Laus störf í Ljósinu

Störf í boði

Iðjuþjálfi óskast til starfa

Ljósið leitar að iðjuþjálfa til starfa sem hefur jákvætt og vinalegt viðmót og á auðvelt með mannleg samskipti.

Ljósið er skemmtilegur og gefandi vinnustaður sem sérhæfir sig í stuðningi og endurhæfingu fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein ásamt því að veita aðstandendum fræðslu og stuðning.

Starf iðjuþjálfa í Ljósinu er mjög fjölbreytt og felst í að hámarka daglega færni og auka þannig lífsgæði þjónustuþega. Húsakynni Ljóssins eru heimilisleg og þar starfar þverfaglegur hópur sem vinnur náið saman. Sjö iðjuþjálfar starfa hjá Ljósinu í breytilegum stöðugildum.

Mikil þróunarvinna á sér stað þar sem miðstöðin er ung og tekur sífelldum breytingum.

Starfshlutfall og upphaf starfssamnings er samkomulagsatriði.

Fyrirspurnir um starfið veitir Erna Magnúsdóttir forstöðukona Ljóssins í síma 561-3770.

Umsóknarfrestur er til og með 10. september og berist til erna@ljosid.is

Title

Sub Title

Vilt þú ganga í hópinn?

Ljósið er skemmtilegur og gefandi vinnustaður sem sérhæfir sig í endurhæfingu fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein ásamt því að veita aðstandendum fræðslu og stuðning.

Í Ljósinu starfar þverfaglegur hópur sem er samheldinn og vinnur náið saman. Mikil þróunarvinna á sér stað þar sem miðstöðin er ung og tekur sífelldum breytingum.

Allir starfsmenn taka þátt í uppbyggingu og þróun.

Senda inn almenna umsókn