Fréttir

3
jún
2020

Námskeið fyrir fullorðna aðstandendur hefst á morgun

Á morgun, fimmtudaginn 4. júní, hefst hjá okkur námskeið fyrir aðstandendur krabbameinsgreindra 20 ára og eldri. Eins og þeir sem til þekkja snertir krabbamein alla fjölskylduna og nærumhverfi ef einn greinist. Þessum einstaklingum höfum við í Ljósinu beint athyglinni að til fjölda ára, samhliða krabbameinsgreindum, því þörfin er brýn og það sýnir sig best á þeim fjölda sem til okkar

Lesa meira

29
maí
2020

Eingreiðslur berast til árlegra Ljósavina í dag

Kæru vinir, Með stuðningi Ljósavina hefur markmið Ljóssins að bæta lífsgæði krabbameinsgreinda með faglegri heildrænni endurhæfingu og stuðningi, bæði við þá sem greinast og aðstandendur þeirra, orðið að veruleika. Í upphafi árs sóttu 500 manns þjónustu Ljóssins í hverjum mánuði, ýmist í viðtöl við fagaðila, námskeið, fræðslu, þjálfun, handverk og fleira en dagskrárliðir Ljóssins eru yfir 40 talsins. Að auki

Lesa meira

28
maí
2020

Stundaskrá – Júní 2020

Tíminn flýgur og hinu megin við helgina hefst júní dagskrá Ljóssins. Frá og með þriðjudeginum verður fjöldi í húsi ekki lengur takmarkaður. Áfram verður að sjálfsögðu gætt fyllsta hreinlætis í húsakynnum okkar og rými sótthreinsuð reglulega. Við hvetjum til handþvotts og handspritts, og biðjum þá einstaklinga sem finna fyrir kvefeinkennum að bíða með komu í Ljósið. Hér má nálgast stundaskránna

Lesa meira

27
maí
2020

Markþjálfun aftur af stað í Ljósinu

Fáðu hjálp við að skilgreina markmið þín og aðstoð við að ná þeim! Nú eru bókanlegir tímar hjá Matta Ósvald, heilsuráðgjafa og vottuðum PCC markþjálfa, á miðvikudögum og föstudögum og hjá Ingibjörgu Kr. Ferndinands, markþjálfa,  á föstudögum. Endurhæfingarferlið felur í sér margar áskoranir og er kjörið tækifæri til þess að hrista upp í vananum og setja stefnuna í þá átt

Lesa meira

20
maí
2020

Aðalfundur Ljóssins 2020

Aðalfundur Ljóssins verður haldinn miðvikudaginn 3. júní næstkomandi klukkan 17:00 í húsakynnum Ljóssins að Langholtsvegi 43. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Allir velkomnir. Kærar kveðjur, Stjórn Ljóssins

18
maí
2020

Lokað á Uppstigningardag

Kæru vinir, Lokað verður í Ljósinu fimmtudaginn 21. maí. Við opnum aftur á föstudag með heitt á könnunni og marga dagskrárliði. Hafið þó í huga að nauðsynlegt er að hringja í móttöku Ljóssins og bóka tíma í alla þjónustu.

13
maí
2020

Handverk hefst að nýju

Starfsemi Ljóssins er hægt og rólega að komast af stað aftur eftir tímabundna lokun vegna Covid19. Nú er komið að því að bæta handverki í stundaskrá en byrjað verður á þremur dagskrárliðum: Prjónahópur Föstudaginn 15.maí hittist prjónahópurinn að nýju Tímasetning 10:00-14:00 Myndlist Miðvikudaginn 20.maí hefst byrjendanámskeiðið í myndlist Í boði verða tveir hópar: Annars vegar milli 9:00-12:00 og hins vegar

Lesa meira

12
maí
2020

Þú ert í raun sterkari en þú heldur

Kristófer Orri Svavarsson er 18 ára nemandi á félagsfræðibraut í Kvennaskólanum í Reykjavík. Kristófer er fróðleiksfús, finnst gaman að læra og komast að nýjum hlutum og ver því frítíma sínum oftast í lestur. Einnig hefur hann mjög gaman að stuttmyndagerð og í raun öll sem kemur að vinnslu myndefnis. „Ég hef búið sjálfur til nokkrar stiklur af einum af mínum

Lesa meira

11
maí
2020

Breyting á stundaskrá: Slökunarjóga og ganga

Hér í Ljósinu er staðan metin á hverjum degi og stundaskrá endurskoðuð vikulega með tilliti til reglna yfirvalda. Það gleður okkur ómælt að segja ykkur frá því að Arna jógakennari býður nú Ljósbera velkomna í slökunarjóga á miðvikudögum og föstudögum klukkan 9:00 og 10:00. Nauðsynlegt er að festa tíma með að hringja í móttöku Ljóssins í síma 561-3770. Frá og

Lesa meira

6
maí
2020

Stundaskrá – Maí 2020

Stundaskrá Ljóssins fyrir maí 2020 er nú tilbúin til niðurhals. Til að byrja með verður nauðsynlegt að bóka pláss í alla dagskrárliði. Hámarksfjöldi er takmarkaður og eru til að mynda ekki fleiri en 10 manns í göngum, 6 manns í þjálfun í tækjasal og 4 manns í þjálfun fyrir þær sem hafa nýlega gengist undir aðgerð á brjóstum. Að sjálfsögðu

Lesa meira