Ljósalagið

LEITAÐU Í LJÓSIÐ er fallegt lag sem var samið fyrir Ljósið okkar. Hinsta ósk Sigurðar Hallvarðssonar fótboltakappa til handa Ljósinu var að það yrði búið til Ljósalag og tileinkum við það öllum þeim sem hafa þurft að glíma við krabbamein. Jón Ólafsson samdi lag og Sólmundur Hólm texta. Karl Olgeirsson útfærði og Sigga Eyrún ásamt skólakór Kársness syngja. Lagið var flutt á afmælistónleikunum þann 16. september 2015.

Þú getur nálgast Ljósalagið á youtube hér.