Skattafrádráttur vegna styrkja til Ljóssins

Árið 2021 voru samþykkt lög á Alþingi sem fela í sér heimild fyrir einstaklinga að draga framlög og styrki frá skattskyldum tekjum sínum vegna framlaga til félaga sem skráð eru á almannaheillaskrá. Einstaklingur hefur heimild til að draga allt að 350 þúsund krónur frá á ári og hjón 700 þúsund krónur. Til þess að einstaklingur fái frádrátt þarf styrkur hans á árinu að vera a.m.k. 10 þúsund krónur. Ljósið hefur frá upphafi árs 2022 verið skráð á almannaheillaskrá og geta því þeir sem styrkt hafa Ljósið á árinu fengið slíkan skattafrádrátt.

Til að fá skattafrádrátt þarf viðkomandi að óska eftir kvittun fyrir framlögum eða gjöfum og mun Ljósið sjá til þess að gefa upp framlag hvers aðila til Skattsins. Framlagið áritast þá á skattframtal viðkomandi. Nafnlausar gjafir áritast skv. þessu ekki á skattframtal.

Nánari upplýsingar um skattafrádrætti vegna styrkja til félaga á almannaheillaskrá má finna á heimasíðu Skattsins hér.

Hægt er að gerast Ljósavinur með því að smella hér.

Styrktarreikningur Ljóssins: 0130-26-410420
Kennitala: 590406-0740

Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að styrkja Ljósið