heida

6
feb
2025

Opnum aftur í fyrramálið

Kæru vinir, Við vonum að þið séuð að hafa það notalegt innandyra í hvassviðrinu sem nú gengur yfir landið. Á morgun, föstudaginn 7. febrúar opnum við aftur klukkan 8.30 eins og vanalega. Þó minnum við á að á föstudögum er styttri lokun og við lokum klukkan 14:00. Góðar stundir í dag! Starfsfólk Ljóssins

4
feb
2025

Nýtt afmælismerki Ljóssins á degi krabbameins

Í dag, 4. febrúar, er alþjóðlegur dagur gegn krabbameini. Til hans var stofnað í framhaldi af heimsráðstefnu um baráttu gegn krabbameinum í París 4. febrúar árið 2000. Markmiðið með þessum degi er að vekja athygli og með því koma í veg fyrir milljónir ótímabærra dauðsfalla vegna sjúkdómsins, uppfræða og hvetja stjórnvöld og einstaklinga um heim allan til að skera upp

Lesa meira

30
jan
2025

Neðanbeltisheilsa karlmanna – Fræðsla í Ljósinu

Eru grindarbotnsæfingar ekki bara fyrir konur? Eru karlar með grindarbotnsvöðva? Matti Ósvald markþjálfi og Lalli sjúkraþjálfari fjalla um neðanbeltisheilsu karla á opinskáan hátt. Þetta tiltekna efni hefur í gegnum tíðina verið mikið tabú en þeir munu reyna sitt besta til að svara spurningunni: Afhverju er mikilvægt að tala um neðanbeltisheilsu karla? Það sem meðal annars verður rætt um eru verkjavandamál í grindarbotni

Lesa meira

14
jan
2025

Ljósið Rokkar – Tónleikar til styrktar Ljósinu

Ljósið Rokkar er einstök tónlistarveisla sem verður haldin til minningar um Apríl Stjörnu á Gauknum sunnudaginn 9.febrúar næstkomandi. Markmið tónleikanna er að vekja athygli á mikilvægu og ómetanlegu starfi Ljóssins og safna fjármagni til að tryggja áframhaldandi stuðning fyrir þá sem þurfa á því að halda. Kvöldið verður fullt af kraftmiklum tónlistarflutningi, gleði og samstöðu, þar sem listamenn koma fram og

Lesa meira

8
jan
2025

Vinkonur með hjartað á réttum stað í byrjun árs

Við fengum á dögunum góða heimsókn þegar Jóna Lárusdóttir kom í forsvari vinkonuhóps sem færði Ljósinu myndarlegan styrk í starfsemina. Þær Jóna, Hjördís, Arna, Berglind, Rósa, Hildigerður og Sigríður Ósk tilheyra þessum góða hóp. Hjartans þakkir fyrir ykkar framlag, það nýtist sannarlega vel í starfsemina. Á myndinni má sjá Jónu Lárusdóttir færa Erlu Jóhannsdóttir frá Ljósinu styrkinn góða.

18
des
2024

Oddfellowstúka nr.5, Þórsteinn færði Ljósinu styrk

Þeir Jón Helgi Pálsson og Eiríkur Jónsson frá Oddfellowstúkunni Þórsteini komu í heimsókn á dögunum í Ljósið. Þeir komu færandi hendi með veglegan styrk í húsnæðissjóðinn. Erna Magnúsdóttir framkvæmdarstýra Ljóssins tók á móti styrknum. Við sendum félögum stúkunnar bestu þakkir fyrir þessa góðu gjöf og óskum þeim öllum gleðlegra jóla.

16
des
2024

Kvenfélag Garðabæjar kom færandi hendi

Góðir fulltrúar frá Kvenfélagi Garðabæjar komu í heimsókn til okkar færandi hendi. Þær Halldóra Björk Jónsdóttir og Þóra Björk Kristjánsdóttir færðu Ljósinu veglegan styrk fyrir hönd félagsins. Erna Magnúsdóttir framkvæmdarstýra Ljóssins veitti styrknum móttöku og hafði orð á því að þetta kæmi sér sérstaklega vel þar sem nú er verið að safna fyrir nýju húsnæði Ljóssins. Við færum þeim bestu

Lesa meira

12
des
2024

Húrra safnaði fyrir Ljósið – Slepptu afsláttardögunum stóru og söfnuðu þess í stað

Undanfarin tvö ár hefur verslunin Húrra tekið þátt í Black Friday & Cyber Monday með þeim hætti að 20% af allri sölu þessara daga renni til góðs málefnis. Í ár varð Ljósið fyrir valinu. Við fengum fulltrúa Húrra í heimsókn á dögunum þau Sindra Snæ Jensson og Emblu Óðinsdóttir þar sem þau afhentu veglegan styrk eftir þetta fallega framtak. Húrra

Lesa meira

9
des
2024

Jólagleði í Ljósinu næstkomandi miðvikudag, 11.desember

Miðvikudaginn 11. desember næstkomandi ætlum við að vera á jólanótunum í Ljósinu. Við hvetjum alla til að mæta extra jólalega þennan dag. Jólasokkar, eyrnalokkar, jólapeysur, húfur, hægt er að hengja á sig jólakúlu nú eða bara skella á sig rauðum og jólalegum varalit. Klukkan 12:30 sláum við svo upp sannkallaðri jólagleði, hlustum á upplestur frá nemandafélagi mastersnema í ritlist, Blekfjelaginu.

Lesa meira

14
okt
2024

Ljóskurnar fögnuðu góðum árangri

Það var heldur betur glatt á hjalla síðastliðinn föstudag þegar hlaupahópurinn Ljóskurnar mættu í hús og færðu Ljósinu risastóra ávísun sem endurspeglar þeirra framlag í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ár. Ljóskurnar er magnaður hópur ungra kvenna sem kynntist í Ljósinu. Dugnaðurinn, jákvæðnin, samheldnin og slagkrafturinn hjá hópnum er áþreifanlegur og vekur sannarlega eftirtekt og er hreinlega smitandi. Ljóskurnar mættu allar ásamat

Lesa meira