Uppfærð útgáfa af heilsulausn Proency nú komin loftið

Það er með mikilli ánægju að við tilkynnum ykkur að Proency hefur sett í loftið uppfærða útgáfu af andlegu heilsulausn sinni.

Nú geta þeir sem eru í endurhæfingu hjá Ljósinu og nánustu aðstandendur óskað eftir aðgangi inn á kerfið með því að hafa samband við starfsfólk Ljóssins.

Markmiðið með lausninni er að gefa skjólstæðingum tækifæri til að fylgjast reglulega með andlegri heilsu sinni á sjónrænan og skýran hátt á persónulegu stjórnborði.

Uppfærslurnar á kerfinu eru m.a. hraðari mæling á andlegri heilsu, þar sem einfaldara er að svara spurningunum inn á sínu svæði og notendavænni útlitshönnun ásamt stafrænu námskeiði í andlegri þjálfun.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.