Störf í boði
Ert þú ferskur og jákvæður fagaðili sem er til í að vinna með ungum karlmönnum sem greinst hafa með krabbamein?
Nú leitum við að fagaðila til að halda utan um faglega endurhæfingu og stuðning fyrir yngri strákana okkar í Ljósinu.
Ef þú ert félagsráðgjafi, iðjuþjálfi, hjúkrunarfræðingur, sálfræðingur, unglæknir eða með sambærilega menntun þá erum við að leita að þér.
Umsækjendur sem hafa áhuga á að starfa með ungu fólki, hafa góða samskiptahæfileika og gaman af þróunarvinnu eru hvattir til að sækja um. Unnið er þétt með öðrum fagaliðum Ljóssins og handleiðsla í boði.
Til að byrja með er starfshlutfallið 30-50 %, vinnan fer fram að hluta til á kvöldin.
Við hvetjum yngri karlmenn sérstaklega til að sækja um.
Fyrirspurnir um starfið veitir Erna Magnúsdóttir forstöðukona Ljóssins í síma 561-3770.
Umsóknarfrestur er til og með 5. október og berist til erna@ljosid.is

Vilt þú ganga í hópinn?
Ljósið er skemmtilegur og gefandi vinnustaður sem sérhæfir sig í endurhæfingu fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein ásamt því að veita aðstandendum fræðslu og stuðning.
Í Ljósinu starfar þverfaglegur hópur sem er samheldinn og vinnur náið saman. Mikil þróunarvinna á sér stað þar sem miðstöðin er ung og tekur sífelldum breytingum.
Allir starfsmenn taka þátt í uppbyggingu og þróun.