Líkamleg endurhæfing

Eftir greiningu krabbameins og í kjölfar meðferðar vill þrek og orka oft vera af skornum skammti. Í Ljósinu er fagfólk sem getur leiðbeint þér um mikilvægi hreyfingar til að bæta heilsu og vellíðan.

Í Ljósinu er boðið upp á viðtöl, þrekpróf og aðrar mælingar hjá sjúkraþjálfurum sem ásamt íþrótta- og heilsufræðingum og jógakennurum sjá um alla þjálfun á vegum Ljóssins.

Ljósið er í samvinnu við Hreyfingu heilsulind í Glæsibæ og getur því boðið uppá glæsilega aðstöðu í tækja- og leikfimissal ásamt fullbúnum nýjum tækjasal Ljóssins á Langholtsvegi.  Einnig er boðið upp á jóga, stoðfimi og gönguferðir.

Sjúkraþjálfun

Í Ljósinu er starfandi sjúkraþjálfari sem veitir persónulega ráðgjöf varðandi hreyfingu sem hentar hverju sinni.

Útivist - Krefjandi ganga

Skipulagðar gönguferðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Æskilegt að þátttakendur geti gengið í 90 mínútur.

Líkamsrækt

Við bjóðum upp á styrktarþjálfun og hópleikfimi í Ljósinu og auk þess er hægt að fara í alla opna tíma í Hreyfingu í Glæsibæ.

Gönguhópar

Gönguhópur Ljóssins er alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 11:05 – 12:00.

Stoðfimi

Uppbyggjandi æfingar sem henta fólki á öllum aldri með stoðkerfiskvilla t.d axla-, bak og hnévandamál og lélegt þrek.

Jóga

Boðið er upp á jóga tíma í Ljósinu.

Jafnvægisæfingar

Boðið er upp á jafnvægisæfingar í Ljósinu og eru þær á föstudögum.