Laus störf í Ljósinu

Störf í boði

Starfsmaður í þrif – Verktakavinna

Ljósið stækkar og því leitum við að traustum, samviskusömum og jákvæðum einstakling til að sinna alhliða ræstingum í nýju húsnæði sem bætt hefur verið við á lóð okkar á Langholtsveg.

Um er að ræða 243 fermetra húsnæði sem hýsir meðal annars líkamsræktarsal, nuddaðstöðu, viðtalsherbergi og snyrtiaðstöðu. Ljósið er viðurkennd heilbrigðisstofnun og til okkar sækja yfir 500 manns þjónustu í hverjum mánuði. Stór hluti þessara einstaklinga er með viðkvæmt ónæmiskerfi og því leggjum við höfuðáherslu á að starfsstöðvar Ljóssins séu vel þrifnar.

Helstu verkefni og ábyrgð:
– Ræsting í nýju húsi Ljóssins
– Önnur tilfallandi þrif eftir samkomulagi
– Ýmis tiltekt og frágangur eftir samkomulagi

Hæfniskröfur:
– Reynsla af sambærilegu starfi
– Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
– Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

Aðrar upplýsingar:
– Reiknað er með 8 tímum á viku sem skipt er á þrjá daga vikunnar eftir hefðbundinn vinnutíma.
– Verktakastarf

Sótt er um starfið með því að senda umsókn til Ernu Magnúsdóttur forstöðukonu Ljóssins, erna@ljosid.is – umsóknarfrestur er til og með 16. mars 2020 en einstaklingurinn þarf að geta byrjað strax.

Title

Sub Title

Vilt þú ganga í hópinn?

Ljósið er skemmtilegur og gefandi vinnustaður sem sérhæfir sig í endurhæfingu fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein ásamt því að veita aðstandendum fræðslu og stuðning.

Í Ljósinu starfar þverfaglegur hópur sem er samheldinn og vinnur náið saman. Mikil þróunarvinna á sér stað þar sem miðstöðin er ung og tekur sífelldum breytingum.

Allir starfsmenn taka þátt í uppbyggingu og þróun.

Senda inn almenna umsókn