Fréttir

9
júl
2024

TeamTinna færði Ljósinu veglegan styrk

Í dag fengum við heimsókn frá góðum gestum þegar Andrea Ýr og Hjördís Dögg frá góðgerðarfélaginu TeamTinna litu við. TeamTinna eru félagasamtök til heiðurs og minningar um Tinnu Óskar Grímarsdóttur sem lést úr ristilkrabbameini árið 2023. Samtökin voru stofnuð af hennar nánustu í maí 2023 og varð heimasíða félagsins opinberlega opnuð á afmælisdag Tinnu, 19. maí sama ár. Markmið félagsins

Lesa meira

3
júl
2024

Sólstöðumót Lauga fór vel fram

Sólstöðumót Lauga til styrktar Ljósinu fór fram í Grafarholtinu, föstudaginn 21. júní síðastliðinn. Mikil stemning var á vellinum og við þökkum honum Lauga aftur kærlega fyrir stuðninginn. Það er algjörlega ómetanlegt að hafa svona flott fólk með okkur í liði og við hlökkum til næsta golfmóts!  

2
júl
2024

Ljósavarningur til sölu í júlí

Júlí er mánuður Ljóssins í Nettó og þá verður varningur til styrktar Ljósinu til sölu í verslunum Nettó um allt land. Allur ágóðinn rennur óskiptur til endurhæfingar fólks sem hefur greinst með krabbamein og í fyrra gekk verkefnið vonum framar. Við söfnuðum 5 milljónum fyrir Ljósið og það var gaman að sjá að pokarnir urðu „trend“. Ljósið er að hluta

Lesa meira

1
júl
2024

Kveikjum Ljósið í júlí

Kveikjum Ljósið í júlí! Varningur til styrktar Ljósinu verður til sölu í Nettó um allt land í júlí. „Ljósið er hæst á lofti í júlí. Þá eru allir á ferðinni og vantar sundpoka og spil fyrir útileguna,“ segir Helga Dís Jakobsdóttir, markaðs- og upplifunarstjóri Nettó. Júlí er mánuður Ljóssins í Nettó. Þá er hægt að kaupa varning merktan Ljósið x

Lesa meira

25
jún
2024

Gaf Ljósinu afmælispeninginn sinn

Í gær fengum við óvæntan styrk þegar hún Fanney Þóra Þórsdóttir færði Ljósinu allan afmælispeninginn sinn! Fanney Þóra átti stórafmæli 15. júní en þá varð hún 30 ára. Hún hafði óskað sér pening til þess að gefa áfram í Ljósið en hún er búin að vera í endurhæfingu síðan í júlí 2023 og er afar þakklát fyrir starfsemi Ljóssins. Fanney

Lesa meira

20
jún
2024

Sveinn Jónsson gekk yfir 400km til styrktar Ljósinu

Sveinn Jónsson kom í hús til okkar á dögunum, nýfloginn heim frá Þýskalandi. Erindi hans var að færa Ljósinu veglegan styrk sem hann safnaði frá bæði einstaklingum og fyrirtækjum sem hétu á hann er hann gekk yfir 400 kílómetra af Jakobsveginum. Sveinn gekk af stað 13.apríl síðastliðinn, en hann gekk í minningu eiginkonu sinnar og barnsmóðir sem lést úr krabbameini

Lesa meira

19
jún
2024

Færðu Vökudeild prjónaðar húfur á fyrirbura

Prjónahópur úr Ljósinu hefur síðustu mánuði prjónað húfur fyrir fyrirbura á Vökudeild barnaspítala Hringsins. Fyrr í dag afhentu fulltrúar Ljóssins Vökudeild afraksturinn en þátttakendur í verkefninu eru hópur sem hefur áhuga á prjónamennsku og fær ánægju og vellíðan við að búa til eitthvað frá grunni í höndunum. Þau gleyma stað og stund í góðum félagsskap á meðan þau vinna markvisst

Lesa meira

13
jún
2024

Rótarý eClub Iceland færði Ljósinu styrk

Við fengum góða gesti í heimsókn í dag þegar fulltrúar frá Rótary eclub Iceland litu við og færðu Ljósinu veglegan styrk. Við erum svo þakklát fyrir velunnara Ljóssins, styrkir sem þessir koma sannarlega til góðra nota og renna beint í endurhæfingarstarfið. Guðbjörg Dóra tók við styrknum fyrir hönd Ljóssins og sendum við kærar kveðjur til rótarýklúbbsins.

13
jún
2024

Frábær fjölskylduganga í gær

Við erum í skýjunum eftir frábæru fjölskyldugönguna í gær. Við gengum saman hringinn í kringum Hvaleyrarvatn í stórbrotinni náttúrufegurð og Glampi, lukkudýr Ljóssins vaknaði úr dvala eftir langan vetur. Mikið er gaman að sjá  hann aftur. Eftir gönguna fylltum við á orkubirgðirnar með léttum veitingum og svo var andlitsmálning á staðnum sem var sko ekki bara í boði fyrir börnin

Lesa meira

10
jún
2024

Golfmót til styrktar Ljósinu

Sólstöðumót Lauga fer fram í Grafarholtinu, föstudaginn 21. júní n.k. Mótsgjaldið er 10.000kr og rennur allur ágóði til Ljóssins. Ræst verður út kl. 18:45 og spilaðar 18 holur, er þetta punktamót. Fyrir þau sem vilja er mæting kl. 17:45 í mat og drykk í klúbbhúsinu þar sem hver greiðir fyrir sig. Það verða drykkir í boði á vellinum og verðlaunaafhending

Lesa meira