16-25 ára hittast í Ljósinu

Mánudaginn næstkomandi 6. maí kl. 16:00-18:00 verður hittingur fyrir 16-25 ára sem nýlega hafa greinst með eða verið í meðferð við krabbameini sl. 2 ár.

Jafningjastuðningur er mikilvægur partur af starfsemi Ljóssins og er markmiðið að hópurinn fái að hafa áhrif á hvernig fyrirkomulag hópsins verður.

Planið er að hafa þennan fyrsta hitting í húsi til að kynnast og ræða hvernig væri gott að útfæra hópinn, þ.e. hvar þið viljið hittast, hvað þið viljið gera og hvenær. Við hittumst í Ljósinu, Langholtsvegi 43.

Skráning fer fram í móttöku Ljóssins (láta vita að ætli að koma). Ekki er nauðsynlegt að hafa verið í þjónustu í Ljósinu áður.

Hægt er að skrá sig í móttöku Ljóssins í síma: 561-3770 eða í hlekknum hér.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.