Spjall og styrking – Fræðsla fyrir nýgreinda í sumar

Í sumar bjóðum við nýgreindum upp á fræðslu, umræður og vandaða fyrirlestra ásamt stuðning til að takast á við breytt lífsskilyrði í kjölfar veikinda undir nafninu Spjall og styrking.

Þeir fagaðilar sem flytja erindi hafa allir unnið með krabbameinsgreindum og hafa víðtæka reynslu og skilning á aðstæðum þátttakenda. Umsjón með fræðslunni er í höndum iðjuþjálfa, en aðrir sérfræðingar flytja einnig erindi.

Dagskrá:

Fimmtudagar kl. 10:30 – 12:00

24.júní – Líðan, virkni og stuðningur – Guðný Katrín iðjuþjálfi
1. júlí – Fjölskyldan og samskipti – Helga Jóna iðjuþjálfi
8. júlí –  Streita og bjargráð – Guðrún iðjuþjálfi
15. júlí – Slökun – Arna íþróttafræðingur
22.júlí – Sjálfstyrkur og sjálfsmynd – Elín Kristín sálfræðiráðgjafi
29. júlí – Hreyfing – Guðrún Erla íþróttafræðingur
5.ágúst – Þreyta og orkusparandi aðferðir – Kolbrún Halla iðjuþjálfi
12.ágúst – Markmiðasetning – Rúna iðjuþjálfi

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.