Fjölskyldan og krabbamein

Þegar fjölskyldumeðlimur greinist með krabbamein hefur það áhrif á fjölskylduheildina. Krabbamein getur ógnað tengslum, samskiptum, hlutverkum, valdastöðu og heilindum innan fjölskyldunnar.

Hver fjölskyldumeðlimur sinnir ákveðnu hlutverki innan fjölskyldunnar og veikindi eins og krabbamein hefur þar áhrif. Hvernig fjölskylda tekst á við krabbamein og veikindi fer eftir mörgum þáttum eins og aðlögunargetu, sveigjanleika, þrautseigju, samheldni ofl.

Aðlögunargeta einstaklinga og fjölskyldunnar er margbreytileg en þróast líka með tímanum. Í byrjun getur fjölskyldan upplifað sig brothætta og viðkvæma. Fjölskyldan leitast við að ná jafnvægi og áttum aftur.

Talið er að krabbamein hafi í för með sér viðhorfs- og gildisbreytingu hjá öllum fjölskyldumeðlimum til lífstíðar.

Áhrif krabbameins á fjölskyldur

Þegar fjölskyldumeðlimur greinist með krabbamein hefur það áhrif á fjölskylduheildina.

Aðlögunarleiðir fjölskyldunnar

Aðlögunarleiðir eru margar og misjafnlega hjálplegar þegar veikindi eins og krabbamein eru annars vegar.

Þegar foreldri er með krabbamein

Foreldrar reyna almennt að halda ímynd sinni sem fullfært foreldri en alvarleg veikindi eins og krabbamein breyta geta haft gríðarleg áhrif

Uppeldi við breyttar aðstæður

Það er ekki möguleiki að hlífa börnum fyrir breytingum, missi, sársauka eða streitu.

Líðan barna og viðbrögð

Börn skilja í gegnum foreldra sína hvað er að gerast í veröld þeirra það skiptir því máli að vanda til verka

Að ræða við börn um erfiða hluti

Ef börn fá ekki heiðarlegar upplýsingar reyna þau eins og fullorðnir að finna útskýringu sjálf.

Úrræði fyrir börn og fjölskyldur

Það er hjálplegt að leyfa barni að vera þátttakandi í meðferðinni og daglegri rútínu foreldris.

Upplýsingarnar hér að ofan eru gjöf frá Karítas heimaþjónustu. Umsjón með textanum hafði Valgerður Hjartardóttir, hjúkrunarfræðingur, djákni og fjölskyldumeðferðarfræðingur.