Rafmennt, þekkingarfyrirtæki kom færandi hendi og færði Ljósinu fimm spjaldtölvur og hulstur að gjöf. Þór Pálsson framkvæmdarstjóri og skólameistari heimsótti okkur með þessa góðu gjöf. Erum við þeim afskaplega þakklát og sannarlega eiga spjaldtölvurnar eftir að koma sér vel í starfsemi Ljóssins.
Kæru vinir, Nú er sá tími ársins sem einstaklingar eru að vinna í að skila skattskýrslunum sínum. Það er sannarlega ánægjulegt að okkar góðu styrktaraðilar geti sótt skattafrádrátt ef um er að ræða árlegar greiðslur yfir tíu þúsund krónur. Við höfum því miður lent í kerfisvillu við flutning á gögnunum okkar til skattsins. Það hafa því einhverjir ekki fengið styrkupphæðina
Kæru vinir, Nú er Öskudagurinn miðvikudaginn næstkomandi 22.febrúar. Við í Ljósinu ætlum að sjálfsögðu ekki að láta þennan skemmtilega dag framhjá okkur fara. Starfsfólk Ljóssins mætir í sínu „skemmtilegasta pússi“. Við hvetjum þjónustuþega okkar að finna til hattinn, slæðuna, trúðanefið eða skemmtilega búninginn og eiga með okkur glaðan dag. Það verður skemmtilegur myndakassi á staðnum, sem fangar gleðina. Við getum
Á dögunum barst Ljósinu styrkur frá flugfélaginu Norðurflug. Styrkurinn er afrakstur átaks Norðurflugs sem lét hluta af hverri ferð í desember renna til Ljóssins. Virkilega fallegt framtak og vel tekið á móti fulltrúum Ljóssins við afhendingu styrksins í höfuðstöðvum Norðurflugs. Ljósið sendir hjartans þakkir fyrir framtakið.
Kæru vinir, Við óskum ykkur öllum gleðilegs árs og hjartans þakklæti fyrir allar stundir, stuðning og hlýhug á árinu sem er að líða. Við horfum björtum augun til komandi árs og óskum ykkur öllum velfarnaðar. Ljósið opnar á ný eftir jólafrí 5.janúar. Með kærri kveðju, Starfsfólk Ljóssins
Kæru vinir, Við sendum ykkur okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Megi hátíðarnar færa ykkur öllum góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Við hugsum með þakklæti til allra góðu stundanna sem við höfum átt með ljósberum, aðstandendum og velvildarfólki Ljóssins á árinu sem er að kveðja. Jólakveðjur, Starfsfólk Ljóssins
Kæru vinir, Ljósið fer í jólafrí næstkomandi fimmtudag 22.desember klukkan 14:00, athugið að það er ekki opið til klukkan 16:00 eins og venjan er á fimmtudögum. Við opnum svo aftur á nýju ári þann 5.janúar, en nýtt ár byrjar á skipulags og starfsdögum starfsfólksins. Hafið það sem allra best í jólafríinu, við hvetjum ykkur eindregið að huga vel að heilsunni
Við ætlum að eiga notalega jólastund í Ljósinu í hádeginu næstkomandi fimmtudag 15.desember. Klukkan 12:30 verður boðið upp á heitt kakó og smákökur. Við fáum til okkar góða gesti úr Blekfjelaginu sem lesa örsögur upp úr nýútkominni bók ritlistarnema við Háskóla Íslands. Létt og laggóð samvera á milli dagskrárliða í Ljósinu og hvetjum við ykkur til að mæta í jólalegum
Næstkomandi fimmtudag 15.desember ætlum við að vera á jólalegu nótunum í Ljósinu. Við hvetjum alla, bæði starfsfólk og þá sem heimsækja Ljósið að koma jólaleg í hús. Þetta þarf ekki að vera flókið, það er ýmislegt hægt að gera einfalt en gott í þeim málum. Jólasokkar, eyrnalokkar, jólapeysur, húfur, hægt er að hengja á sig jólakúlu nú eða bara skella
Við fengum til okkar góða gesti sem komu færandi hendi. Söfnuðurinn í Bústaðakirkju ásamt Kvenfélagi Bústaðakirkju færðu Ljósinu veglegan styrk. Kirkjan stór fyrir tónleikaröð í Bleikum október sem skilaði 100þúsund krónum í styrk til Ljóssins. Jafnframt ákvað Kvenfélag Bústaðakirkju að leggja til 300 þúsund krónur. Heildarupphæð nemur því 400 þúsund krónum. Við sendum bestu þakkir fyrir þetta góða framlag, sem