem endalaust hefur verið frestað. Hvað gerum við þá? Hefur þig langað til að læra nýtt tungumál eða vilt þú skerpa á gamalli kunnáttu? Fræðast um heimsmálin eða efla andann? Þá er

Lesa meira

25
mar
2020

Skapaðu og leiktu þér – það skiptir meira máli en þú heldur

eftir Guðrúnu Friðriksdóttur, iðjuþjálfa í Ljósinu Fullorðnir sinna fullorðins verkefnum, fara í vinnuna, skólann eða reyna að skilja vísitölu neysluverðs og börn leika sér. Leikurinn er iðja barna og þess vegna fær hann oft að víkja þegar einstaklingar eldast og fara að sinna öðrum iðjum. Námið verður krefjandi eða vinnan tekur of mikinn tíma, fjölskyldan stækkar og það verður líka

Lesa meira

25
mar
2020

Við erum við símann

Nú starfar allt starfsfólk Ljóssins að heiman. Við erum aftur á móti við símann og tökum á móti símtölum frá ljósberum sem á þurfa að halda. Ef þú hefur þörf á spjalli er númerið 561-3770. Ef þörf er á þá er hægt að bóka símaviðtal við Elínu sálfræðiráðgjafa. Einnig er hægt að senda póst á mottaka@ljosid.is fyrir vangaveltur og spurningar.

Lesa meira

24
mar
2020

Ljósið og Proency bjóða ljósberum upp á stafræna lausn fyrir andlega heilsu

Í síðustu viku fór fram lokaundirbúningur í Ljósinu á innleiðingu nýrrar stafrænnar heilsulausnar í endurhæfingarstarf Ljóssins. Um er að ræða alíslenskt kerfi úr smiðju sprotafyrirtækisins Proency sem metur andlega heilsu þjónustuþega með vísindalega viðurkenndum aðferðum. Til stóð að taka lausnina í gagnið á komandi mánuðum ákveðið var að flýta henni til að gefa þjónustuþegum tækifæri á að fylgjast betur með

Lesa meira

20
mar
2020

Að ræða við börn um Kóróna-veiruna

eftir Helgu Jónu Sigurðardóttur, iðjuþjálfa og fjölskyldufræðing í Ljósinu Það flækist stundum fyrir okkur fullorðna fólkinu að ræða við börnin okkar um hin og þessi viðfangsefni. Sérstaklega þau viðfangsefni sem við skiljum ekki sjálf eða erfitt er að útskýra. Það er auðvitað skiljanlegt því öll viljum við að börnin okkar upplifi öryggi og líði vel. Þá er mikilvægt að börnin

Lesa meira

19
mar
2020

Ekki gleyma botninum!

Víða er að finna hvata til hreyfingar á samskiptamiðlum nú á tímum sóttkvía og einangrunar. Margir sem starfa við þjálfun sjá tækifæri í fjarþjálfun til að mæta breytingum á þörfum og starfsumhverfi. Þetta er hið besta mál og munum við í þjálfarar í Ljósinu einnig taka til hendinni og setja inn myndbönd til að mæta þörfum okkar skjólstæðinga sem eru

Lesa meira