Fréttir

23
apr
2025

Landsbyggðardeild Ljóssins: Endurhæfing um allt land

Frá árinu 2020 hefur Ljósið veitt fjarheilbrigðisþjónustu fyrir einstaklinga með krabbamein sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Markmiðið er að veita aðgengi að sérhæfðri og einstaklingsmiðaðri endurhæfingu – sama hvar fólk býr. Fjölmargir skjólstæðingar hafa nýtt sér þetta úrræði með góðum árangri og í dag býður Ljósið upp á: Viðtöl við fagaðila á borð við iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, næringarfræðinga o.fl. í gegnum

Lesa meira

23
apr
2025

Að halda í jafnvægið yfir sumarið – fræðsluerindi í Ljósinu

Mánudaginn 28. apríl kl. 16:30–17:30 býður Guðrún Friðriksdóttir, iðjuþjálfi hjá Ljósinu, upp á fræðsluerindi um mikilvægi jafnvægis og endurhæfingar á sumrin. Sumarið getur verið dásamlegt – en líka krefjandi. Breytt fjölskyldurútína, væntingar samfélagsins um að við „njótum í botn“ og lengri dagar geta haft áhrif á líðan og orku. Hvernig sinnum við andlegri og líkamlegri heilsu án þess að fara

Lesa meira

23
apr
2025

Gleðilegt sumar!

Starfsfólk Ljóssins sendir ykkur öllum hlýjar kveðjur fyrir þennan fyrsta dag sumars. Lokað er í Ljósinu á morgun, Sumardaginn fyrsta. Við vonum að þið séuð að hafa það sem allra best og hlökkum til að eiga góðar stundir með öllu okkar fólki í sumar; þjónustuþegum, aðstandendum, samstarfsfólki og Ljósavinum.

22
apr
2025

Kaupmannasamtök Íslands styrkja Ljósið

Af öllu hjarta þökkum við Kaupmönnum Íslands fyrir að færa Ljósinu gjöf sem yljar líkama og sál. Á dögunum fengum við góða heimsókn frá fulltrúum Kaupmannasamtaka Íslands. Með þeirra rausnarlega stuðningi höfum við sett upp glænýtt eldhús þar sem grænmetisréttir eru eldaðir frá grunni – með kærleika í hverri skeið. Við getum nú tekið á móti fleiri gestum í fallegum

Lesa meira

16
apr
2025

Kiwanisklúbburinn Hekla færði Ljósinu rausnarlegan styrk

Kiwanisklúbburinn Hekla kom til okkar á Langholtsveginn á dögunum og færðu Ernu Magnúsdóttir framkvæmdarstýru Ljóssins rausnarlegan styrk í starf Ljóssins. Þeir Ólafur G Karlsson, formaður styrktarnefndar klúbbsins og Birgir Benediktsson komu fyrir hönd klúbbsins. Við færum þeim okkar bestu þakkir, en þess má geta að þessi góði klúbbur hefur styrkt Ljósið reglulega síðastliðin 20.ár.

16
apr
2025

Opnunartími Ljóssins um páskana 2025

Kæru vinir, Við óskum ykkur öllum góðra og gleðilegra páska. Lokað verður í Ljósinu verður frá 17.- 21.apríl. Opnum aftur þriðjudaginn 22. apríl. Hafið það gott yfir hátíðirnar! Páskakveðja, Starfsfólk Ljóssins      

8
apr
2025

Vilt þú hlaupa með okkur?

eftir Sólveigu K. Pálsdóttur Það er komið að því! Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka nálgast óðfluga – og við í Ljósinu erum að gera okkur tilbúin að vanda. Það er alltaf sérstök tilfinning þegar maraþonundirbúningurinn fer af stað; við verðum auðmjúk og þakklát fyrir allt fólkið sem hefur hlaupið fyrir okkur í gegnum árin en líka full af tilhlökkun fyrir skráningarhátíðinni og maraþondeginum

Lesa meira

7
apr
2025

Þrek og tár – Magnaður vinskapur í Ljósinu

Það má segja að það hafi verið töfrar í loftinu þegar hópurinn Þrek og tár mætti í kveðjutíma í Þol og Styrk í líkamlegu endurhæfingunni í Ljósinu á dögunum. Þær komu sáu og sigruðu, allar í stíl í sérmerktum bolum og færðu þær þjálfurunum einnig boli til að vera með í stemningunni. Þetta er einn af mögnuðu hópunum sem myndast

Lesa meira

3
apr
2025

Leitum að vitnum vegna óhapps við Ljósið

Miðvikudaginn 26. mars átti sér stað óhapp þegar ekið var utan í bíl sem staðsettur var í bílastæði undir gluggum handverksrýmis Ljóssins. Við óskum eftir því að sá sem kann að hafa átt í hlut eða einhver sem varð vitni að atvikinu hafi samband svo hægt sé að setja tjónið í farveg tryggingafélaga. Ef þú hefur einhverjar upplýsingar um málið,

Lesa meira

31
mar
2025

Átt þú eftir að klára leirmun?

Varst þú að klára leirlistarnámskeið og náðir ekki að klára leirmuni? Þá vilt þú ekki missa af þessu tækifæri! Þann 10. apríl kl 12:30 er hægt að skrá sig til að koma og klára leirmuni sem náðist ekki á námskeiðunum sem var að ljúka. Athugið, takmarkað pláss – Skráning fer fram í móttöku