Aðstandendur

Öllum aðstandendum gefst kostur á að koma í viðtal til fagaðila í Ljósinu. Hvort sem það er í formi einstaklingsviðtala eða ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum.
Í daglegu tali er oftar en ekki talað um krabbamein sem fjölskyldusjúkdóm.

Að greinast með krabbamein getur valdið miklu umróti og álagi, ekki bara í lífi þess greinda heldur allra í fjölskyldunni. Fjölskyldan stendur frammi fyrir nýjum aðstæðum og breytingum þar sem m.a. hlutverkaskipan getur riðlast. Hvernig einstaklingum tekst að aðlagast breytingum er mismunandi hjá hverjum og einum. Hlutirnir geta þróast á þann veg að það er ekki alltaf sá krabbameinssgreindi sem líður verst andlega.

Að fá stuðning frá utanaðkomandi aðila getur hjálpað aðstandendum að takast á við nýjar og breyttar aðstæður. Að setja orð á tilfinningar getur verið mjög mikilvægt til að líða betur eða umbera líðan sína. Ef maður skilur ekki eitthvað er maður líklegri til að hræðast það. Í stað þess að óttast er gott að tala um það sem liggur á hjarta.

Ekki er afmarkað hverjir taka þátt í meðferðarvinnunni. Það getur verið einn einstaklingur, par/hjón, foreldrar, amma/afi, systkini og svo framvegis.

Samtalið heim

Fræðsluröð fyrir þjónustuþega og aðstandendur þeirra. Fræðslan fer fram mánaðarlega í húsakynnum Ljóssins.

Börn 6-13 ára

Börnum frá sex ára aldri gefst tækifæri til að koma í Ljósið og fá stuðning og fræðslu með þátttöku í námskeiðum sem haldin eru reglulega.

Aðstandendur 14-17 ára

Aðstandendur á aldrinum 14-17 ára gefst hér tækifæri til að hitta önnur ungmenni í svipuðum sporum.

Aðstandendur fullorðnir 18 ára og eldri

Reglulega eru haldin námskeið fyrir aðstandendur krabbameinsgreindra auk þess sem hægt er að fá viðtöl við fagaðila.