Námskeið og fræðsla

Ýmis námskeið eru í boði á vegum Ljóssins fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein

Grunnfræðsla konur 46 ára og eldri

Fræðslu- og stuðningshópur fyrir konur sem eru að greinast í fyrsta skipti og/eða greindust á undanförnu ári.

Grunnfræðsla konur 16-45 ára

Ert þú 16-45 ára og varst að greinast með krabbamein?

Fræðsla fyrir karlmenn

Vikulegir fundir fyrir karlmenn sem greinst hafa með krabbamein.

ROUTINES AND REHABILITATION – COURSE IN ENGLISH

Four part course for those who have been diagnosed with cancer.

Aftur til vinnu eða náms

Lokað námskeið fyrir fólk sem er að ljúka eða hefur nýlokið krabbameinsmeðferð og er að fara aftur í vinnu eða nám.

Tímamót - Ný hlutverk

Námskeið fyrir þá sem ekki stefna til vinnu eftir endurhæfingu og vilja vera betur í stakk búnir til að viðhalda virkni og vellíðan

Fólk með langvinnt krabbamein

Námskeið fyrir fólk sem greinst hefur með langvinnt krabbamein með það að markmiði að auka jafnvægi í daglegu lífi, virkni, vellíðan og von

Þrautseigja og innri styrkur

Lærðu aðferðir til að efla sjálfan sig í andlegri þrautseigju og að auka innri styrk með gagnreyndum aðferðum frá sálfræðinni.

Hver er ég?

Berðu kennsl á ný gildi og önnur hlutverk og forsendur í kjölfar greiningar og meðferðar

Námskeið í núvitund

Lærðu að nýta náttúrulega eiginleika hugans til að vera meðvitaður hér og nú um það sem er að gerast á meðan það er að gerast

Samtalið heim

Fræðsluröð fyrir þjónustuþega og aðstandendur þeirra. Fræðslan fer fram mánaðarlega í húsakynnum Ljóssins.

Að greinast í annað sinn

Námskeið fyrir þá sem eru að greinast með krabbamein í annað sinn.

Kennsla á Zoom

Lærðu á samskiptaforritið Zoom og vertu í stakk búin fyrir námskeið Ljóssins á netinu!

Snyrtinámskeið

Snyrtinámskeið fyrir konur sem hafa greinst með krabbamein.

Para og hjónanámskeið

Pör fá tækifæri til að ræða og fræðast um áhrif veikinda á parasambönd og læra hvernig hægt er að vinna með þessi áhrif þannig að þau skapi ekki fjarlægð heldur nánd og vöxt.

Lyngvist

Haltu út í náttúruna með litlum hópi undir leiðsögn fagaðila í Ljósinu.

Grunnfræðsla á ZOOM

Fræðslunámskeið fyrir fólk á öllum aldri sem er að greinast í fyrsta skipti og/eða greindust á síðastliðnu ári.

SUMAR - Spjall & styrking - Fræðsla fyrir nýgreinda

Fræðslufundir fyrir fólk sem nýlega hefur greinst með krabbamein

SUMAR - Örfræðsla á netinu

Stutt fræðsluerindi á Zoom um ýmis málefni sem tengjast endurhæfingu og daglegu lífi.