Tag: Styrkur

12
des
2023

Gefðu jólagjöf í starf Ljóssins

Í ár bjóðum við velunnurum Ljóssins enn á ný að gefa þýðingarmikla jólagjöf í formi styrks til Ljóssins. Styrkurinn er fáanlegur á vefsíðu Ljóssins www.ljosid.is/gjof og þar getur hver og einn valið hvort hann vilji styrkja fjölskyldustarf Ljóssins annars vegar eða starf unga fólksins hins vegar. Í kjölfarið fær kaupandi sent rafrænt gjafabréf sem þú getur prentað og laumað undir

Lesa meira

11
jan
2021

Vinkvenna minnst

Elín Einarsdóttir færði Ljósinu peningagjöf um daginn að upphæð 200 þúsund krónur. Gjöfina vildi hún tileinka vinkonum sínum Elsu Ester Sigurfinnsdóttur og Hallfríði Ólafsdóttur. Hallfríði kynntist Elín þegar þær voru 9 ára gamlar í skólahljómsveit Kópavogs en Elsu fyrir rúmum áratug. Um tíma áttu þær þó allar samleið þegar þær voru saman í bókaklúbbi sem Elín stofnaði. Gjöfin sem Elín

Lesa meira

4
jan
2021

SKVER færði Ljósinu 200 þúsund í starf ungra karlmanna

Í lok desember færði Kristófer Jensson Ljósinu 200.000 króna styrk í starf ungra karlmanna í Ljósinu. Upphæðin safnaðist með sölu á plakötum sem Kristófer og Logi Sæmundsson hafa sérhannað fyrir vini og vandamenn undanfarið en 2000 krónur af hverju eintaki runnu til Ljóssins. Logi og Kristófer hafa séð hvað endurhæfingin í Ljósinu skiptir miklu máli en besti vinur þeirra, Hlynur

Lesa meira

24
nóv
2020

Gefðu jólagjöf í starf Ljóssins

Í ár bjóðum við velunnurum Ljóssins enn á ný að gefa þýðingarmikla jólagjöf í formi styrks í fjölskyldustarf miðstöðvarinnar eða í endurhæfingu fyrir ungt fólk. Styrkurinn er fáanlegur á vefsíðu Ljóssins www.ljosid.is/gjof og þar getur hver og einn valið hvort hann vilji styrkja sérstaklega fjölskyldustarf Ljóssins eða starf unga fólksins. Í kjölfarið fær hann sent gjafabréf í tölvupósti sem hægt er

Lesa meira

22
sep
2020

Veglegur styrkur frá Líknar- og hjálparsjóði Landssambands lögreglumanna

Lögreglumennirnir Baldvin Viggósson og Oddur Ólafsson færðu í dag Ljósinu veglegan styrk fyrir hönd Líknar- og hjálparsjóðs Landssambands lögreglumanna. Styrkurinn mun fara í uppbyggingu útisvæðis við nýja húsið á Langholtsvegi en þar mun rísa flottur pallur með heitum potti. Til stendur að hefjast handa við framkvæmdina á næstunni. Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, veitti styrknum viðtöku og gekk með Oddi og

Lesa meira

20
ágú
2020

Finni fagnaði 90 árum og færði Ljósinu rúmar 350 þúsund krónur

Í dag fengum við skemmtilega heimsókn í Ljósið þegar Sigurfinnur Jónsson frá Sauðárkróki leit við ásamt fjölskyldu sinni, og færði Ljósinu rúmar 350 þúsund krónur að gjöf. Í lok árs 2016 greindist dóttir Sigurfinns, Elsa Sigurfinnsdóttir, með krabbamein og hefur síðan þá sótt endurhæfingu í Ljósið. Í þakkarskyni fyrir alla þá þjónustu sem Elsa hefur sótt á Langholtsveginn valdi Finni,

Lesa meira

20
nóv
2019

Seldu sérsaumaðar bleikar herraslaufur til styrktar Ljósinu

Nemendur í textíldeild við Fjölbrautaskóla Suðurnesja saumuðu glæsilegar bleikar herraslaufur í tilefni af bleika deginum þann 11.október síðastliðinn. Slaufurnar voru seldar og rann ágóðinn óskiptur til Ljóssins. Það var Anna Sigríður Jónsdóttir, iðjuþjálfi, sem veitti styrknum viðtöku. Við sendum okkar bestu þakkir til þessara flottu nemenda og allra þeirra sem keyptu slaufu.

1
apr
2019

Kerti til styrktar Ljósinu

Ungir frumkvöðlar úr Verslunarskóla Íslands hanna, framleiða og selja kerti til styrktar Ljósinu. Kertin verða til sölu á Vörumessu í Smáralind föstudaginn 5. apríl. Undanfarna mánuði hafa ungmenni í framhaldsskólum landsins setið áfanga í frumkvöðlafræðum. Í Verslunarskóla Íslands tóku 6 ungmenni sig saman og stofnuðu fyrirtækið Glyttu, sem selur náttúruvæn ilmkerti til styrktar Ljósinu. Hópurinn, sem samanstendur af Hönnu Björt,

Lesa meira

21
jan
2019

Gjöf frá góðu fólki

Í dag færðu aðstandendur Evu Örnólfsdóttur Ljósinu að gjöf tvær over-lock saumavélar, kvengínu, straujárn og ermastraubretti auk fleiri verkfæra til nota í saumahorninu okkar, í minningu Evu. Eva sótti mikla fræðslu, afþreyingu og hreyfingu til okkar en þótti hvað skemmtilegast að mæta á saumanámskeiðin enda mikil hannyrðakona allt sitt líf. Það er von þeirra að með gjöfinni geti enn fleiri

Lesa meira