Ert þú á aldrinum 16-45 ára og hefur nýlega greinst með krabbamein eða þekkir einhvern á þessum aldri sem hefur nýlega greinst með krabbamein?
Ljósið býður upp á sérsniðna endurhæfingu fyrir bæði unga karlmenn annars vegar og ungar konur hinsvegar.
Kynningarfundir fyrir fólk á aldrinum 16-45 ára eru alla miðvikudaga klukkan 11:00.
Það er mikilvægt að fá stuðning sem allra fyrst.
Fagfólk Ljóssins er við símann milli 10:00-16:00 á virkum dögum, ekki hika við að hafa samband.
G. Haukur Guðmundsson
Sími: 620-6744
Netfang: haukur@ljosid.isHaukur er sjúkraþjálfari með áralanga reynslu af endurhæfingu krabbameinsgreindra og hefur einnig greinst með krabbamein. Haukur er með mastersgráðu í íþrótta-og heilsufræðum með áherslu á heilsufar krabbameinsgreindra.

Kolbrún Halla, iðjuþjálfi í Ljósinu
Kolbrún Halla Guðjónsdóttir
Sími: 620-4740
Netfang: kolbrunhalla@ljosid.isKolbrún er útskrifaður iðjuþjálfi. Hún hefur sjálf reynslu af því að greinast ung með krabbamein og hvaða áhrif það hefur á daglegt líf, hlutverk og venjur.