Fréttir

15
jan
2025

Skattafrádráttur vegna styrkja til Ljóssins

Kæri Ljósavinur, Takk innilega fyrir að styrkja Ljósið. Nú er sá tími árs sem einstaklingar undirbúa skil á skattframtölum sínum. Við minnum þig á að þú getur sótt skattafrádrátt ef árlegt framlag er yfir tíu þúsund krónur. Upplýsingar um Ljósið ættu að birtast sjálfkrafa inn á skýrslunni þinni ef kennitala fylgir þinni skráningu. Ef Ljósið er ekki að birtast á

Lesa meira

15
jan
2025

Leitað að þátttakendum í rannsókn

Kæru vinir, Á næstu dögum verður sendur út tölvupóstur frá Ljósinu þar sem óskað er eftir þátttakendum í rannsókn. Díana Sif Ingadóttir, meistaranemi í heilbrigðisvísindum, mun koma til með að framkvæma meistararannsókn í Ljósinu og óskar eftir þátttakendum til að svara rafrænum spurningalista. Rannsakað verður tengsl seiglu við andlega heilsu einstaklinga sem hafa greinst með krabbamein. Þátttakendur þurfa að hafa verið

Lesa meira

14
jan
2025

Ljósið Rokkar – Tónleikar til styrktar Ljósinu

Ljósið Rokkar er einstök tónlistarveisla sem verður haldin til minningar um Apríl Stjörnu á Gauknum sunnudaginn 9.febrúar næstkomandi. Markmið tónleikanna er að vekja athygli á mikilvægu og ómetanlegu starfi Ljóssins og safna fjármagni til að tryggja áframhaldandi stuðning fyrir þá sem þurfa á því að halda. Kvöldið verður fullt af kraftmiklum tónlistarflutningi, gleði og samstöðu, þar sem listamenn koma fram og

Lesa meira

8
jan
2025

Vinkonur með hjartað á réttum stað í byrjun árs

Við fengum á dögunum góða heimsókn þegar Jóna Lárusdóttir kom í forsvari vinkonuhóps sem færði Ljósinu myndarlegan styrk í starfsemina. Þær Jóna, Hjördís, Arna, Berglind, Rósa, Hildigerður og Sigríður Ósk tilheyra þessum góða hóp. Hjartans þakkir fyrir ykkar framlag, það nýtist sannarlega vel í starfsemina. Á myndinni má sjá Jónu Lárusdóttir færa Erlu Jóhannsdóttir frá Ljósinu styrkinn góða.

3
jan
2025

Glódís Perla færði Ljósinu eina milljón króna

Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, endaði síðasta ár sannarlega með stæl. Eftir magnað ár í fótboltanum lét hún gott af sér leiða með því að bjóða upp áritaða landsliðstreyju úr leik Íslands og Þýskalands og láta allan ágóða renna til Ljóssins. Guðmundur Kristjánsson, kenndur við Brim, keypti treyjuna á eina milljón króna og mættu þau Glódís í Ljósið á

Lesa meira

2
jan
2025

Eldhús Ljóssins lokað 2. og 3. janúar 2025

Gleðilegt ár kæru vinir, Vegna óviðráðanlegra orsaka verður eldhús  Ljóssins lokað í dag og á morgun. Við biðjumst velvirðingar á þessu en hlökkum til að bjóða upp á heilnæman og hollan hádegismat strax eftir helgi.  

21
des
2024

Hátíðarkveðja úr Ljósinu

Kæru vinir, Við sendum ykkur okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Megi hátíðarnar færa ykkur öllum góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Við hugsum með þakklæti til allra góðu stundanna sem við höfum átt með ljósberum, aðstandendum og velvildarfólki Ljóssins á árinu sem er að kveðja. Jólakveðjur, Starfsfólk Ljóssins

20
des
2024

Ljósið fer í jólafrí

Kæru vinir, Ljósið fer í jólafrí frá og með mánudeginum 23. desember fram yfir nýja árið. Lokað verður á Þorláksmessu. Við opnum svo aftur á nýju ári fimmtjudaginn 2. janúar. Hafið það sem allra best í jólafríinu, við hvetjum ykkur eindregið að huga vel að heilsunni í fríinu, jafnt líkamlegri sem og andlegri heilsu. Með kærri jólakveðju, Starfsfólk Ljóssins  

20
des
2024

Íslenska Gámafélagið veitir Ljósinu 2 milljóna króna styrk

Íslenska Gámafélagsið veitti Ljósinu veglegan styrk að upphæð 2 milljónir króna fyrr í dag. Styrkurinn mun renna í húsnæðissjóð Ljóssins. Fulltrúar frá Íslenska Gámafélaginu, þau Auður Pétursdóttir, Ásta María Harðardóttir, Ólafur Thordersen og Ljiljana Tepsic, heimsóttu Ljósið til að afhenda styrkinn og fengu tækifæri til að kynna sér starfsemina og hitta starfsfólk Ljóssins. „Við hjá Íslenska Gámafélaginu leggjum mikla áherslu

Lesa meira

20
des
2024

Færði Ljósinu styrk á afmælisdegi móður sinnar

Unnar Bjarnason færði mömmu sinni ógleymanlega gjöf á afmælisdaginn hennar í dag –  styrk að upphæð 200.000 krónur til Ljóssins, þar sem hún hefur sótt þjónustu. Styrkurinn er afrakstur elju og skipulagsgleði Unnars, sem safnaði upphæðinni með sölu á sérmerktum treyjum fyrir bumbu körfuboltalið KR. Með þessu fallega framtaki vildi hann bæði heiðra móður sína og styðja við starfsemi Ljóssins,

Lesa meira