Veglegur styrkur frá Líknar- og hjálparsjóði Landssambands lögreglumanna

2 metrar að sjálfsögðu virtir

Lögreglumennirnir Baldvin Viggósson og Oddur Ólafsson færðu í dag Ljósinu veglegan styrk fyrir hönd Líknar- og hjálparsjóðs Landssambands lögreglumanna.

Styrkurinn mun fara í uppbyggingu útisvæðis við nýja húsið á Langholtsvegi en þar mun rísa flottur pallur með heitum potti. Til stendur að hefjast handa við framkvæmdina á næstunni.

Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, veitti styrknum viðtöku og gekk með Oddi og Baldvin um svæðið.

Við sendum okkar bestu þakkir til sjóðsins og allra þeirra sem að honum standa.

Þakklæti er okkur öllum efst í huga fyrir þetta mikla framlag

Erna, Baldvin og Oddur fengu sér göngu um svæðið og ræddu um tækifæri í umhverfi Ljóssins

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.