Viðtöl við fagaðila

Húsnæði Ljóssins er lokað sem stendur, nema fyrir þau ykkar sem eiga bókaðan tíma, en við erum til staðar, ekki hika við að hringja,

Símaþjónusta Ljóssins er opin frá kl. 10:00-16:00

Líðan og daglegar venjur:
Ef þú vilt ræða líðan, daglegar venjur og rútínu er gott að fá viðtal hjá iðjuþjálfa í síma 620-4744 eða 620-4740

Stoðkerfi og hreyfing:
Viljir þú fá ráðleggingar varðandi stoðkerfið og hreyfingu þá taka þjálfarar Ljóssins á móti símtölum í síma 620-4760 og 620-4755 eða fyrirspurnum í tölvupósti: thjalfarar@ljosid.is

Fjölskyldumál:
Ef þú ert með áhyggjur af fjölskyldumálum eða ert á aldrinum 16-45 ára, er fjölskyldufræðingur okkar og iðjuþjálfi til taks í síma 620-4750.

Markmiðasetning:
Matti Osvald, markþjálfi og heilsufræðingur, veitir þeim sem á þurfa að halda viðtöl í síma 694-3828.

Sálfræði- og næringarráðgjöf:
Einnig er hægt að fá samtal við sálfræðiráðgjöf Ljóssins en það er bókað í aðalnúmeri Ljóssins 561-3770

Almennar fyrirspurnir:
Móttökustarfsfólk okkar er einnig við símann til að svara praktískum málum er varða Ljósið, í síma 561-3770

Iðjuþjálfi

Upphaf endurhæfingarinnar felst í að fara í viðtal hjá iðjuþálfa (og sjúkraþjálfara). Iðjuþjálfinn hjálpar þér við að raða saman dagskrá sem hentar þér í endurhæfingarferlinu.

Sjúkraþjálfari

Viðtal við einn af  sjúkraþjálfurum Ljóssins (og iðjuþjálfum) er eitt af fyrstu skrefunum sem tekin eru í endurhæfingarferlinu okkar. Markmiðið er að veita persónulega ráðgjöf varðandi hreyfingu sem hentar hverju sinni.

Næringarfræðingur

Í viðtalinu við næringarfræðing er leitað leiða til að bæta mataræði.

Markþjálfi

Með því að fara í markþjálfun þar sem byggt er á heiðarleika og þínu eigin gildismati, hefur þú sjálfur bæði jákvæðari og varanlegri áhrif á viðhorf þitt, hegðun og framkvæmdavilja.

Sálfræðiráðgjöf

Margir glíma við andlega erfiðleika einhvern tímann á ævinni, meðal annars þunglyndi, kvíða og neikvæða sjálfsmynd. Hjá Ljósinu starfar sálfræðilegur ráðgjafi sem er með sérþekkingu á meðferð við kvíða, þunglyndi og streitu.

Fjölskyldu- meðferðarfræðingur

Í boði eru aðstandendaviðtöl fyrir börn, ungmenni og fullorðna.