Fréttir

24
jan
2023

Þarftu að afbóka tíma? Endilega sendu okkur línu

Kæru vinir, Við hvetjum alla sem þurfa nauðsynlega að afbóka tíma í líkamlegri endurhæfingu að senda póst á netfangið mottaka@ljosid.is. Með þessu viljum við tryggja að allar afbókanir berist þar sem mikið álag hefur verið á símakerfi Ljóssins. Hver tími er dýrmætur og mikilvægt að við getum fyllt upp í þá tíma sem losna. Aðrar almennar fyrirspurnir berist á ljosid@ljosid.is

23
jan
2023

Ungir karlmenn í tækjasal og mat næsta fimmtudag

Næstkomandi fimmtudag, 26. janúar klukkan 11:00, ætla karlmenn á aldrinum 16-45 að hittast í hópatíma í tækjasal Ljóssins. Í kjölfarið býður Ljósið hópnum í hádegismat í Grænasal. Vonum að við sjáum ykkur sem flesta. Bkv, Stefán og Mark

20
jan
2023

Breyting á verðskrá Ljóssins

Kæru vinir, Næstu mánaðarmót verður breyting á verðskrá Ljóssins. Frá upphafi höfum við lagt höfuð áhersla á að halda verðum í lágmarki og erum stolt af því að bjóða þjónustuþegum viðtöl við fagaðila, fræðslunámskeið og líkamlega endurhæfingu endurgjaldslaust. Samhliða hækkun á verði á aðföngum og auknum launakostnaði í samfélaginu sjáum við okkur knúin til að hækka lítillega þá þjónustuliði sem

Lesa meira

2
jan
2023

Ljósið lokað 2.- 4. janúar vegna starfsdaga

Gleðilegt ár kæru vinir, Að vanda hefjum við nýja árið með skipulags- og starfsdögum, og er Ljósið því lokað 2. – 4. janúar. Við opnum aftur 5.janúar. Nýárskveðjur frá starfsfólki Ljóssins

31
des
2022

Nýárskveðja

Kæru vinir, Við óskum ykkur öllum gleðilegs árs og hjartans þakklæti fyrir allar stundir, stuðning og hlýhug á árinu sem er að líða. Við horfum björtum augun til komandi árs og óskum ykkur öllum velfarnaðar. Ljósið opnar á ný eftir jólafrí 5.janúar. Með kærri kveðju, Starfsfólk Ljóssins

24
des
2022

Hátíðarkveðja úr Ljósinu

Kæru vinir, Við sendum ykkur okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Megi hátíðarnar færa ykkur öllum góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Við hugsum með þakklæti til allra góðu stundanna sem við höfum átt með ljósberum, aðstandendum og velvildarfólki Ljóssins á árinu sem er að kveðja. Jólakveðjur, Starfsfólk Ljóssins

20
des
2022

Ljósið lokar klukkan 14:00 á fimmtudag

Kæru vinir, Ljósið fer í jólafrí næstkomandi fimmtudag 22.desember klukkan 14:00, athugið að það er ekki opið til klukkan 16:00 eins og venjan er á fimmtudögum. Við opnum svo aftur á nýju ári þann 5.janúar, en nýtt ár byrjar á skipulags og starfsdögum starfsfólksins. Hafið það sem allra best í jólafríinu, við hvetjum ykkur eindregið að huga vel að heilsunni

Lesa meira

13
des
2022

Jólastund á fimmtudag

Við ætlum að eiga notalega jólastund í Ljósinu í hádeginu næstkomandi fimmtudag 15.desember. Klukkan 12:30 verður boðið upp á heitt kakó og smákökur. Við fáum til okkar góða gesti úr Blekfjelaginu sem lesa örsögur upp úr nýútkominni bók ritlistarnema við Háskóla Íslands. Létt og laggóð samvera á milli dagskrárliða í Ljósinu og hvetjum við ykkur til að mæta í jólalegum

Lesa meira

12
des
2022

Jólapeysudagurinn er á fimmtudag

Næstkomandi fimmtudag 15.desember ætlum við að vera á jólalegu nótunum í Ljósinu. Við hvetjum alla, bæði starfsfólk og þá sem heimsækja Ljósið að koma jólaleg í hús. Þetta þarf ekki að vera flókið, það er ýmislegt hægt að gera  einfalt en gott í þeim málum. Jólasokkar, eyrnalokkar, jólapeysur, húfur, hægt er að hengja á sig jólakúlu nú eða bara skella

Lesa meira

9
des
2022

Söfnuður og kvenfélag Bústaðakirkju komu færandi hendi

Við fengum til okkar góða gesti sem komu færandi hendi. Söfnuðurinn í Bústaðakirkju ásamt Kvenfélagi Bústaðakirkju færðu Ljósinu veglegan styrk. Kirkjan stór fyrir tónleikaröð í Bleikum  október sem skilaði 100þúsund krónum í styrk til Ljóssins. Jafnframt ákvað Kvenfélag Bústaðakirkju að leggja til 300 þúsund krónur. Heildarupphæð nemur því 400 þúsund krónum. Við sendum bestu þakkir fyrir þetta góða framlag, sem

Lesa meira