Sérmerktir bolir komnir fyrir hlaupagarpa

Við vorum að fá afhenta sérmerktu bolina sem allir þeir sem ætla að Hlaupa sín leið fyrir Ljósið fá að gjöf í móttöku Ljóssins.

Ef þú ætlar að hlaupa getur þú komið við hjá okkur á Langholtsvegi og sótt þitt eintak!

Bolirnir koma í karla og kvennasniðum í small, medium og large en við fengum okkur eintök í barnastærðum.

Ef þú ert hluti af hlaupahóp eða fjölskyldu sem ætlar að hlaupa saman hvetjum við ykkur til að senda einn úr hópnum til að sækja, svo að við getum tryggt sóttvarnarreglur í húsi. Hægt er að senda okkur upplýsingar um stærðir á mottaka@ljosid.is eða hringja í síma 561-3770.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.