Fréttir

17
júl
2019

Flottir bolir frá Macron til styrktar Ljóssins

Kæru vinir, Við bjóðum nú til sölu vel gerða Macron íþróttaboli sem eru sérmerktir Ljósinu.  Bolirnir fást í karla- og kvennasniðum í stærðum XS – 4XL og eru léttir og sérlega góðir hlaupabolir. Þeir eru kjörin eign fyrir þá sem ætla að hlaupa fyrir okkur í Reykjavíkurmaraþoninu eða vilja stunda hreyfingu/líkamsrækt og vekja athygli á Ljósinu í leiðinni.  Um er

Lesa meira

26
jún
2019

Vegan heilsa – heilsuráðstefna

Hvaða áhrif hefur vegan mataræði á heilsu? Vegan heilsa – er heilsuráðstefna sem verður haldin í Silfurbergi í Hörpu 16.október 2019. Elín Skúladóttir er skipuleggjandi ráðstefnunnar, Elín greindist með krabbamein og fór í gegnum lyfjameðferð og skurðaðgerð. Á milli lyfjagjafa fór Elín hamförum í eldhúsinu og las sér til um rannsóknir vegan fæðis. Elín mun segja sína sögu um breytingu

Lesa meira

19
jún
2019

Fjölskyldudagur á Esjunni

Það var flottur hópur sem lagði á Esjuna í dag í fjölskyldugöngu Ljóssins. Gleðin skein úr hverju andliti og margir sigrar unnir í dag. Þjálfararnir okkar byrjuðu á skemmtilegri upphitun með dansi og söng. Innilegar þakkir fyrir daginn.

13
jún
2019

Íslandsbanki hjálpar Ljósinu

Ofurfólkið í lögfræðideild Íslandsbanka leit við hjá okkur í gær, skellti sér í gúmmítútturnar og hentist út í garð. Við erum ofursæl með að fá þetta frábæra fólk til að hjálpa okkur að halda við beðunum og öðru í garðinum sem við höfum ekki tök á að komast í. Við sendum okkar allra bestu þakkir til Íslandsbanka.

12
jún
2019

Fjölskylduganga Ljóssins á Esjuna

Miðvikudaginn 19. júní klukkan 11:00 höldum við í árlega fjölskyldugöngu Ljóssins á Esjuna. Mæting er í Esjustofu milli 10:30 og 10:50. Starfsfólk Ljóssins verður í gulum vestum í fjallinu til þess að tryggja að allt gangi vel fyrir sig. Við hvetjum ykkur öll til þess að reima á ykkur gönguskóna og njóta með okkur. Minnum að sjálfsögðu alla til að

Lesa meira

11
jún
2019

“Aðstandendur upplifðu það að fá úrlausnir”

Nú á vordögum kláraði Helga Jóna, iðjuþjálfi í Ljósinu, meistaragráðu í Fjölskyldumeðferð.  Við fengum Helgu Jónu til að setjast niður í smá stund og segja okkur frá náminu og lokaverkefninu. Geturðu sagt mér aðeins frá náminu? Ég útskrifaðist úr fjölskyldumeðferðarnámi í júní 2016, (90 ECTS diplómanám á meistarastigi) frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Það nám fékk ég svo metið inn á

Lesa meira

5
jún
2019

Gleði í árlegu pallafjöri Ljóssins

Það er óhætt að segja að gleðin hafi verið völd í gær þegar árlegt pallafjör Ljóssins fór fram í blíðskapar veðri á Langholtsveginum. Boðið var upp á dýrindis grillmat og tónlistaratriði, og í lokin heiðruðum við alla ótrúlegu sjálfboðaliðana sem sjá til þess að daglegur rekstur Ljóssins gangi smurt fyrir sig. Takk kærlega allir sem sáu sér fært að mæta.

Lesa meira

5
jún
2019

Jóga í Ljósinu í sumar

Á miðvikudögum og föstudögum í sumar mun Eyrún Ólöf Sigurðardóttir leiða jógatíma í Ljósinu. Eyrún hefur iðkað jóga og hugleiðslu síðan hún var unglingur og lærði hatha og vinyasa-kennslu í Jógastúdíó. Tímarnir samanstanda af jógateygjum og öndunar- og styrktaræfingum, og eru með jóga nídra ívafi. Reynsla af jóga er ekki nauðsynleg. Tímarnir hefjast klukkan 9:30 og við hlökkum til að

Lesa meira

31
maí
2019

Þjálfarar í fríi – Uppfært – Komin afleysing

Við flytjum ykkur þær gleðifréttir að við erum komin með afleysingu í tímum í líkamsræktarsal Ljóssins sem og í Hreyfingu á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum, á meðan þjálfarar Ljóssins fara í námsferð vikuna 11.-14. júní. Þetta þýðir að einungis tímar fyrir konur á aldrinum 20-45 ára falla niður þá vikuna. GAMALT: Þjálfarateymið í Ljósinu fer í fræðsluferð vikuna 10-14 júní

Lesa meira

28
maí
2019

Nýtt í sumar – Spjall og styrkur

Á fimmtudögum í sumar milli 10:30-12:00 munum við bjóða nýjum meðlimum í endurhæfingunni upp á fræðslu og stuðning. Markmiðið er að nýgreindir fái fræðslu, umræður og vandaða fyrirlestra ásamt stuðning til að takast á við breytt lífsskilyrði í kjölfar veikinda og létt geta undir í uppbyggingarferlinu. Skráning er hafin í móttöku en frekari upplýsingar má finna hér.