Tag: Covid19

6
okt
2020

Starfsemi Ljóssins fellur niður miðvikudaginn 7. október

Vegna hertra sóttvarnarreglna þurfum við því miður að fella niður starfsemi í Ljósinu á morgun, miðvikudaginn 7. október, svo að starfsfólk geti undirbúið og skipulagt næstu tvær vikur. Húsið er þó opið fyrir þau sem virkilega þurfa á aðstoð okkar að halda. Við munum senda ítarlegri póst eftir hádegi á morgun um hvernig endurhæfingu og stuðningi verður háttað næstu tvær

Lesa meira

12
ágú
2020

Ábending til þeirra sem eiga fjölskyldumeðlimi í einangrun

Við minnum á að ef maki eða annar fjölskyldumeðlimur er að bíða eftir niðurstöðu úr Covid-prófi, og er þar af leiðandi í einangrun, þurfa allir íbúar heimilisins að vera í sóttkví. Höldum áfram að fara varlega, sótthreinsa og hlýða Víði! https://www.covid.is/flokkar/einangrun

11
maí
2020

Breyting á stundaskrá: Slökunarjóga og ganga

Hér í Ljósinu er staðan metin á hverjum degi og stundaskrá endurskoðuð vikulega með tilliti til reglna yfirvalda. Það gleður okkur ómælt að segja ykkur frá því að Arna jógakennari býður nú Ljósbera velkomna í slökunarjóga á miðvikudögum og föstudögum klukkan 9:00 og 10:00. Nauðsynlegt er að festa tíma með að hringja í móttöku Ljóssins í síma 561-3770. Frá og

Lesa meira

25
apr
2020

Þið glæðið Ljósið lífi – Skilaboð til Ljósbera

Elskulegu Ljósberar. Ljósið er 15 ára í ár.  Frá stofnun höfum við upplifað ótrúlega miklar breytingar. Við byrjuðum með hugsjón um að stofna litla endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda þar sem fyrsti fundurinn var haldinn heima í stofunni minni með áhugasömu fólki sem vildi gera allt til að hjálpa til við að gera drauminn að veruleika.  Í dag erum við með tvö

Lesa meira

17
apr
2020

Af hverju að hugleiða?

eftir Margréti Örnu Í gegnum huga okkar fara þúsundir hugsana á hverri sekúndu og við grípum einungis brotabrot af þeim. Sumar af þessum hugsunum festast í undirvitund og hafa áhrif á það hvernig við skilgreinum okkur, hvernig okkur líður og hvernig við bregðumst við. Það er oft talað um að við séum þrælar hugans, að það sé sem sagt hugurinn

Lesa meira

16
apr
2020

Uppbyggilegt hugarfar

eftir Sigrúnu Þóru Sveinsdóttur Á þessum tímum þar sem umhverfi flestra minnkar og viðvera eykst með eigin hugsunum getur verið auðvelt að detta í neikvæðar og erfiðar hugsanir. Nú reynir á að hafa jákvæð áhrif á það sem við höfum stjórn á, þ.e. hvaða viðhorf og hugsanir við höfum um aðstæður okkar í dag. Við erum ekki að tala um

Lesa meira

14
apr
2020

Veitum hvert öðru innblástur og gleði með skemmtilegum hugmyndum 

Nú er páskafríi lokið og starfsfólk Ljóssins komið aftur til starfa við heimakontórana. Það er skrýtin tilfinning að hitta ekki ljósberana við kaffivélina og heyra hvað á dagana hefur drifið. Við erum þó ekki þekkt fyrir ráðaleysi og langar okkur mjög að nýta tæknina betur til að heyra frá ykkur. Hvernig gengur ykkur öllum að halda ykkur virkum? Hafið þið

Lesa meira

31
mar
2020

Tilkynning frá dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga

Dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga býður upp á símaþjónustu til kl. 22 á kvöldin virka daga. Frá og með 1. apríl mun starfsfólk dag- og göngudeildar blóð- og krabbameinslækninga bjóða upp á stuðning við sinn sjúklingahóp til kl. 22 alla virka daga. Tilgangurinn með þessu er að styðja betur við sjúklingahópinn og geta gripið fyrr inn í erfið einkenni

Lesa meira

20
mar
2020

Að ræða við börn um Kóróna-veiruna

eftir Helgu Jónu Sigurðardóttur, iðjuþjálfa og fjölskyldufræðing í Ljósinu Það flækist stundum fyrir okkur fullorðna fólkinu að ræða við börnin okkar um hin og þessi viðfangsefni. Sérstaklega þau viðfangsefni sem við skiljum ekki sjálf eða erfitt er að útskýra. Það er auðvitað skiljanlegt því öll viljum við að börnin okkar upplifi öryggi og líði vel. Þá er mikilvægt að börnin

Lesa meira

17
mar
2020

Á tímum þegar daglegum venjum er snúið á hvolf

Öll höfum við okkar föstu venjur í daglegu lífi. Sumar tengjast heimilinu en aðrar því sem við gerum fyrir utan heimilið. Eins og staðan er í dag er jafnvel búðarferðin farin að taka á sig nýja mynd. Margir eru að panta vörur af netinu og fá sent heim. Allavega er ekki reiknað með því að fjölskyldan fari saman í verslunarferð

Lesa meira