Fréttir

4
júl
2025

Þau hlaupa fyrir Þóru Maríu – og fyrir Ljósið

Það gleður okkur að segja frá einstöku framtaki sem hópur vinnufélaga Þóru Maríu frá Röntgendeild Landspítalans, ásamt fjölskyldu og vinum, stendur fyrir – en þau ætla að hlaupa saman til styrktar Ljósinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Þóra María greindist með brjóstakrabbamein á síðasta ári og hefur hún nýtt sér þá þjónustu sem Ljósið veitir fólki sem greinst hefur með krabbamein og

Lesa meira

30
jún
2025

Kærleikskonur hlaupa með hjartað – fyrir Ljósið

Í ár tekur sérstakur hópur kvenna þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka – hópur sem lætur sig varða, hópur sem hefur gengið í gegnum margt saman og sameinast nú í hlaupinu með eitt markmið: að lýsa upp leiðina fyrir aðra. Þær kalla sig Kærleikskonur – og það er engin tilviljun. Kærleikskonur hittust í Ljósinu haustið 2024, þar sem þær tóku þátt í

Lesa meira

27
jún
2025

Ljósið í gegnum árin – saga úr hjarta starfseminnar

Í tilefni af 20 ára afmæli Ljóssins settumst niður með Margréti Frímannsdóttir sem fékk nýverið þá heiðursnafnbót að vera verndari Ljóssins. Margrét byrjaði öflug strax frá byrjun í grasrótinni og hefur fylgt vegferð og uppbyggingu starfseminnar alla tíð. Var hún fyrsti formaður stjórnar hjá Ljósinu. Hér deilir hún reynslu sinni – frá fyrstu skrefum í endurhæfingu eftir krabbameinsgreiningu til dagsins

Lesa meira

26
jún
2025

Prjónahópur Ljóssins prjónaði fyrir Miu Magic

Prjónahópur úr Ljósinu hefur síðustu mánuði prjónað peysur á Miu Magic dúkkuna og hafa nú afhent afraksturinn til forsvarsmanna Miu Magic sem munu sjá til þess að peysurnar rati á réttan stað. Dúkkan er hönnuð fyrir veik börn þar sem hægt er að bæta á dúkkuna því sem er verið að vinna með barninu eins og t.d. æðaleggi, lyfjabrunn, hnapp

Lesa meira

26
jún
2025

Glæsilegt golfmót til styrktar Ljósinu

Sólstöðumót Lauga til styrktar Ljósinu fór fram um helgina í Grafarholti við frábærar aðstæður – logn og smávægileg rigning sem aðeins bætti stemninguna. Alls tóku 42 kylfingar þátt og skapaðist virkilega skemmtileg og hlýleg stemning á vellinum. Í ár söfnuðust alls 470.000 krónur sem rennur óskiptur til Ljóssins. Ljósið hefur fengið styrkinn afhent og var sérstaklega óskað eftir því að

Lesa meira

25
jún
2025

Rausnarleg gjöf: Handgerður keramikpottur frá Kretakotta prýðir nú Ljósið

Ljósið fékk nýverið fallegan keramikpott að gjöf frá hjónunum Kristínu Jónsdóttur og Rafni Magnússyni sem standa að smá­versluninni Kretakotta. Kristín hefur sjálf þurft að sækja endurhæfingu í Ljósið og vildu þau hjón nýta tækifærið til að þakka fyrir sig og gefa til baka. Potturinn er handgerður í bænum Thrapsano á Krít úr sérvöldum jarðleir sem „andar“, veðrast fallega og þolir

Lesa meira

13
jún
2025

Fjölskyldugangan 2025: Glampi, gleði og góð stemning

Það var sannkölluð gleðistemning við Hvaleyrarvatn í fyrradag þegar árlega fjölskyldugangan okkar fór fram með glæsibrag. Þrátt fyrir örlitla vætu lét enginn það trufla sig og Glampi, lukkudýr Ljóssins, vaknaði loksins úr dvala eftir langan vetur og tók á móti göngufólki með sínu einstaka brosi og glaðværð. Það var virkilega gaman að sjá hann aftur á meðal okkar! Við gengum

Lesa meira

12
jún
2025

Golfmót til góðs fyrir Ljósið

Það styttist í einn skemmtilegasta viðburð sumarsins – sólstöðumót Guðlaugs (Lauga) sem haldið verður til styrktar Ljóssins, laugardaginn 21. júní á Grafarholtsvelli. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir golfáhugafólk að sameina leikgleði og góðgerðarmál á bjartasta degi ársins! Allur ágóði rennur óskiptur til Ljóssins og því góð ástæða til að mæta, spila og styrkja mikilvægt starf. 📍 Staðsetning og tímasetning Hvar?

Lesa meira

10
jún
2025

Nýtt afgreiðslukerfi í Ljósinu

Kæru vinir, Fimmtudaginn 12. júní tökum við í notkun nýtt og nútímalegt afgreiðslukerfi. Þetta er fyrsta skrefið í breytingaferli sem miðar að því að gera tímabókanir og dagskrárupplýsingar aðgengilegri – bæði fyrir ykkur sem sækja þjónustu okkar og starfsfólkið sem vinnur með ykkur daglega. Hvað þýðir þetta fyrir ykkur? Þjónusta og dagskrá verður áfram með sama sniði. Starfsfólk gæti þurft

Lesa meira

5
jún
2025

Fjölskylduganga Ljóssins fer fram miðvikudaginn 11.júní – Styttist í gleðina!

Þá fer að líða að árlegri fjölskyldugöngu Ljóssins! Í ár göngum við í kringum Hvaleyrarvatn og hittumst við bílastæðið vestan megin vatnsins, miðvikudaginn 11. júní.  Gangan hefst klukkan 11:00 með upphitun og í kjölfarið göngum við af stað, hvert á sínum hraða. Hringurinn í kringum vatnið er um 2,2 kílómetrar og stígurinn tiltölulega greiðfær – þéttur malarstígur alla leiðina. Starfsfólk Ljóssins

Lesa meira