Tag: Gjöf

20
ágú
2020

Finni fagnaði 90 árum og færði Ljósinu rúmar 350 þúsund krónur

Í dag fengum við skemmtilega heimsókn í Ljósið þegar Sigurfinnur Jónsson frá Sauðárkróki leit við ásamt fjölskyldu sinni, og færði Ljósinu rúmar 350 þúsund krónur að gjöf. Í lok árs 2016 greindist dóttir Sigurfinns, Elsa Sigurfinnsdóttir, með krabbamein og hefur síðan þá sótt endurhæfingu í Ljósið. Í þakkarskyni fyrir alla þá þjónustu sem Elsa hefur sótt á Langholtsveginn valdi Finni,

Lesa meira

14
ágú
2020

Önnur leið að bjartri framtíð

Anna Guðmundsdóttir og Kristján Ingi Óskarsson fögnuðu nýlega fimmtugsafmælum sínum með vinum og vandamönnum. Á þessum miklu tímamótum vildu þau þakka fyrir það góða viðmót og þjónustu sem sonur þeirra, Andri Fannar, hefur fengið í Ljósinu. Þau ákváðu því að afþakka allar gjafir en í staðinn hvetja gesti sína til að gefa til Ljóssins. Úr varð veglegur styrkur sem hefur

Lesa meira

25
okt
2019

Færði Ljósinu gjöf í tilefni 90 ára afmælis síns

Síðastliðinn þriðjudag leit Sesselja Sigurðardóttir við hjá okkur í Ljósinu og afhenti rausnarlega peningagjöf sem vinir og ættingjar hennar lögðu til  þegar hún hélt upp á 90 ára afmælið sitt nýverið. Sesselja þekkir vel til starfs Ljóssins en til okkar hafa nánir fjölskyldumeðlimir hennar sótt þjónustu. Það var mikið fagnað í myndlistinni, sem þá var í gangi í salnum, þegar

Lesa meira

14
okt
2019

Alexandra Helga safnaði 600 þúsund krónum fyrir Ljósið

Við segjum það oft í Ljósinu að við séum umkringd dásamlegu fólki sem geri það að verkum að endurhæfingarstarfið blómstri líkt og það gerir. Alexandra Helga er ein af þeim en í byrjun september ákvað hún að taka til í fataskápnum og halda í Trendport, sem er vettvangur fyrir fólk sem vill selja notaðar flíkur, með það að markmiði að

Lesa meira

25
sep
2019

Gjöf til Ljóssins

Margt smátt gerir eitt stórt! Í gegnum árin hefur Fjalar Hauksson fundið hversu miklu máli starf Ljóssins skiptir en móðir hans, Hrefna Sigurðardóttir, hefur sótt margvíslega þjónustu til okkar á Langholtsveginn. Í ár fagnaði Fjalar fertugsafmæli sínu og ákvað að því tilefni að afþakka allar gjafir og fá vini og vandamenn frekar til þess að gefa til starfs Ljóssins. Í vikunni

Lesa meira

30
jan
2019

Gleðilegt innlit í Ljósið

Nú í lok janúar færði Bessi Gíslason Ljósinu rausnarlega peningaupphæð til minningar um eiginkonu sína Unu Þóru Steinþórsdóttur.Una, sem lést í desember 2017, var yndisleg kona sem sótti margvíslega þjónustu í Ljósið en tilefni gjafarinnar var 70 ára afmæli Bessa þar sem hann lét allar peningagjafir renna að fullu í endurhæfinguna hjá okkur. Með honum í för voru tvö af

Lesa meira

21
jan
2019

Gjöf frá góðu fólki

Í dag færðu aðstandendur Evu Örnólfsdóttur Ljósinu að gjöf tvær over-lock saumavélar, kvengínu, straujárn og ermastraubretti auk fleiri verkfæra til nota í saumahorninu okkar, í minningu Evu. Eva sótti mikla fræðslu, afþreyingu og hreyfingu til okkar en þótti hvað skemmtilegast að mæta á saumanámskeiðin enda mikil hannyrðakona allt sitt líf. Það er von þeirra að með gjöfinni geti enn fleiri

Lesa meira

27
nóv
2018

Gjöf frá Fjallakofanum

„Okkur varð hugsað til Ljóssins því það er einn af þessum stöðum þar sem maður sér berum augum í hvað gjafirnar fara í. Við búum í hverfinu og höfum líka verið aðstandendur fólks sem hefur sótt þjónustu í Ljósið. Það skiptir máli að styðja við svona starf“ sagði Halldór Hreinsson þegar Birna Markús, íþróttafræðingur í Ljósinu tók á móti 60

Lesa meira