Fréttir

14
apr
2020

Veitum hvert öðru innblástur og gleði með skemmtilegum hugmyndum 

Nú er páskafríi lokið og starfsfólk Ljóssins komið aftur til starfa við heimakontórana. Það er skrýtin tilfinning að hitta ekki ljósberana við kaffivélina og heyra hvað á dagana hefur drifið. Við erum þó ekki þekkt fyrir ráðaleysi og langar okkur mjög að nýta tæknina betur til að heyra frá ykkur. Hvernig gengur ykkur öllum að halda ykkur virkum? Hafið þið

Lesa meira

4
apr
2020

Frá streitu til kyrrðar

Í þessu umróti sem við búum við þessa dagana gæti verið gott að róa hugann og setja orkuna í að styrkja andlega heilsu. Hjónin Baldvin og Kristín bjóða nú krabbameinsgreindum frítt hugleiðslunámskeið sem fer fram á netinu og þau bjóða einnig sérkjör fyrir aðstandendur. 5 grunnþarfir á 5 dögum Námskeiðið er byggt á hugmyndafræði jóga nidra, dáleiðslu og hugrænni atferlismeðferð.

Lesa meira

2
apr
2020

Símaþjónusta Ljóssins nú öflugri

Til að geta sinnt þeim sem eru að greinast eða eru nú þegar í endurhæfingu hjá Ljósinu höfum við aukið við þjónustu í símaveri okkar. Ef þú varst að greinast með krabbamein og þarft ráðleggingar, hafðu samband  í aðalnúmer Ljóssins 561-3770 og við veitum viðtal og svörum spurningum eftir bestu getu. Allt okkar starfsfólk er til taks og ykkur innan

Lesa meira

2
apr
2020

Skrifa niður og strika yfir!

eftir Guðbjörgu Dóru Tryggvadóttur, iðjuþjálfa í Ljósinu Þreyta og orkuleysi? Nú kinka margir kolli. Við vitum að fylgifiskar veikindanna er bæði líkamleg og andleg þreyta ásamt orkuleysi. Stundum er ákveðið mynstur í því. Skoðaðu hvort þú sjáir mynstur hjá þér með því að spyrja þig: Ertu atorkusamari á morgnana eða einmitt frekar síðdegis? Hvað gerir þú yfirleitt á morgnana sem

Lesa meira

2
apr
2020

Fyrir börnin – Páskaratleikur

eftir Elínborgu Hákonardóttur umsjónamann handverks Þar sem páskarnir eru á næsta leyti og flestir foreldrar leita nú logandi ljósi að afþreyingu fyrir börnin þá datt mér í hug að deila með ykkur því sem við fjölskyldan höfum gert. Fyrstu páskana með þeim harðsauð ég egg og litaði skurnina með matarlit og ediki. Eggin voru svo falin vítt og breitt í

Lesa meira

2
apr
2020

Vertu í bandi – Það skiptir máli

eftir Guðrúnu Friðriksdóttur, iðjuþjálfa í Ljósinu „Ég ætlaði einmitt að hafa samband við þig“ – hefur þú heyrt þetta? Hefur þú sagt þetta? Það geta alls konar ástæður legið að baki þegar við höfum ekki samband við fólk. Það er of mikið að gerast í kringum okkur eða of lítið að gerast og okkur finnst við ekki hafa neitt að

Lesa meira

2
apr
2020

Heilög þrenning og hamingjan – Gleði, geðrækt og góðverk

eftir Sigríði Kristínu Gísladóttur, iðjuþjálfa í Ljósinu Í ýmsum ævintýrum og bröndurum gerast hlutirnir þrisvar áður en þeir virka. Að endurtaka þrisvar sinnum hefur þannig ákveðinn töframátt og það að gefa sér ákveðinn tíma til iðkunar eykur líkur á ávinningi. Þrennt sem þér finnst fyndið: Það eru sterk tengsl á milli húmors og lífsánægju, húmor kallar fram gleði og gleði

Lesa meira

1
apr
2020

Heimaleikfimi er heilsubót

eftir Áslaugu Aðalsteinsdóttur, sjúkraþjálfara í Ljósinu Þrátt fyrir að ég hafi ekki verið innilokuð vegna veirufaraldurs áður þá hef ég sótt mikið í að henda í eina og eina æfingu, samhliða heimilistörfum og öðru stússi á heimavelli. Aðrir fjölskyldumeðlimir hafa ýmist hlegið, hrist höfuðið í hneykslan eða pirrast yfir þessu háttalagi. Í mínum huga er þetta bara sérlega góð nýting

Lesa meira

31
mar
2020

Tilkynning frá dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga

Dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga býður upp á símaþjónustu til kl. 22 á kvöldin virka daga. Frá og með 1. apríl mun starfsfólk dag- og göngudeildar blóð- og krabbameinslækninga bjóða upp á stuðning við sinn sjúklingahóp til kl. 22 alla virka daga. Tilgangurinn með þessu er að styðja betur við sjúklingahópinn og geta gripið fyrr inn í erfið einkenni

Lesa meira

30
mar
2020

Ekki sitja bara og bíða

eftir G. Hauk Guðmundsson, sjúkraþjálfara í Ljósinu Á tímum samkomubanns, sóttkvíar og einangrunar þá er auðvelt að láta tímann líða fyrir framan hina ýmsu skjái eða lesefni á pappírsformi. Það er eflaust eðlilegt í þessum kringumstæðum og hjálpar mörgum að stytta stundirnar, hvort sem við erum að spjalla við vini og vandamenn, horfa á myndbönd, lesa eitthvað eða spila tölvuleiki.

Lesa meira