Fréttir

26
ágú
2020

Lokað í Ljósinu 1. og 2. september vegna starfsdaga

Lokað verður í Ljósinu þriðjudaginn 1. september og miðvikudaginn 2. september vegna starfsdaga starfsfólks. Við opnum aftur fimmtudaginn 3. september og mun ný stundaskrá þá taka gildi. Athugið að leirnámskeið hefjast þó ekki fyrr en í vikunni 7.-11. september. Við minnum á að hægt er að leita upplýsinga um starfsemina hér á heimasíðunni og jafnframt er hægt að panta minningarkort.

Lesa meira

25
ágú
2020

Grímur nú skylda í Ljósinu

Til að tryggja áframhaldandi endurhæfingarstarf í Ljósinu samhliða Covid-19 biðjum við alla sem erindi eiga í Ljósið að setja upp grímu þegar komið er í húsakynni okkar. Verið er að leggja grunninn að fyrirkomulagi í viðtölum og skoða með hvaða móti hægt sé að bjóða upp á viðtöl án gríma. Einnota grímur eru í afgreiðslu Ljóssins og í þjálfunarsal. Að

Lesa meira

20
ágú
2020

Finni fagnaði 90 árum og færði Ljósinu rúmar 350 þúsund krónur

Í dag fengum við skemmtilega heimsókn í Ljósið þegar Sigurfinnur Jónsson frá Sauðárkróki leit við ásamt fjölskyldu sinni, og færði Ljósinu rúmar 350 þúsund krónur að gjöf. Í lok árs 2016 greindist dóttir Sigurfinns, Elsa Sigurfinnsdóttir, með krabbamein og hefur síðan þá sótt endurhæfingu í Ljósið. Í þakkarskyni fyrir alla þá þjónustu sem Elsa hefur sótt á Langholtsveginn valdi Finni,

Lesa meira

18
ágú
2020

Sundþjálfun á Grensás hefst 1. september

Haustið nálgast og að öllu óbreyttu hefst sundþjálfun í Grensáslaug aftur 1. september. Tímarnir verða á þriðjudögum og fimmtudögum frá 15:00 til 15:30. Nauðsynlegt er að bóka tíma í síma 543-9319 og hefjast tímabókanir 31. ágúst.

18
ágú
2020

Breyting á jógatímum frá og með 26. ágúst

Ákveðið hefur verið að á meðan fjöldatakmarkanir ríkja að allir jógatímar verða eins frá og með 26. ágúst. Því verða EKKI jógatímar og slökunarjóga heldur munu allir tímar verða byggðir upp á jóga og slökun. Tímarnir verða áfram á miðvikudögum og föstudögum klukkan 9:00 og 10:00. Nauðsynlegt er að festa tíma með að hringja í móttöku Ljóssins í síma 561-3770.

Lesa meira

17
ágú
2020

Mitt maraþon: Habba fer út að labba og skálar fyrir lífinu.

Okkur berast daglega fréttir af því hvernig fólkið okkar ætlar að haga sínu hlaupi nú þegar Reykjavíkurmaraþoni hefur verið aflýst. Næsta laugardag, 22. ágúst, ætlar Habba að labba sitt maraþon við Ástjörnina í Hafnarfirði milli kl. 13.30-16.00 laugardaginn 22. ágúst. Nokkrar góðar vinkonur leiða gönguhringinn í kringum Ástjörn og munu leggja af stað við brúna klukkan 14.00 en Jonni bróðir

Lesa meira

14
ágú
2020

Önnur leið að bjartri framtíð

Anna Guðmundsdóttir og Kristján Ingi Óskarsson fögnuðu nýlega fimmtugsafmælum sínum með vinum og vandamönnum. Á þessum miklu tímamótum vildu þau þakka fyrir það góða viðmót og þjónustu sem sonur þeirra, Andri Fannar, hefur fengið í Ljósinu. Þau ákváðu því að afþakka allar gjafir en í staðinn hvetja gesti sína til að gefa til Ljóssins. Úr varð veglegur styrkur sem hefur

Lesa meira

14
ágú
2020

Sérmerktir bolir komnir fyrir hlaupagarpa

Við vorum að fá afhenta sérmerktu bolina sem allir þeir sem ætla að Hlaupa sín leið fyrir Ljósið fá að gjöf í móttöku Ljóssins. Ef þú ætlar að hlaupa getur þú komið við hjá okkur á Langholtsvegi og sótt þitt eintak! Bolirnir koma í karla og kvennasniðum í small, medium og large en við fengum okkur eintök í barnastærðum. Ef

Lesa meira

12
ágú
2020

Ábending til þeirra sem eiga fjölskyldumeðlimi í einangrun

Við minnum á að ef maki eða annar fjölskyldumeðlimur er að bíða eftir niðurstöðu úr Covid-prófi, og er þar af leiðandi í einangrun, þurfa allir íbúar heimilisins að vera í sóttkví. Höldum áfram að fara varlega, sótthreinsa og hlýða Víði! https://www.covid.is/flokkar/einangrun

12
ágú
2020

136 kærleiksgjafir frá Ljósinu til Kærleiks í hverri lykkju

Ljósið afhenti Báru Tómasdóttur nýverið framlag sitt til Kærleiks í hverri lykkju og fengu umsjónarmenn prjónahópsins um leið tækifæri til að fræðast betur verkefnið sem felur í sér að prjóna kærleiksgjafir sem gefnar verða inn á meðferðarheimili á Íslandi. Samtals prjónuðu ljósberar, aðstandendur og aðrir vinir Ljóssins 136 stykki sem munu vonandi færa þeim sem þurfa hlýju og kærleik frá

Lesa meira