Líkamleg endurhæfing

Eftir greiningu krabbameins og í kjölfar meðferðar vill þrek og orka oft vera af skornum skammti. Í Ljósinu er fagfólk, sjúkraþjálfarar og íþróttafræðingar, sem getur leiðbeint þér um mikilvægi hreyfingar til að bæta heilsu og vellíðan.

Ljósið er í samvinnu við Hreyfingu heilsulind í Glæsibæ og getur því boðið uppá glæsilega aðstöðu í tækja- og leikfimissal ásamt fullbúnum nýjum tækjasal Ljóssins á Langholtsvegi.  Þessu til viðbótar er boðið upp á jóga, stoðfimi og gönguferðir.

Innritun í líkamsrækt

Mæting á innritunarfund er skilyrði fyrir því að nýta sér líkamlega endurhæfingu á vegum Ljóssins.

Líkamsrækt

Við bjóðum upp á styrktarþjálfun og hópleikfimi í Ljósinu og auk þess er hægt að fara í alla opna tíma í Hreyfingu í Glæsibæ.

Sjúkraþjálfun

Í Ljósinu starfa þjálfarar sem veita persónulega ráðgjöf varðandi hreyfingu sem hentar hverju sinni.

Æfingasalur Ljóssins - Opnunartími

Tækjasalur Ljóssins er opinn Ljósberum þegar engir hóptímar eru í gangi. Hér má sjá opnunartíma tækjasalsins

Tækjasalur Ljóssins - Konur

Boðið er upp á aldursskipta æfingatíma fyrir konur sem hafa fengið krabbamein og vilja stunda sína endurhæfingu í góðum félagsskap undir leiðsögn sjúkraþjálfara og íþróttafræðinga.

Tækjasalur Ljóssins - Karlar

Boðið er upp á aldursskipta æfingatíma fyrir karla sem vilja stunda sína endurhæfingu í góðum félagsskap undir leiðsögn sjúkraþjálfara og íþróttafræðinga.

Jóga

Boðið er upp á tvenns konar jóga tíma í Ljósinu.

Hreyfing - Þol og styrkur

Þrisvar í viku er boðið upp á alhliða þol- og styrktarþjálfun fyrir fólk á öllum aldri. Tímarnir fara fram í Hreyfingu í Glæsibæ.

Hreyfing - Fólk á aldrinum 20-45 ára

Tímar fyrir fólk á aldrinum 20-45 ára þar sem tekið er á því! Þessi þjálfun fer fram í Hreyfingu í Glæsibæ

Eftir brjóstaaðgerð

Uppbyggjandi æfingar fyrir konur sem hafa farið í aðgerð eftir krabbamein í brjósti.

Gönguhópar

Gönguhópur Ljóssins er alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10:30-11:30.

Jafnvægisæfingar

Boðið er upp á jafnvægisæfingar í Ljósinu tvisvar sinnum í viku

Unga fólkið 16-20 ára

Í Ljósinu er boðið upp á líkamsrækt fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein. Frábær hreyfing í enn betri félagsskap