Fréttir

18
mar
2024

BPW konur færðu Ljósinu veglegan styrk

Félagskonur í BPW á Íslandi litu við hjá okkur í síðustu viku og færðu Ljósinu rúmlega 350.000 króna styrk. Upphæðin er afrakstur fjáröflunar sem fram fór 2.-3. mars þegar hópur BPW kvenna seldi vönduð og falleg notuð föt í Kolaportinu. Framlagið færa þær Ljósinu í nafni Jónu Lindu Hilmisdóttur, klúbbkonu og vinkonu sem kvaddi í fyrra eftir baráttu við krabbamein,

Lesa meira

18
mar
2024

Nýr litur á heimilið til styrktar Ljósinu?

Meðlimir í Flügger Andelen fá 30% afslátt af málningu í verslunum Flügger dagana 18.-25. mars. 5% af kaupunum renna til þess félags sem þú velur, og viti menn; Ljósið er einmitt þar á skrá! Svona málar þú til góðs Finndu vörurnar sem þú þarft í málningarverkið þitt í næstu verslun Flügger. Þegar þú kaupir þá skaltu taka fram að þú

Lesa meira

11
mar
2024

Bílastæði við Ljósið

Kæru vinir, Eins og flestir vita eru bílastæðin í kringum Ljósið af skornum skammti, því miður. Með viljann að vopni og jákvæðnina í farteskinu hefur okkur tekist að vinna með þau stæði sem eru til staðar og fólk komist í endurhæfinguna til okkar. Þó að stundum þurfi að leggja fjær og ganga smá spöl. Af gefnu tilefni langar okkur langar

Lesa meira

7
mar
2024

Lokað í íþróttasal eftir hádegi 14.mars

Kæru vinir, Fimmtudaginn næstkomandi 14.mars verður lokað í líkamlegu endurhæfingunni frá klukkan 12.00. Þjálfararnir okkar nýta daginn til endurmennturar og mæta tvíefldir til leiks föstudagsmorgun. Við hvetjum ykkur til að hreyfa ykkur heimafyrir eða fara út í ferska loftið. Kær kveðja, starfsfólk Ljóssins  

4
mar
2024

Fræðsla þjálfara og kynning frá Eirberg

Fimmtudaginn 14. mars kl; 10:00 verður fræðsla frá þjálfurum Ljóssins ásamt kynningu á stuðningsvörum frá Eirberg. Er fræðslan hugsuð fyrir konur sem hafa undirgengist aðgerð á brjósti eða eru á leið í aðgerð. Skráning í móttöku Ljóssins

27
feb
2024

Gengur 940 kílómetra til styrktar Ljósinu

Jakobsvegur er mörgum kunnugur en þá leið ætlar Sveinn Jónsson að ganga nú í vor til minningar um eiginkonu sína sem lést um aldur fram úr krabbameini fyrir tæpum 30 árum síðan, einungsi 31 árs gömul. Með göngunni vill Sveinn einnig safna áheitum fyrir Ljósið og varpa ljósi á starfsemina sem hann er sannfærður um að hefði skipt sköpum í

Lesa meira

27
feb
2024

Ljósið með tvær tilnefningar til Lúðursins 2024

Við erum stolt að Ljósið hefur verið tilnefnt til Íslensku auglýsingaverðlaunanna, Lúðursins, í ár fyrir vitundarvakninguna Klukk, þú ert’ann. Herferðin var unnin í samstarfi við auglýsingastofuna Hér og nú, framleiðslufyrirtækisins Skot auk fleirri góðra aðila og er tilnefnd í tveimur flokkum; Almannaheill – kvikmynduð auglýsing og Almannaheill – herferð. Það er ÍMARK, í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA), sem

Lesa meira

19
feb
2024

Samfrímúrarastúkan Baldur færði Ljósinu styrk

Samfrímúrararstúkan Baldur kom færandi hendi í dag og færðu Ljósinu 250.000 krónur í húsnæðissjóð Ljóssins. Fyrir hönd félagsins mættu Snjólaug Steinarsdóttir, meistari stúkunnar og Dóra Ingvadóttir, gjaldkeri, færðu Ernu Magnúsdóttur styrkinn en þeim til halds og traust voru Beggi okkar og Sigrún en þau eru einmitt í stjórn Baldurs. Einu sinni á ári færir stúkan góðu félagi styrk og í

Lesa meira

19
feb
2024

Árshátíð Bergmáls 2024

Laugardaginn 24. febrúar standa vinir okkar hjá styrktar- og líknarfélaginu Bergmáli fyrir árlegri árshátíð sinni. Eins og margir vita veitir Bergmál ljósberum mikinn stuðning í margvíslegu formi og ber þar helst að nefna árlega orlofsviku þar sem þjónustuþegum Ljóssins stendur til boða að hvílast í heila viku að kostnaðarlausu í heilandi umhverfi Sólheima í Grímsnesi. Von er á góðum gestum

Lesa meira

14
feb
2024

Fækkum, flokkum og röðum með Virpi Jokinen

Fimmtudaginn 22. febrúar klukkan 10:00 mun Virpi Jokinen, fyrsti vottaði skipuleggjandinn (e. Professional Organizer) hér á landi, halda erindi í Ljósinu. Við erum sífellt að takast á við breyttar aðstæður sem hafa oft í för með sér ofgnótt af hlutum. Og stundum er ekki auðvelt að eiga við þetta allt, að minnsta kosti ekki ein og óstudd. Skipulagsleysi getur endurspeglast

Lesa meira