Solla

18
ágú
2020

Breyting á jógatímum frá og með 26. ágúst

Ákveðið hefur verið að á meðan fjöldatakmarkanir ríkja að allir jógatímar verða eins frá og með 26. ágúst. Því verða EKKI jógatímar og slökunarjóga heldur munu allir tímar verða byggðir upp á jóga og slökun. Tímarnir verða áfram á miðvikudögum og föstudögum klukkan 9:00 og 10:00. Nauðsynlegt er að festa tíma með að hringja í móttöku Ljóssins í síma 561-3770.

Lesa meira

17
ágú
2020

Mitt maraþon: Habba fer út að labba og skálar fyrir lífinu.

Okkur berast daglega fréttir af því hvernig fólkið okkar ætlar að haga sínu hlaupi nú þegar Reykjavíkurmaraþoni hefur verið aflýst. Næsta laugardag, 22. ágúst, ætlar Habba að labba sitt maraþon við Ástjörnina í Hafnarfirði milli kl. 13.30-16.00 laugardaginn 22. ágúst. Nokkrar góðar vinkonur leiða gönguhringinn í kringum Ástjörn og munu leggja af stað við brúna klukkan 14.00 en Jonni bróðir

Lesa meira

14
ágú
2020

Önnur leið að bjartri framtíð

Anna Guðmundsdóttir og Kristján Ingi Óskarsson fögnuðu nýlega fimmtugsafmælum sínum með vinum og vandamönnum. Á þessum miklu tímamótum vildu þau þakka fyrir það góða viðmót og þjónustu sem sonur þeirra, Andri Fannar, hefur fengið í Ljósinu. Þau ákváðu því að afþakka allar gjafir en í staðinn hvetja gesti sína til að gefa til Ljóssins. Úr varð veglegur styrkur sem hefur

Lesa meira

14
ágú
2020

Sérmerktir bolir komnir fyrir hlaupagarpa

Við vorum að fá afhenta sérmerktu bolina sem allir þeir sem ætla að Hlaupa sín leið fyrir Ljósið fá að gjöf í móttöku Ljóssins. Ef þú ætlar að hlaupa getur þú komið við hjá okkur á Langholtsvegi og sótt þitt eintak! Bolirnir koma í karla og kvennasniðum í small, medium og large en við fengum okkur eintök í barnastærðum. Ef

Lesa meira

12
ágú
2020

Ábending til þeirra sem eiga fjölskyldumeðlimi í einangrun

Við minnum á að ef maki eða annar fjölskyldumeðlimur er að bíða eftir niðurstöðu úr Covid-prófi, og er þar af leiðandi í einangrun, þurfa allir íbúar heimilisins að vera í sóttkví. Höldum áfram að fara varlega, sótthreinsa og hlýða Víði! https://www.covid.is/flokkar/einangrun

12
ágú
2020

136 kærleiksgjafir frá Ljósinu til Kærleiks í hverri lykkju

Ljósið afhenti Báru Tómasdóttur nýverið framlag sitt til Kærleiks í hverri lykkju og fengu umsjónarmenn prjónahópsins um leið tækifæri til að fræðast betur verkefnið sem felur í sér að prjóna kærleiksgjafir sem gefnar verða inn á meðferðarheimili á Íslandi. Samtals prjónuðu ljósberar, aðstandendur og aðrir vinir Ljóssins 136 stykki sem munu vonandi færa þeim sem þurfa hlýju og kærleik frá

Lesa meira

7
ágú
2020

Upp úr djúpum dal krabbameinsins

eftir Maríu Ólafsdóttur Þröstur Ólafsson segir það hafa komið sér upp úr djúpum dal krabbameinsins að nýta sér þjónustu Ljóssins. Það var faðir Þrastar sem fékk frumburðinn, þá nærri sextugan að aldri, til að heimsækja Ljósið í fyrsta sinn. „Með viðtölum við iðjuþjálfa og sálfræðinga fór andinn að lyftast í karlinum og ég fór að temja mér það eftir aðgerðir,

Lesa meira

7
ágú
2020

Spjall og styrking: Breyting á dagsetningum

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna gerum við breytingar á dagsetningum í Spjalli og styrkingu. Streita og bjargráð færist til 17. ágúst en í staðinn færum við umfjöllun um fjölskyldu og samskipti fram til mánudagsins 10. ágúst. Nýjar dagsetningar eru því: 10. ágúst: Fjölskyldan og samskipti Krabbameinsgreining hefur áhrif á alla fjölskylduna og allir fjölskyldumeðlimir verða að aðlagast breyttum aðstæðum og hlutverkum. Helga

Lesa meira

5
ágú
2020

Flottir bolir frá Macron til styrktar Ljósinu

Kæru vinir, Við bjóðum nú til sölu vel gerða Macron íþróttaboli sem eru sérmerktir Ljósinu. Bolirnir fást í karla- og kvennasniðum í stærðum M – XXL og eru léttir og sérlega góðir hlaupabolir. Þeir eru kjörin eign fyrir þá  vilja stunda hreyfingu/líkamsrækt og vekja athygli á Ljósinu í leiðinni. Athugið að bolirnir koma í takmörkuðu upplagi. Verð: 4.000

5
ágú
2020

Stelpurnar skelltu sér í SUP – Myndir

Í hressandi veðri í lok júní héldu nokkrar ungar konur úr Ljósinu að Hvaleyrarvatni til að reyna fyrir sér á standbrettum eða stand up paddle eins og það útleggst á ensku. Eftir tækni- og öryggiskennslu frá Adventure Vikings renndu konurnar út á vatnið í þurrbúningum með bretti og árar og „suppuðu“ í klukkutíma með glæsibrag. Það fylgdi þó sögunni að

Lesa meira