Fréttir

10
sep
2016

Útivistarhópur 14. september

Rauðavatn Við leggjum af stað frá Ljósinu kl 12.30 þar sem við getum sameinast í bíla eða hittumst á bílastæðið við Morgunblaðshúsið við Hádegismóa. Við Rauðavatn voru tekin fyrstu skrefin í skógrækt á Íslandi í upphafi 20. aldarinnar og aldrei að vita nema að haustlitirnir séu farnir að láta á sér kræla. Hlökkum til að sjá sem flesta.

10
sep
2016

Nýtt námskeið í núvitund

Núvitund í daglegu lífi Vegna mikilla vinsælda hefst nýtt námskeið fimmtudaginn 29. sept kl.13:00-15:00. Skráning hafin í síma 561-3770. Minnum einnig á hugleiðslutímana hjá Gunnari á mánudögum kl. 11:30.   Leiðbeinandi: Gunnar L Friðriksson. 6 vikur . Verð: 4.000,- allt innifalið. Skráning í síma 561-3770 Núvitund (mindfulness) er náttúrulegur eiginleiki hugans til að vera meðvitaður hér og nú um það sem er

Lesa meira

5
sep
2016

Útivistarhópur 7. september

Útivistargangan 7. september: Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði Við höldum áfram að njóta veðurblíðu og yndislegrar náttúru með gönguferð við Hvaleyrarvatn. Við leggjum af stað frá Ljósinu kl 12.30 þar sem við getum sameinast í bíla eða hittumst á fyrsta bílastæði við Hvaleyrarvatn kl. 13.00. Ekinn er Kaldárselsvegur og rétt áður en komið er að Hestamiðstöð Íshesta er afleggjari til hægri inn

Lesa meira

4
sep
2016

Ungliðahópur

Ungliðahópur Ljóssins, Krafts og SKB mun hittast 8. september næstkomandi kl. 20:00 í Ljósinu, Langholtsvegi 43. Fræðsla, skemmtun, uppbyggjandi samvera. Ótrúleg uppátæki og skemmtilegar samverustundir með fólki í sömu sporum. Umsjónarmaður er Kristján Th. Friðriksson.   Nánari upplýsingar á ljosid.is, kraftur.org og skb.is.

13
jún
2016

Tai Ji í Ljósinu

Við erum mjög ánægð að kynna TAI JI  námskeið í Ljósinu – endurhæfingar – og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda 13. til -16. júní 2016 Giuseppe Urselli* kennir gleði Tai ji æfinganna og heimspekina á bakvið þær. Markmiðið er að kynnast gleði Tai ji heimspekinnar, þjálfun og hreyfa okkur í flæðinu á milli orku jarðar og himna til að öðlast meiri sveigjanleika

Lesa meira

11
jún
2016

Útivistarhópur Ljóssins

Göngur útivistarhópsins eru skipulagðar gönguferðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins komandi miðvikudaga. Farið verður frá Ljósinu kl. 12.30 en einnig er hægt að mæta beint á bílastæðið sem gefið er upp fyrir viðkomandi göngu, rétt fyrir kl. 13.00. Umsjón með hópnum hefur Margrét Indriðadóttir sjúkraþjálfari.   15.júní – Breiðholtið Miðvikudaginn 15. júní verður gengið í kringum Efra-Breiðholtið. Mætum í Ljósið kl 12:30

Lesa meira