Fréttir

21
jan
2020

„Gunnusjóður“ – Styrktarsjóður Guðrúnar Ögmundsdóttur stofnaður fyrir Ljósbera

Það var glatt á hjalla á Langholtsveginum í gær, mánudaginn 20. janúar, þegar aðstandendur Guðrúnar Ögmundsdóttur færðu Ljósinu tæplega 700 þúsund króna styrk í hennar nafni. Við það tilefni var Gunnusjóður formlega stofnaður í Ljósinu en sjóðnum er ætlað að styðja við þá sem minna hafa á milli handanna og til að auðvelda þeim að nýta sér þjónustuliði sem eru

Lesa meira

21
jan
2020

Gjafabréf í fótaaðgerð á sérverði – Öll upphæð rennur til Ljóssins

Hugsaðu um fæturnar og styrktu Ljósið í leiðinni! Í hverjum mánuði bjóðum við til sölu 3 gjafabréf í fótaaðgerð hjá Margréti Sigurðardóttur, fótaaðgerðarfræðingi, og rennur öll upphæðin í Ljósið. Greiddar eru 8000 krónur fyrir tímann, sem annars ætti að vera á 11.500 krónur. Gengið er frá greiðslu í afgreiðslu Ljóssins en þjónustan fer fram á Fótaaðgerðastofunni Engjateigi 17-19 þar sem

Lesa meira

21
jan
2020

Barnanámskeið 6-13 ára: Laus sæti á námskeiði fyrir unga aðstandendur

Eigum örfá sæti eftir á námskeið fyrir unga aðstandendur 6-13 ára hefst 28. janúar. Námskeiðið er fyrir börn og einnig unglinga sem eiga það sameiginlegt að vera aðstandendur. Börnin fá tækifæri að upplifa, skapa og tjá sig í gegnum leik og verkefni í öruggu og styðjandi umhverfi. Lögð er áhersla á að mæta þörfum hópsins og hvers og eins innan

Lesa meira

17
jan
2020

Ljósið setur kærleik í hverja lykkju

Ljósið gefur til baka til samfélagsins með framlagi í verkefnið Kærleikur í hverri lykkju. Minningarsjóður Einars Darra stendur fyrir vitundarvakningu og forvarnarfræðslunni “Eitt líf” með það að markmiði að sporna við og draga úr misnotkun ávana- og fíkniefna, sér í lagi meðal ungmenna. Eitt af verkefnum sjóðsins er Kærleikur í hverri lykkju og felur það í sér að prjóna kærleiksgjafir

Lesa meira

14
jan
2020

Gular veðurviðvaranir í Ljósinu

Nú þegar vetrarlægðir ganga hver af fætur annarri yfir landið hefur verið tekin ákvörðun um að þegar gul viðvörun eða hærri er í gildi á höfuðborgarsvæðinu fellur gönguhópurinn okkar niður en önnur þjónusta heldur sér nema annað sé tekið fram. Gönguhóparnir eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 10:30. Við hvetjum alla Ljósbera til að huga vel að veðurspám áður en

Lesa meira

9
jan
2020

Hluti rekstrar Ljóssins tryggður með samningi við Sjúkratryggingar Íslands

Mikilvægt skref í að bæta endurhæfingarferli krabbameinsgreindra unnið með samningi Ljóssins við Sjúkratryggingar Íslands. Í upphafi 15. starfsárs Ljóssins deilum við þeim gleðifréttum að Erna Magnúsdóttir forstöðukona Ljóssins og Guðlaug Björnsdóttir frá samningadeild Sjúkratrygginga Íslands hafa skrifað undir samning um endurhæfingarþjónustu til einstaklinga 16 ára og eldri sem greinast með krabbamein. Í dag, 9. janúar, var samningurinn staðfestur af Svandísi

Lesa meira

8
jan
2020

Nýtt hús flutt á lóð Ljóssins á Langholtsvegi 47

Nú er rúmur mánuður kominn frá því að við fluttum “nýja” húsið á lóðina okkar á Langholtsvegi. Það er óhætt að segja að við séum ennþá meir og mjúk eftir þetta dásamlega kvöld þar sem starfsfólk, vinir, ættingjar, Ljósberar, nágrannar og fleira velgjörðarfólk hjálpaðist að við að flytja húsið úr miðbænum. Hér koma nokkrar myndir sem Ragnar Th. tók kvöldið

Lesa meira

7
jan
2020

Mikil gleði á Jólapeysudögum Ljóssins 2019

Árlegu jólapeysudagarnir okkar fóru fram á aðventunni og við komumst ekki hjá því að deila með ykkur myndum þó svo að jólunum sé formlega lokið. Eins og áður þá er bara eitthvað svo dásamlegt sem gerist þegar starfsfólk og Ljósberar mætast jólaskrúðanum og hvað þá þegar þegar vinir okkar hjá Instamyndum lána okkur myndaklefa. Góða skemmtun:)      

3
jan
2020

Stundaskrá Ljóssins vorið 2020

Kæru vinir, Ný stundaskrá Ljóssins tekur gildi mánudaginn 6. janúar!   Við erum í óðaönn að uppfæra dagkrá á vefnum og hringja í alla þá sem skráðir eru á námskeið. Hér getið þið sótt stundaskránna. Sjáumst eftir helgi

1
jan
2020

Ljósið opnar aftur 6. janúar

Lokað verður í Ljósinu frá og með 20. desember til 6. janúar. Við notum tímann til að ditta að húsnæðinu og undirbúa dagskrána sem hefst strax á nýju ári. Við opnum aftur 6. janúar 2020 með bros á vör og spennandi dagskrá,