Um eitt hundrað hlauparar hlupu Miðfellshlaup í morgun en hlaupið í ár er til styrktar landsbyggðardeild Ljóssins.
Miðfellshlaup er hluti af átakinu „Heilsueflandi samfélag“ í Hrunamannahreppi sem er ætlað að hvetja íbúa sveitarfélagsins til reglulegrar hreyfingar. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, ræsti 5 kílómetra hlaupaleiðina sem lá frá bænum Miðfelli í átt að Flúðum.
„Við erum ótrúlega þakklát skipuleggjendum og öllum þeim sem hlupu í morgun og hjálpuðu okkur þannig að vekja athygli á nýstofnaðri Landsbyggðardeild Ljóssins. Deildinni er ætlað að styðja betur við þá sem greinast með krabbamein og búsettir eru á landsbyggðinni“ segir Erna Magnúsdóttir. „Við erum einnig þakklát veðurguðunum fyrir að gefa okkur frábært hlaupaveður“ bætir Erna við glöð í bragði.
Við leyfum myndunum tala sínu máli.
- Elísabet Yrsa sá um að klappa þáttakendur áfram
- Sumir fóru fótgangandi en aðrir í vögnum
- Þeir sem fóru 10 kílómetra hlupu frá Flúðum en sneru við á Miðfelli
- Upphitun
- Vatnspása eftir 5 km
- Klapphópurinn sá um að það vantaði ekki gleðina á Flúðum
- 5 kílómetrahópurinn við Miðfell
- Gleðin var við völd
- Fullt af góðu fólki
- Tvær af Miðfellssytrum
- Sigurður Ingi sá um að telja niður í 5 kílómetrahlaupinu
- Ungir menn með málstaðinn á hreinu
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.