Heiðarskóli sýndi Mamma Mía til styrktar Ljósinu

Þann 20.maí síðastliðinn buðu nemendur Heiðarskóla í Reykjanesbæ forstöðukonu Ljóssins á lokasýningu söngleiksins Mamma Mía. Nemendur hafa unnið hörðum höndum undanfarin misseri og uppskorið þessa glæsilegu sýningu. Er það venjan að enda ferlið á styrktarsýningu, en í ár var Ljósið fyrir valinu. Fyrrum nemandi skólans hefur nýtt sér þjónustu Ljóssins og þeim því málið skylt.

Erna Magnúsdóttir fór til Keflavíkur og tók á móti 100.000 kr styrk sem hefur verið ánafnað í ungliðastarf Ljóssins.

Erum við hjá Ljósinu innilega þakklát þessu frábæra unga fólki fyrir framtakið.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.