Laus störf í Ljósinu

Störf í boði

Viltu þú vinna í öflugum hópi þjálfara Ljóssins?             

Ljósið leitar að sjúkraþjálfara til starfa.

Ljósið er skemmtilegur og gefandi vinnustaður sem sérhæfir sig í endurhæfingu fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein ásamt því að veita aðstandendum fræðslu og stuðning.

Starf sjúkraþjálfara í Ljósinu er mjög fjölbreytt og felst í að hámarka líkamlega færni og auka þannig lífsgæði þjónustuþega. Þjálfarar Ljóssins starfa í nýjum og vel útbúnum tækjasal en starfa einnig í fjarþjónustu og sinna rannsóknum. Í Ljósinu notumst við við Inbody mælitæki.

Mikilvægt er að umsækjandi hafi yfir jákvæðu og vinalegu viðmóti að búa og sé lipur í mannlegum samskiptum.

Húsakynni Ljóssins eru heimilisleg og þar starfar þverfaglegur hópur sem vinnur náið saman en 8 þjálfarar starfa hjá Ljósinu í breytilegum stöðugildum.

Mikil þróunarvinna á sér stað þar sem miðstöðin er ung og tekur sífelldum breytingum.

Starfshlutfall er samkomulagsatriði en viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur til og með 8. apríl en fyrirspurnir um starfið veitir Erna Magnúsdóttir forstöðukona Ljóssins í síma 561-3770 eða 695-6636

 

Ljósið leitar að íþróttafræðing til starfa

Vegna barnseignarleyfa auglýsum við eftir íþróttafræðingi í fullt starf með framhaldsráðningu í huga.

Við leitum að einstakling með jákvætt og vinalegt viðmót og góða færni í mannlegum samskiptum og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.

Ljósið er skemmtilegur og gefandi vinnustaður sem sérhæfir sig í endurhæfingu fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein ásamt því að veita aðstandendum fræðslu og stuðning.

Starf íþróttafræðings í Ljósinu er mjög fjölbreytt og felst í að hámarka líkamlega færni og auka þannig lífsgæði þjónustuþega. Þjálfarar Ljóssins starfa í nýjum og vel útbúnum tækjasal en starfa einnig í fjarþjónustu og sinna rannsóknum. Í Ljósinu notumst við við Inbody mælitæki.

Húsakynni Ljóssins eru heimilisleg og þar starfar þverfaglegur hópur sem vinnur náið saman en 8 þjálfarar starfa hjá Ljósinu í breytilegum stöðugildum. Mikil þróunarvinna á sér stað þar sem miðstöðin er ung og tekur sífelldum breytingum.

Umsóknarfrestur til og með 8. apríl en fyrirspurnir um starfið veitir Erna Magnúsdóttir forstöðukona Ljóssins í síma 561-3770 eða 695-6636

Title

Sub Title

Vilt þú ganga í hópinn?

Ljósið er skemmtilegur og gefandi vinnustaður sem sérhæfir sig í endurhæfingu fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein ásamt því að veita aðstandendum fræðslu og stuðning.

Í Ljósinu starfar þverfaglegur hópur sem er samheldinn og vinnur náið saman. Mikil þróunarvinna á sér stað þar sem miðstöðin er ung og tekur sífelldum breytingum.

Allir starfsmenn taka þátt í uppbyggingu og þróun.

Senda inn almenna umsókn