Fréttir

24
júl
2019

Nokkrar gullnar reglur um hlaup

Þessa dagana snýst lífið hjá mörgum um undirbúning fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Starfsfólk Ljóssins, margir ljósberar, vinir og vandamenn eru þar í hópi en Ljósið er eitt af þeim styrktarfélögum sem þátttakendur í maraþoninu geta heitið á. Frá því í vor hefur þjálfarateymi Ljóssins boðið upp á æfingar hvern þriðjudag svo þeir sem hlaupa geti fengið sem bestan undirbúning. Auk líkamlegrar

Lesa meira

17
júl
2019

Flottir bolir frá Macron til styrktar Ljóssins

Kæru vinir, Við bjóðum nú til sölu vel gerða Macron íþróttaboli sem eru sérmerktir Ljósinu.  Bolirnir fást í karla- og kvennasniðum í stærðum XS – 4XL og eru léttir og sérlega góðir hlaupabolir. Þeir eru kjörin eign fyrir þá sem ætla að hlaupa fyrir okkur í Reykjavíkurmaraþoninu eða vilja stunda hreyfingu/líkamsrækt og vekja athygli á Ljósinu í leiðinni.  Um er

Lesa meira

26
jún
2019

Vegan heilsa – heilsuráðstefna

Hvaða áhrif hefur vegan mataræði á heilsu? Vegan heilsa – er heilsuráðstefna sem verður haldin í Silfurbergi í Hörpu 16.október 2019. Elín Skúladóttir er skipuleggjandi ráðstefnunnar, Elín greindist með krabbamein og fór í gegnum lyfjameðferð og skurðaðgerð. Á milli lyfjagjafa fór Elín hamförum í eldhúsinu og las sér til um rannsóknir vegan fæðis. Elín mun segja sína sögu um breytingu

Lesa meira

19
jún
2019

Fjölskyldudagur á Esjunni

Það var flottur hópur sem lagði á Esjuna í dag í fjölskyldugöngu Ljóssins. Gleðin skein úr hverju andliti og margir sigrar unnir í dag. Þjálfararnir okkar byrjuðu á skemmtilegri upphitun með dansi og söng. Innilegar þakkir fyrir daginn.

13
jún
2019

Íslandsbanki hjálpar Ljósinu

Ofurfólkið í lögfræðideild Íslandsbanka leit við hjá okkur í gær, skellti sér í gúmmítútturnar og hentist út í garð. Við erum ofursæl með að fá þetta frábæra fólk til að hjálpa okkur að halda við beðunum og öðru í garðinum sem við höfum ekki tök á að komast í. Við sendum okkar allra bestu þakkir til Íslandsbanka.

12
jún
2019

Fjölskylduganga Ljóssins á Esjuna

Miðvikudaginn 19. júní klukkan 11:00 höldum við í árlega fjölskyldugöngu Ljóssins á Esjuna. Mæting er í Esjustofu milli 10:30 og 10:50. Starfsfólk Ljóssins verður í gulum vestum í fjallinu til þess að tryggja að allt gangi vel fyrir sig. Við hvetjum ykkur öll til þess að reima á ykkur gönguskóna og njóta með okkur. Minnum að sjálfsögðu alla til að

Lesa meira

11
jún
2019

„Aðstandendur upplifðu það að fá úrlausnir“

Nú á vordögum kláraði Helga Jóna, iðjuþjálfi í Ljósinu, meistaragráðu í Fjölskyldumeðferð.  Við fengum Helgu Jónu til að setjast niður í smá stund og segja okkur frá náminu og lokaverkefninu. Geturðu sagt mér aðeins frá náminu? Ég útskrifaðist úr fjölskyldumeðferðarnámi í júní 2016, (90 ECTS diplómanám á meistarastigi) frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Það nám fékk ég svo metið inn á

Lesa meira

5
jún
2019

Gleði í árlegu pallafjöri Ljóssins

Það er óhætt að segja að gleðin hafi verið völd í gær þegar árlegt pallafjör Ljóssins fór fram í blíðskapar veðri á Langholtsveginum. Boðið var upp á dýrindis grillmat og tónlistaratriði, og í lokin heiðruðum við alla ótrúlegu sjálfboðaliðana sem sjá til þess að daglegur rekstur Ljóssins gangi smurt fyrir sig. Takk kærlega allir sem sáu sér fært að mæta.

Lesa meira

5
jún
2019

Jóga í Ljósinu í sumar

Á miðvikudögum og föstudögum í sumar mun Eyrún Ólöf Sigurðardóttir leiða jógatíma í Ljósinu. Eyrún hefur iðkað jóga og hugleiðslu síðan hún var unglingur og lærði hatha og vinyasa-kennslu í Jógastúdíó. Tímarnir samanstanda af jógateygjum og öndunar- og styrktaræfingum, og eru með jóga nídra ívafi. Reynsla af jóga er ekki nauðsynleg. Tímarnir hefjast klukkan 9:30 og við hlökkum til að

Lesa meira

31
maí
2019

Þjálfarar í fríi – Uppfært – Komin afleysing

Við flytjum ykkur þær gleðifréttir að við erum komin með afleysingu í tímum í líkamsræktarsal Ljóssins sem og í Hreyfingu á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum, á meðan þjálfarar Ljóssins fara í námsferð vikuna 11.-14. júní. Þetta þýðir að einungis tímar fyrir konur á aldrinum 20-45 ára falla niður þá vikuna. GAMALT: Þjálfarateymið í Ljósinu fer í fræðsluferð vikuna 10-14 júní

Lesa meira