Námskeiðið Að greinast í annað sinn hefst mánudaginn 14. september.
Um er að ræða 6 skipta námskeið sem er í senn jafningjastuðningur og fræðsla fyrir þau sem eru að greinast í annað sinn.
Markmið námskeiðsins er að veita stuðning og fræðslu sem nýtist fólki m.a. við að öðlast meiri styrk og betri líðan til að stuðla að jafnvægi í daglegu lífi. Helstu viðfangsefni eru úrvinnsla tilfinninga og hugsana, að læra að hlusta á sjálfa/n sig og fyrirbyggja streitu.
Námskeiðið er milli 14:00-15:45 og fer skráning fram í móttöku Ljóssins í síma 561-3770.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.