Á vegum Ljóssins eru nokkrir hópar sem hittast reglulega, ýmist með eða án starfsmanns frá Ljósinu.
Konur 46 ára og eldri
Jafningjahópur fyrir konur á aldrinum 46 ára og upp úr sem greinst hafa með krabbamein. Starfar undir leiðsögn fagfólks.
Karlmenn 46 ára og eldri | Strákarnir
Jafningjahópur fyrir karlmenn á aldrinum 46 ára og eldri sem greinst hafa með krabbamein.
Konur 16-45 ára
Jafningjahópur fyrir konur á aldrinum 16-45 ára og upp úr sem greinst hafa með krabbamein. Starfar undir leiðsögn fagfólks.
Karlmenn 16-45 ára
Jafningjahópur fyrir karlmenn á aldrinum 16-45 ára sem greinst hefur með krabbamein.
Ungir blöðruhálsar
Mánaðarlegir fundir fyrir karlmenn, upp að 65 ára, með krabbamein í blöðruhálskirtli.
Ungir makar
Jafningjahópur þar sem hittast einstaklingar sem eiga maka sem hefur greinst með krabbamein. Starfar undir handleiðslu sálfræðings.
Leshópur
Leshópur Ljóssins er tilvalinn fyrir þá sem njóta þess að hitta aðra bókaorma og vilja hvatningu til að lesa örlítið meira en venjulega.
Fólk með langvinnt krabbamein
Jafningjahópur fyrir langveika er ætlaður þeim sem þurfa að lifa með krabbamein.