Námskeið

Ýmis námskeið eru í boði á vegum Ljóssins bæði fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Fræðsla fyrir nýgreindar konur 46 ára og eldri

Fræðslu- og stuðningshópur fyrir konur sem eru að greinast í fyrsta skipti og/eða greindust á undanförnu ári.

Fræðsla fyrir nýgreint fólk 18-45 ára

Námskeið fyrir fólk sem er nýgreint, eða hefur greinst sl. ár.

Fræðsla fyrir karlmenn

Vikulegir fundir fyrir karlmenn sem greinst hafa með krabbamein.

Fólk með langvinnt krabbamein

Námskeið fyrir fólk sem hefur greinst oftar en einu sinni eða er með langvinnt krabbamein.

Að greinast í annað sinn

Námskeið fyrir þá sem eru að greinast með krabbamein í annað sinn.

Aftur af stað til vinnu eða náms

Lokað námskeið fyrir fólk sem er að ljúka eða hefur nýlokið krabbameinsmeðferð og er að fara aftur í vinnu eða nám.

Para og hjónanámskeið

Pör fá tækifæri til að ræða og fræðast um áhrif veikinda á parasambönd og læra hvernig hægt er að vinna með þessi áhrif þannig að þau skapi ekki fjarlægð heldur nánd og vöxt.

Aðstandendur: Börn

Námskeiðið er fyrir  börn sem eiga það sameiginlegt að vera aðstandendur. Börnin fá tækifæri að upplifa, skapa og tjá sig í gegnum leik og verkefni í öruggu og styðjandi umhverfi. Hópunum er aldursskipt: 6-9 ára og 10-13 ára.

Aðstandendur 14-16 ára

Námskeið fyrir 14-16 ára ungmenni sem eiga eða hafa átt aðstandendur með krabbamein.

Aðstandendur: Ungmenni 16-20 ára

Vandað námskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 17-20 ára sem á aðstandendur sem greinst hafa með krabbamein

Aðstandendur: Fullorðnir

Sex vikna námskeið þar sem aðstandendur hittast og ræða reynslu sína, áhyggjur og þá líðan sem fylgir því að eiga náinn ástvin sem greinist með alvarlegan sjúkdóm.

Núvitundanámskeið

Í Ljósinu eru reglulega haldin námskeið í núvitund.

Að finna innri ró

Á námskeiðinu eru tengd saman hugleiðsla og aðferðir markþjálfunar með það markmið að þátttakendur finni rými fyrir innri frið.

Snyrtinámskeið

Snyrtinámskeið fyrir konur sem hafa greinst með krabbamein.

Heilsuefling í þínu lífi

Námskeið sem kennir ýmsar aðferðir sem eflt geta hæfnina við að takast á við streituna sem oft fylgir því að greinast með krabbamein.

Þrautseigja og innri styrkur

Lærðu aðferðir til að efla sjálfan sig í andlegri þrautseigju og að auka innri styrk með gagnreyndum aðferðum frá sálfræðinni.