Handprjónaðar húfur að gjöf til Ljóssins

Húfurnar eru mikið handverk og ekki annað hægt að segja en að þetta séu hin fullkomnu höfuðföt í útilegur sumarsins

Sunneva Dögg kom til okkar á dögunum færandi hendi. Hún afhenti okkur fyrir hönd tengdaömmu sinnar henni Elínu að gjöf fallegar handprjónaðar húfur.

Erum við Elínu sem yfirleitt er kölluð Ella afskaplega þakklát fyrir þetta góða framtak og gjöf sem sannarlega kemur sér vel.

Húfurnar eru nú til sölu í móttöku Ljóssins, það er úr mismunandi litum og mynstrum að velja.

Allur ágóði rennur beint í starf Ljóssins.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.