Endurhæfing heima fyrir

Allir þeir sem nýta sér þjónustu Ljóssins koma í viðtöl til iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara og tengiliður heldur utan um viðkomandi allt tímabilið. Endurhæfingin í Ljósinu byggir því á að krabbameinsgreindir og aðstandendur þeirra séu með vissa viðveru í húsakynnum Ljóssins.

Engu að síður er gríðarlega margt sem allir geta gert heima fyrir til þess að auka styrk, virkni og vellíðan. Við í Ljósinu viljum að endurhæfingin skili sér sem best inn í líf þeirra sem sækja til okkar þjónustu og hafi þannig jákvæð áhrif út í samfélagið.

Þegar einstaklingar geta tímabundið ekki sótt til okkar þjónustu af einhverjum ástæðum leggjum við til að þeir nýti sér fræðsluna hér fyrir neðan eftir fremsta megni.

Líkamleg, andleg og félagsleg endurhæfing

Líkamleg endurhæfing

Taktu á því heima í stofu með þessum einföldu æfingum frá þjálfarateymi Ljóssins

Daglegt líf og iðja

Greinar, fræðsla og heimavinna frá iðjuþjálfum, sálfræðingum og öðrum fagaðilum Ljóssins

Handverk

Leyfðu ímyndunaraflinu og sköpunarkraftinum að fá pláss heima fyrir

Jóga og teygjur

Arna jógakennari setti saman góðar jógaæfingar sem henta heima fyrir

Hollusta í matargerð

Snillingarnir í eldhúsi Ljóssins settu saman nokkur lauflétt myndbönd til að hvetja til hollari matargerðar heima fyrir