Oddfellow konur Þorgerðar færðu Ljósinu skapandi styrk

Vaskar konur úr Oddfellow stúku númer sjö færðu Ljósinu formlega í gær saumavélar sem ætlaðar eru námskeiðshaldi í Ljósinu. Meðlimir stúkunnar, sem ber hið sterka og fallega heiti Þorgerður, þekkja vel til starfsins í Ljósinu og vildu með gjöfinni styðja við starfið og sýna stúkusystrum sínum sem sótt hafa endurhæfingu í Ljósið stuðning.

Katla Sigurðardóttir, klæðskera- og kjólameistari sem og kennari í Ljósinu, veitti styrknum viðtöku.

Við sendum hjartans þakkir til Oddfellow kvenna fyrir þennan rausnarlega styrk.

 

 

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.