Laus störf í Ljósinu

Störf í boði

Starfsmaður í móttöku Ljóssins

Ljósið óskar eftir að ráða jákvæðan einstakling í 50% starf í móttöku.

Um er að ræða fjölbreytt og gefandi starf sem felur í sér móttöku fólks í þjónustu Ljóssins, samveru með þjónustuþegum, létta tölvuvinnu og önnur dagleg verkefni.

Starfið krefst mikillar færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, heiðarleika og vinnusemi.

Karlmenn eru  hvattir til að sækja um.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Fyrirspurnir og umsóknir berist til forstöðumanns Ljóssins, Ernu Magnúsdóttur, erna@ljosid.is

Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar.

Vilt þú ganga í hópinn?

Ljósið er skemmtilegur og gefandi vinnustaður sem sérhæfir sig í endurhæfingu fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein ásamt því að veita aðstandendum fræðslu og stuðning.

Í Ljósinu starfar þverfaglegur hópur sem er samheldinn og vinnur náið saman. Mikil þróunarvinna á sér stað þar sem miðstöðin er ung og tekur sífelldum breytingum.

Allir starfsmenn taka þátt í uppbyggingu og þróun.

Senda inn almenna umsókn