Líkamleg endurhæfing

Eftir greiningu krabbameins og í kjölfar meðferðar vill þrek og orka oft vera af skornum skammti. Í Ljósinu leiðbeinir fagfólk, sjúkraþjálfarar og íþróttafræðingar, öllum þeim sem þjónustu sækja um mikilvægi hreyfingar til að bæta heilsu og vellíðan samhliða krabbameinsmeðferðum.

Ljósið opnaði nýjan og glæsilegan æfingasal á Langholtsvegi í mars 2020. Salurinn er fullbúinn fyrsta flokks tækjum.  Þessu til viðbótar er boðið upp á jóga, slökunarjóga, stoðfimi, æfingar eftir brjóstaaðgerð, sídegistíma  og gönguhóp.

Eftir brjóstaaðgerð

Uppbyggjandi æfingar fyrir konur sem hafa farið í aðgerð eftir krabbamein í brjósti, 2-4 vikum eftir skurð.

Fólk á aldrinum 16-45 ára

Tímar fyrir fólk á aldrinum 16-45 ára þar sem tekið er á því!

Jóga

Boðið er upp á jógatíma á miðvikudags- og föstudagsmorgnum.

Jafnvægisæfingar

Boðið er upp á jafnvægisæfingar í Ljósinu tvisvar sinnum í viku.

Þolþjálfun

Þolþjálfun hentar þeim sem vilja byggja upp þol sitt samhliða eða eftir meðferðir

Stoðfimi

Léttar alhliða æfingar í hóptíma undir handleiðslu þjálfara.

Gönguþjálfun

Gönguþjálfun er í boði alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 11:00

Vöðvateygjur

Í tímanum er gerðar teygjur fyrir alla helstu vöðvahópa líkamans.

Þol og styrkur

Hóptími þar sem blandað er saman æfingum sem bæta þol og styrk.

Slökun

Slökun er endurnærandi fyrir líkama og sál.

Myndbönd

Haltu áfram heima! Hér eru nokkrar æfingar fyrir flest getustig sem auðvelt er að gera heimfyrir.