Erfðagjafir

Á undanförnum árum og áratugum hefur það færst í aukana að Íslendingar vilji ánafna félagasamtökum og góðgerðarfélögum erfðafé að lífshlaupi loknu.

Af og til fáum við fyrirspurnir þessa efnis en erfðagjafir bera sannarlega vott um einstakan hlýhug og velvilja í garð Ljóssins.

Um erfðagjafir
• Arfleiða má félagasamtök eða sjálfseignarstofnanir sem starfa að almannaheillum að þriðjungi eigna sinna þegar arfleifandi á maka eða börn eða að öllum eignum þegar skylduerfingjar eru ekki til staðar.
• Arfur til slíkra félaga er undanþeginn erfðafjárskatti.
• Nauðsynlegt er að gera erfðaskrá til að tryggja að arfur berist þangað sem arfleifandi óskar.
• Erfðaskrá má gera hvenær sem er og breyta að vild. Best er þó að gera erfðaskrá fyrr en seinna.
• Gott er að varðveita erfðaskrá á tryggum stað, svo sem hjá sýslumanni, í bankahólfi eða hjá einhverjum sem treyst er fyrir því að varðveita hana þar til hennar verður þörf.

Ljósið þakkar öllum þeim sem stutt hafa við starfsemi félagsins með því að minnast þess í erfðaskrá.

Ljósið leggur sérstaka áherslu á að fara í hvívetna að fyrirmælum arfleifanda varðandi ráðstöfun erfðagjafar.

Viltu fá nánari upplýsingar um erfðagjafir?

Nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á erna@ljosid.is.