Í síðustu viku komu fulltrúar frá Rebekkustúku nr. 4, Sigríður, sem tilheyra Oddfellow reglunni, með veglegan styrk til Ljóssins. Styrkurinn fer beint í húsnæðissjóð okkar, sem hefur það markmið að fjármagna nýtt og stærra húsnæði, þar sem núverandi húsakynni eru komin að þolmörkum. Oddfellow systur starfa innan regludeilda sem kallast Rebekkustúkur. Reglan leggur ríka áherslu á að styðja við góðgerðarmál
Bleikur október í Bústaðakirkju er dagskrá sem helguð er stuðningi við þau fjölmörgu sem glíma við krabbamein og aðstandendur þeirra. Hluti af dagskránni eru hádegistónleikar alla miðvikudaga í október kl. 12:05. Dagskrá tónleikaraðarinnar er eftirfarandi: 2.okt – Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Jónas Þórir. 9.okt – Ættjarðarlög, 80 ára afmæli lýðveldisins. Kammerkór Bústaðarkirkju og einsöngvarar úr kórnum syngja undir stjórn Jónasi
Áhrif greiningar og krabbameinsmeðferðar á taugakerfið eru umtalsverð. Í dag, mánudaginn 30. september, mun Alda Pálsdóttir, iðjuþjálfi og jógakennari taka á móti þjónustuþegum Ljóssins og þeirra aðstandendum og fjalla um ósjálfráða taugakerfið og leiðir til að kynnast því og sjálfu sér. Hún mun segja frá áreitisþröskuldinum og ræða leiðir til að takast á við streitu og aðferðir til að auka
Þriðjudaginn 8. október klukkan 13:30 verður fræðslufyrirlestur og kynning á stoðvörum fyrir þau sem hafa undirgengist skurð vegna brjóstakrabbameins eða eru á leið í skurðaðgerð. Það er mikilvægt fyrir þau sem gangast undir aðgerð á brjósti að huga vel að þjálfun og hreyfingu að aðgerð lokinni. Við inngrip sem þetta er ekkert óeðlilegt að skerðing á hreyfigetu verði í kjölfarið
Ert þú að leita að leiðum til að gera góðverk? Þá er styrkur til Ljóssins frábær leið til að ná því markmiði. Samkvæmt lögum sem tóku gildi í lok árs 2021, geta bæði einstaklingar og fyrirtæki sem styrkja Ljósið fengið skattaafslátt. Einstaklingar geta fengið allt að 350.000kr frádrátt frá tekjuskattstofni sínum, en fyrirtæki geta fengið allt að 1,5% afslátt af
Ljósið er stolt af því að tilkynna að við höfum fengið jafnlaunastaðfestingu frá Jafnréttisstofu. Markmið Ljóssins er að skapa vinnustað þar sem jafnrétti kynjanna er virt og allir starfsmenn njóta sömu tækifæra til starfsþróunar og fræðslu. Jöfn laun skulu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf, óháð kyni, uppruna eða öðrum óviðkomandi þáttum. Við höfum innleitt jafnlaunakerfi samkvæmt ÍST 85:2012, í
Prjónahópurinn úr Ljósinu hefur svo sannarlega ekki setið auðum höndum síðustu mánuði en þar hafa verið handprjónaðir um fimmtíu sjúkrabílabangsar. Í gær fengum við skemmtilega heimsókn frá Slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum þegar prjónahópurinn afhenti bangsanna. Þau munu sjá um að gefa þá til barna sem þurfa á þeirra þjónustu að halda í flutningum, til að veita þeim öryggi í erfiðum aðstæðum.
Kæru vinir. Þeir einir sem hafa verið í þeirri stöðu þekkja tilfinningaskalann sem fylgir því að greinast með krabbamein. Við vonum að þið hafið öll notið góðs af endurhæfingunni og stuðningi Ljóssins. Það hefur allaf verið markmið í Ljósinu að þau sem þurfa endurhæfingu geti gengið að henni hjá okkur án biðlista og með lágmarkskostnaði. Ljósið tekur á móti öllum
Tilfinningarnar voru við völd þegar nýju Ljósavinaverkefni var ýtt úr vör með pompi og prakt á Sjálandi fyrr í vikunni. Verkefnið ber yfirskriftina Hópar landsins láta Ljósið skína, en það sýnir hvernig endurhæfingin og stuðningurinn í Ljósinu hefur margföldunaráhrif inn í margvíslega hópa sem þau sem greinast með krabbamein tilheyra. Hvernig Ljósið grípur þinn hópmeðlim þegar hann greinist með krabbamein,
Hreint hefur síðastliðin 14 ár haldið golfmót fyrir viðskiptavini sína, birgja og velunnara. Síðustu 10 ár hefur skapast sú hefð að aðalverðlaun mótsins er styrkur til góðgerðarmálefnis sem sigurvegari mótsins velur og nemur fjárhæðin 150.000 krónum. Mótið í ár fór fram á Urriðavelli, hinum glæsilega golfvelli Golfklúbbsins Odds, og var það vel sótt að venju. Eftir spennandi og skemmtilega keppni