Um Ljósið

Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt.

Húsnæði Ljóssins er eins og fallegt heimili þar sem hægt er að koma í kaffihúsastemningu og spjalla við náungann.  Til að auka virkni og þrek býður Ljósið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra.  Má þar nefna heilsutengd námskeið, námskeið fyrir nýgreindar konur, fræðslufundi fyrir karlmenn, jógahópa, gönguhópa, líkamsrækt, handverkshópa, nudd og fleira.( sjá dagskrá) Þátttakendur í Ljósinu koma að eigin frumkvæði og áhuga og raða saman dagskrá sem hentar hverju sinni í samráði við fagaðila. Í Ljósinu er mikið unnið með lífsgæðin og lífsgleðina og lítið er talað um sjúkdóma og veikindi.

Ljósið er opið mánudaga til fimmtudaga á milli 8:30 og 16:00, og föstudaga á milli 8:30 og 14:00 auk þess sem sérskipulögð námskeið eru á kvöldin og laugardögum. Við erum á Langholtsvegi 43, 104 Rvk, gamla Landsbankahúsinu.

Yfirumsjón með starfinu hefur Erna Magnúsdóttir, framkvæmdarstýra.

Þeir fagaðilar sem starfa með Ljósinu eru; iðjuþjálfar, sjúkraþjálfarar, íþróttafræðingar, fjölskyldumeðferðarfræðingur, næringarfræðingur, markþjálfar, jógakennarar, nuddarar, læknar, handverksfólk og fleiri.

Hægt er að gerast styrktaraðili að Ljósinu með því að skrá sig sem Ljósavin hér eða leggja inn á styrktarreikning Ljóssins:

Styrktarreikningur Ljóssins er 0130-26-410420
Kennitala: 590406-0740
Sími: 561-3770 Gsm: 695-6636

Styrktarupplýsingar

Hægt er að gerast Ljósavinur með því að smella hér.

Styrktarreikningur Ljóssins: 0130-26-410420
Kennitala: 590406-0740

Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að styrkja Ljósið.

Styrktarupplýsingar