Þegar þú styrkir Ljósið getur þú fengið afslátt af sköttunum þínum!
Þetta þýðir að stuðningur þinn við Ljósið hefur ekki bara áhrif á þau sem leita til okkar, heldur getur hann einnig lækkað skattbyrðina þína.
Hvernig virkar þetta?
Í lok árs 2021 voru sett lög sem gera það að verkum að einstaklingar sem styrkja góðgerðarfélög eins og Ljósið um 10.000 til 350.000kr á ári geta dregið upphæðina frá skattskyldum tekjum sínum það almanaksár. Gildir þetta um bæði mánaðarlegar greiðslur og staka styrki. Fyrir hjón eða sambúðarfólk er hámarksupphæðin 700.000kr.
Hvernig nýtir þú þér skattaafsláttinn?
Á hverju ári sér Ljósið um að tilkynna Skattinum um þá styrki sem einstaklingar og fyrirtæki leggja til Ljóssins.
Við látum Skattinn vita af styrknum þínum, hvort sem hann er stakur eða í gegnum mánaðarlegar greiðslur og þú færð þá upphæð inn á skattaskýrsluna þína. Afslátturinn er reiknaður út sjálfkrafa á sama tíma og skattframtali er skilað. Það eina sem þú þarft að gera er að styrkja Ljósið og við sjáum um restina!
Skattaafsláttur fyrir fyrirtæki
Fyrirtæki geta einnig fengið skattalækkun þegar þau styrkja Ljósið og getur afslátturinn numið allt að 1,5% af rekstrartekjum fyrirtækisins. Fyrirtæki þurfa að hafa kvittun sem sýnir fram á styrkinn til að fá skattaafsláttinn.
Styrkur sem skilar sér bæði til samfélagsins og þín
Með því að styrkja Ljósið hjálpar þú þeim sem þurfa á stuðningi að halda. Ljósið veitir faglega þjónustu í gegnum endurhæfingu, fræðslu og stuðning til þeirra sem greinast með krabbamein. Einnig fræðum við og styðjum aðstandendur þeirra frá 6 ára aldri.
Ljósið gæti ekki starfað án styrkja frá einstaklingum og fyrirækjum í samfélaginu. Hægt er að styðja við Ljósið með mánaðarlegum greiðslum eða með stökum styrkjum. Hver króna skiptir máli og gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða áfram upp á kostnaðarlausa endurhæfingu og stuðning fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra.
Nánari upplýsingar um skattafrádrætti vegna styrkja til félaga á almannaheillaskrá má finna á heimasíðu Skattsins hér.
Hægt er að gerast Ljósavinur með því að smella hér.
Styrktarreikningur Ljóssins: 0130-26-410420
Kennitala: 590406-0740
Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að styrkja Ljósið