heida

5
jún
2025

Fjölskylduganga Ljóssins fer fram miðvikudaginn 11.júní – Styttist í gleðina!

Þá fer að líða að árlegri fjölskyldugöngu Ljóssins! Í ár göngum við í kringum Hvaleyrarvatn og hittumst við bílastæðið vestan megin vatnsins, miðvikudaginn 11. júní.  Gangan hefst klukkan 11:00 með upphitun og í kjölfarið göngum við af stað, hvert á sínum hraða. Hringurinn í kringum vatnið er um 2,2 kílómetrar og stígurinn tiltölulega greiðfær – þéttur malarstígur alla leiðina. Starfsfólk Ljóssins

Lesa meira

22
maí
2025

Vel heppnuð afmælisgleði í húsnæði Ljóssins

Það var sannarlega glatt á hjalla í Ljósinu síðastliðinn fimmtudag þegar þjónustuþegar ásamt starfsfólki Ljóssins fögnuðu 20 ára afmælisárinu. Húsið var fullt af brosandi andlitum, boðið var upp á glæsilegar veitingar og söngkonan Silja Rós spilaði og söng ljúfa tóna. Afmælissöngurinn var sunginn við góðar undirtektir allra nærstaddra. Margrét Frímannsdóttir var heiðruð og þakkað fyrir ómetanleg störf í þágu Ljóssins

Lesa meira

22
maí
2025

Árleg fjölskylduganga Ljóssins fer fram miðvikudaginn 11.júní

Þá fer að líða að árlegri fjölskyldugöngu Ljóssins! Í ár göngum við í kringum Hvaleyrarvatn og hittumst við bílastæðið vestan megin vatnsins, miðvikudaginn 11. júní.  Gangan hefst klukkan 11:00 með upphitun og í kjölfarið göngum við af stað, hvert á sínum hraða. Hringurinn í kringum vatnið er um 2,2 kílómetrar og stígurinn tiltölulega greiðfær – þéttur malarstígur alla leiðina. Starfsfólk Ljóssins

Lesa meira

16
apr
2025

Kiwanisklúbburinn Hekla færði Ljósinu rausnarlegan styrk

Kiwanisklúbburinn Hekla kom til okkar á Langholtsveginn á dögunum og færðu Ernu Magnúsdóttir framkvæmdarstýru Ljóssins rausnarlegan styrk í starf Ljóssins. Þeir Ólafur G Karlsson, formaður styrktarnefndar klúbbsins og Birgir Benediktsson komu fyrir hönd klúbbsins. Við færum þeim okkar bestu þakkir, en þess má geta að þessi góði klúbbur hefur styrkt Ljósið reglulega síðastliðin 20.ár.

7
apr
2025

Þrek og tár – Magnaður vinskapur í Ljósinu

Það má segja að það hafi verið töfrar í loftinu þegar hópurinn Þrek og tár mætti í kveðjutíma í Þol og Styrk í líkamlegu endurhæfingunni í Ljósinu á dögunum. Þær komu sáu og sigruðu, allar í stíl í sérmerktum bolum og færðu þær þjálfurunum einnig boli til að vera með í stemningunni. Þetta er einn af mögnuðu hópunum sem myndast

Lesa meira

6
feb
2025

Opnum aftur í fyrramálið

Kæru vinir, Við vonum að þið séuð að hafa það notalegt innandyra í hvassviðrinu sem nú gengur yfir landið. Á morgun, föstudaginn 7. febrúar opnum við aftur klukkan 8.30 eins og vanalega. Þó minnum við á að á föstudögum er styttri lokun og við lokum klukkan 14:00. Góðar stundir í dag! Starfsfólk Ljóssins

4
feb
2025

Nýtt afmælismerki Ljóssins á degi krabbameins

Í dag, 4. febrúar, er alþjóðlegur dagur gegn krabbameini. Til hans var stofnað í framhaldi af heimsráðstefnu um baráttu gegn krabbameinum í París 4. febrúar árið 2000. Markmiðið með þessum degi er að vekja athygli og með því koma í veg fyrir milljónir ótímabærra dauðsfalla vegna sjúkdómsins, uppfræða og hvetja stjórnvöld og einstaklinga um heim allan til að skera upp

Lesa meira

30
jan
2025

Neðanbeltisheilsa karlmanna – Fræðsla í Ljósinu

Eru grindarbotnsæfingar ekki bara fyrir konur? Eru karlar með grindarbotnsvöðva? Matti Ósvald markþjálfi og Lalli sjúkraþjálfari fjalla um neðanbeltisheilsu karla á opinskáan hátt. Þetta tiltekna efni hefur í gegnum tíðina verið mikið tabú en þeir munu reyna sitt besta til að svara spurningunni: Afhverju er mikilvægt að tala um neðanbeltisheilsu karla? Það sem meðal annars verður rætt um eru verkjavandamál í grindarbotni

Lesa meira

14
jan
2025

Ljósið Rokkar – Tónleikar til styrktar Ljósinu

Ljósið Rokkar er einstök tónlistarveisla sem verður haldin til minningar um Apríl Stjörnu á Gauknum sunnudaginn 9.febrúar næstkomandi. Markmið tónleikanna er að vekja athygli á mikilvægu og ómetanlegu starfi Ljóssins og safna fjármagni til að tryggja áframhaldandi stuðning fyrir þá sem þurfa á því að halda. Kvöldið verður fullt af kraftmiklum tónlistarflutningi, gleði og samstöðu, þar sem listamenn koma fram og

Lesa meira

8
jan
2025

Vinkonur með hjartað á réttum stað í byrjun árs

Við fengum á dögunum góða heimsókn þegar Jóna Lárusdóttir kom í forsvari vinkonuhóps sem færði Ljósinu myndarlegan styrk í starfsemina. Þær Jóna, Hjördís, Arna, Berglind, Rósa, Hildigerður og Sigríður Ósk tilheyra þessum góða hóp. Hjartans þakkir fyrir ykkar framlag, það nýtist sannarlega vel í starfsemina. Á myndinni má sjá Jónu Lárusdóttir færa Erlu Jóhannsdóttir frá Ljósinu styrkinn góða.