heida

3
apr
2024

Greiðslur í heimabanka – Takk fyrir þitt framlag

Kæru Ljósavinir, Frá upphafi hefur stuðningur einstaklinga við endurhæfingarstarf Ljóssins skipt gríðarlegu máli. Ykkar framlag hefur leyft starfinu vaxa og bætt þannig lífsgæði krabbameinsgreinda með faglegri heildrænni endurhæfingu og stuðningi sem á sér fáan eða engan líkan. Mánaðarlega sækja yfir 600 manns þjónustu í Ljósið, ýmist í viðtöl við fagaðila, námskeið, fræðslu, líkamlega endurhæfingu, handverk og fleira. Með ykkar stuðningi

Lesa meira

27
mar
2024

Gleðilega páska

Gleðilega páska kæru vinir. Við hjá Ljósinu óskum ykkur yndislegra stunda í páskafríinu. Ljósið opnar aftur þriðjudaginn 2.apríl. Hafið það sem allra best yfir páskana! Bestu kveðjur, Starfsfólk Ljóssins

26
mar
2024

Bergmál býður þjónustuþegum Ljóssins í orlofsviku í Bergheimum í sumar

Bergmál líknarfélag býður þjónustþegum Ljóssins að njóta, hvílast, vera með skemmtilegu fólki, fara í gönguferðir eða bara hlusta á fuglana á orlofsviku á Sólheimum (Bergheimahúsi) í Grímsnesi í sumar. Bergheimar er í eigu Bergmáls líknarfélags og á hverju sumri bjóða þau fólkinu okkar upp á ókeypis orlofsvikur. Stórir hópar frá Ljósinu hafa áður sótt orlofsviku á þeirra vegum og það

Lesa meira

11
mar
2024

Bílastæði við Ljósið

Kæru vinir, Eins og flestir vita eru bílastæðin í kringum Ljósið af skornum skammti, því miður. Með viljann að vopni og jákvæðnina í farteskinu hefur okkur tekist að vinna með þau stæði sem eru til staðar og fólk komist í endurhæfinguna til okkar. Þó að stundum þurfi að leggja fjær og ganga smá spöl. Af gefnu tilefni langar okkur langar

Lesa meira

7
mar
2024

Lokað í íþróttasal eftir hádegi 14.mars

Kæru vinir, Fimmtudaginn næstkomandi 14.mars verður lokað í líkamlegu endurhæfingunni frá klukkan 12.00. Þjálfararnir okkar nýta daginn til endurmennturar og mæta tvíefldir til leiks föstudagsmorgun. Við hvetjum ykkur til að hreyfa ykkur heimafyrir eða fara út í ferska loftið. Kær kveðja, starfsfólk Ljóssins  

27
feb
2024

Gengur 940 kílómetra til styrktar Ljósinu

Jakobsvegur er mörgum kunnugur en þá leið ætlar Sveinn Jónsson að ganga nú í vor til minningar um eiginkonu sína sem lést um aldur fram úr krabbameini fyrir tæpum 30 árum síðan, einungsi 31 árs gömul. Með göngunni vill Sveinn einnig safna áheitum fyrir Ljósið og varpa ljósi á starfsemina sem hann er sannfærður um að hefði skipt sköpum í

Lesa meira

7
feb
2024

Ösku og Valentínusardagurinn í Ljósinu

Næstkomand miðvikudag, 14.febrúar er bæði Öskudagurinn og Valentínusardagurinn. Við ætlum að sjálfsögðu gera okkur smá dagamun og hafa gaman saman. Við hvetjum fólkið okkar til að koma í búningum, jafnvel láta gamla drauma rætast og mæta sem Súperman eða Mjallhvít, býfluga eða banani. Það er ekki vitlaust að hafa smá ástarþema í búningavalinu í ár. Ástarsögufélagið verður með upplestur eftir

Lesa meira

31
jan
2024

Lokum í Ljósinu kl.13:00 í dag vegna veðurs

Kæru vinir, Við lokum Ljósinu í dag klukkan 13:00 vegna veðurs. Gefin hefur verið út gul viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu í dag og gildir hún frá kl. 12:30 – 17:30, en spáð er vestan hvassviðri eða stormi og dimmum éljum. Við hvetjum ykkur til að fara varlega, njóta inniverunnar og hafa það huggulegt. Bestu kveðjur, Starfsfólk Ljóssins  

16
jan
2024

Leitað að þátttakendum í rannsókn um áhrif dansþerapíu á konur með brjósta eða eggjastokkakrabbamein

Alexandra Pálsdóttir, mastersnemi í Dance Movement Therapy, mun koma til með að framkvæma mastersrannsókn í Ljósinu og óskar eftir þátttakendum. Rannsóknin er eigindleg og er um áhrif dansþerapíu á trú á eigin getu Íslenskra kvenna sem greinst hafa með krabbamein í brjóstum og/eða eggjastokkum. Dansþerapía er notkun dans, hreyfingu og listrænnar tjáningu til þess að styðja við einstaklinga andlega, líkamlega

Lesa meira

5
jan
2024

Hjólaði í 25 klukkustundir fyrir Ljósið

Flateyringurinn Auðunn Gunnar Eiríksson hjólaði í 25 klukkustundir á annan í jólum til styrktar Ljósinu. Mætti segja að hann hafi hjólað í heimahagana og vel það, en hjólaðir kílómetrar námu hvorki meira né minna en 658km. Hjólað var í Sporthúsinu í Kópavogi sem lánaði verkefninu húsakynni sín. Auðunn Gunnar var aldeilis ekki einn að hjóla, það komu tæplega 100 manns

Lesa meira