Merki Ljóssins

Það var hönnuðurinn Anna Þóra Árnadóttir hjá auglýsingastofunni ENNEMM sem hannaði merki Ljóssins.

Hinn heiti, rauði litur merkisins táknar hlýju og styrk. Form merkisins er þríþætt: Innsti hlutinn er logandi ljós, tákn fyrir lífið sjálft. Hvíti hluti merkisins er mannsmynd sem umfaðmar ljósið.  Loks myndar ysti hlutinn skjól utan um ljósið.

Anna Þóra, kona sem er umhugað um velferð krabbameinsgreindra, gaf Ljósinu merkið og fyrsta upplag af bréfsefnum og umslögum. Við þökkum henni innilega fyrir veglega gjöf.

Árið 2019 fékk merki Ljóssins örlitla andlitslyftingu en sú vinna var í höndum hönnuða hjá HN markaðssamskiptum.  Einungis voru gerðar breytingar á leturgerð og tón rauða litsins sem er áberandi í öllu markaðsstarfi Ljóssins.