heida

10
jún
2022

Flugukast á Klambratúni

Mánudaginn 13.júní kl: 19.00 hittist áhugafólk um fluguveiði á Klambratúni við Kjarvalsstaði á flugukastæfingu. Mælst er með að hver komi með eigin stöng, en hægt er að prufa hjá kennara ef ekki er komið með stöng. Hentar byrjendum jafnt sem lengra komnum. Nánari upplýsingar og skráning í móttöku Ljóssins.  

30
maí
2022

Rokkum gegn krabbameini – tónleikar á Húsavík til styrktar Ljósinu

Tónasmiðjan á Húsavík stóð fyrir glæsilegum rokktónleikum í Húsavíkurkirkju sunnudaginn 29.maí. Mikil tónlistarveisla þar sem öllu var til tjaldað, flytjendur á tónleikunum voru á öllum aldri og tókst einstaklega vel til. Heiðursgestur var hinn landsþekkti Kristján Gíslason sem tók lagið fyrir Húsvíkinga. Ágóði tónleikanna rann til Krabbameinsfélag Þingeyinga og Ljóssins. Við hjá Ljósinu erum afskaplega þakklát fyrir þetta fallega framtak.

18
maí
2022

Kiwanisklúbburinn Eldey færir Ljósinu rausnarlegan styrk

Kiwanisklúbburinn Eldey hélt á dögunum upp á 50 ára afmæli sitt. Af því tilefni færði klúbburinn Ljósinu rausnarlegan styrk. Brynjólfur Eyjólfsson rekstrar- og fjármálastjóri Ljóssins veitti styrknum viðtöku við hátíðlega athöfn. Styrkurinn nýtist vel í ört stækkandi starfsem Ljóssins og erum við þeim afskaplega þakklát.

18
maí
2022

Óður til vináttu – Styrktartónleikar í kvöld kl:20.00

Óður til vináttuStyrktartónleikar fyrir Ljósið fara fram í kvöld í Seltjarnarneskirkju klukkan 20:00. Það er Gunnar Már Jóhannsson, bassbaritón, sem stendur fyrir tónleikunum en með honum verða ekki minni nöfn en Karlakórinn Fóstbræður, Fósturvísarnir, Egill Árni Pálsson, tenór, Davíð Ingi Ragnarsson, bassi og Ragnar Ingi Sigurðarson, tenór. Við vonum að velgjörðarfólk Ljóssins, Ljósavinir og allir hinir fjölmenni á þennan fallega

Lesa meira

9
maí
2022

Kiwanisklúbburinn Hekla kom færandi hendi

Við fengum góða heimsókn á dögunum þegar Kiwanisklúbburinn Hekla kom færandi hendi. Þeir færðu Ljósinu rausnarlegan styrk sem nýtist vel í ört vaxandi starfsemi Ljóssins. Færum við þessum heiðursmönnum bestu þakkir fyrir heimsóknina og styrkinn góða.

4
maí
2022

Heimsókn í Höfustöðina

Jafningjahópur ungra kvenna í Ljósinu bregður sér reglulega af bæ í ýmsa spennandi leiðangra. Virkilega skemmtilegar ferðir þar sem hópurinn skoðar nýja hluti og upplifir. Nýverið fór hópurinn í menningar og listamiðstöðina Höfuðstöðin. Þar skoðuðu þær stórskemmtileg verk Hrafnhildar Arnardóttir sem ber nafnið Chromo Sapiens. Spjall, samvera og jafningjastuðningur hjá þessum frábæra hóp. Þórdís Reynirs ljósmyndari tók þessar fallegu myndir

Lesa meira

4
maí
2022

Fjöll og viðhengi ganga til sigurs fyrir Ljósið

Fjöll og viðhengi er vinahópur sem hittist og gengur reglulega saman yfir vetratímann eða frá september fram í maí. Í lok maí verður gönguröð hjá  hópnum til styrktar Ljósinu. Árið 2021 var þeim erfitt, en þá greindust þrír úr gönguhópnum með krabbamein, sem er ansi hátt hlutfall í svo litlum hóp. Þeim langaði að leggja sitt að mörkum. „ Þessir

Lesa meira

25
apr
2022

Orlofsvika í Bergheimum fyrir þjónustuþega Ljóssins

Bergmál líknarfélag býður þjónustuþegum Ljóssins að njóta, hvílast, vera með skemmtilegu fólki, fara í gönguferðir eða bara hlusta á fuglana á orlofsviku á Sólheimum (Bergheimar í Grímsnesi) í júní. Boðið verður upp á kvöldvökur á hverju kvöldi. Bergheimar er í eigu Bergmáls líknarfélags og á hverju sumri bjóða þau fólkinu okkar upp á ókeypis orlofsvikur. Árið 2019 fór stór hópur

Lesa meira

22
mar
2022

Er kominn tími til að hita upp golfsveifluna?

Þriðjudaginn 5. apríl stendur Ljósið fyrir golfmóti fyrir stráka á öllum aldri. Mótið er opið öllum körlunum okkar í  Ljósinu, sama hvaða færni eða reynslu þeir búa yfir í golfi. Um verður að ræða einstaklingskeppni með forgjöf, þó við fyrst og fremst keppum við okkur til skemmtunar. Mótið verður haldið í Golfhöllinni á Granda, sem er við Fiskislóð 53-39 í

Lesa meira

21
mar
2022

Uppboð á verkum Hugleiks Dagssonar lýkur á miðnætti.

Í dag mánudaginn 21.mars er lokadagur uppboðs á verkum Hugleiks Dagssonar sem hann vann fyrir Ljósið. Myndefnið er innblásið af karlmönnum og krabbameini og má sannarlega segja að sótsvartur húmor Hugleiks skíni þar í gegn. Boðin eru upp 6 mismunandi frumverk í stærðinni 15x15cm, innrömmuð í svartan álramma með glampfríu gleri. Verkin eru staðsett í Ljósinu að Langholtsvegi 43, Reykjavík.

Lesa meira