Heilsulausn Proency

Allir þeir sem eru í endurhæfingu í Ljósinu og nánustu aðstandendur þeirra fá aðgang að andlegri heilsulausn Proency. Þar eru í boði vísindalega viðurkenndar aðferðir til að meta og bæta andlega heilsu þína reglulega.

Þú færð aðgang að persónulegu stjórnborði þar sem þú færð innsýn í stöðuna á andlegri heilsu á sjónrænan og skýran hátt, allt frá streitu, kvíða, yfir í vellíðan og jákvæðar tilfinningar. Að auki færðu aðgang að mismunandi aðferðum sem þú getur nýtt þér í daglegu lífi til að auka og viðhalda andlegri heilsu, allt frá hugsanaskráningu, núvitundarhugleiðslu, yfir í æfingar í tilgangi og markmiðasetningu.

Þú getur nálgast aðgang þinn í gegnum vefinn í síma, tölvu og spjaldtölvu.

Starfsfólk Ljóssins veitir þér aðgang með sérstökum aðgangskóða/pin.

Starfsfólk Ljóssins veitir þér aðgang með sérstökum aðgangskóða/pin.

Smelltu hér til að skrá þig í heilsulausn Proency