Markþjálfun í Ljósinu

Fáðu hjálp við að skilgreina markmið þín og aðstoð við að ná þeim!

Nú eru bókanlegir tímar hjá Matta Ósvald, heilsuráðgjafa og vottuðum PCC markþjálfa, á miðvikudögum og föstudögum og hjá Ingibjörgu Kr. Ferdinands, markþjálfa,  á fimmtudögum og föstudögum.

Endurhæfingarferlið felur í sér margar áskoranir og er kjörið tækifæri til þess að hrista upp í vananum og setja stefnuna í þá átt sem þú vilt, með frábæran fagaðila þér við hlið.

Markþjálfun er samtalsaðferð sem miðar að því að hjálpa þér að skilgreina persónuleg markmið þín og finna hvaða skref eru mikilvægust að taka til að ná þeim markmiðum á sem skilvirkastan hátt.

Samtalið er í raun mjög áhugvert því það miðar að því að þú skiljir betur hver þú ert í raun og hvað það er sem fær þig til að stíga í rétta átt. Þú færð speglun á þig, gildi þín og viðhorf, og gætir uppgötvað nýja möguleika og jafnvel hliðar á þér sem þú vissir ekki af áður.

Umsögn um Matta

Ég vissi ekki alveg við hverju ég ætti að búast. Allir eru að tala um markþjálfun en maður veit bara ekki hvað þetta felur í sér fyrr en maður reynir á eigin skinni. Þetta var virkilega áhrifarík leið til þess að fá mig til þess að skilja hvað það er í raun sem ég get haft áhrif á.

– Karlmaður 42 ára

Umsögn um Ingibjörgu

Það var algjörlega frábært að setjast niður með Ingibjörgu. Ég fann það bara þegar ég fór að tala við hana hvað hugurinn á mér var út um allt. Eftir fyrsta tímann var ég búin að koma auga á það hvaða markmið ég vildi vinna að og leggja til hvernig ég ætlaði að byrja þá vegferð. En ég var ekki lengur ein því það var einhver sem var búinn að varða leiðina með mér. Algjörlega ómetanleg hjálp

– Kona 39 ára

Alger trúnaður ríkir í tímunum sem taka um klukkustund.

Smelltu hér eða hafðu samband við móttöku Ljóssins í síma 561-3770.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.