6,3 milljónir söfnuðust fyrir Ljósið

En sú gleði!

Í síðustu viku lauk áheitasöfnun á vegum Ekki-Reykjavíkurmaraþonsins eins og við í Ljósinu köllum viðburðinn í ár. Þrátt fyrir að maraþonið hafi ekki farið fram í ár fór stór hópur af hlaupagörpum um víðan völl og safnaði áheitum hjá sínu fólki fyrir Ljósið. Niðurstaða söfnunarinnar var tilkynnt í gær og fengum við þær gleðifréttir að heilar 6,3 milljónir hafi safnast fyrir Ljósið!!

Í þeim hópi var Kristín Ösp Þorleifsdóttir sem safnaði næst mest af öllum einstaklingum í hlaupinu, heilum 1.171.000 krónum!!! Aðrir hlaupagarpar og hlaupahópar stóðu sig einnig ótrúlega eins og Team Guðlaug, Mallinn hennar Önnu og Habba fer út að labba. Þið rokkið!!

Við þökkum öllum sem hlupu og öllum öðrum sem lögðu sitt af mörkum í söfnuninni. Upphæðin mun vera framlag Ljóssins á móti samningi ríkisins um fjarheilbrigðisþjónustu. Það er okkar markmið að gera enn betur fyrir fólk sem greinist með krabbamein og er búsett á landsbyggðinni.

Við erum strax farin að undirbúa Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka þann 21. ágúst 2021 og vonum að þið takið þátt með okkur þá … vonandi í Covid-19-lausu samfélagi.

Hér getið þið skráð ykkur í hópinn okkar á Facebook og fengið fréttir af æfingum, undirbúningi og annari gleði hjá okkur<3

Enn og aftur takk til ykkar allra, þið eruð ótrúleg öll sem eitt!!

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.