Vilt þú koma í skokkhóp Ljóssins?

Skokkhópur Ljóssins hittist 1x í viku við tækjasal Ljóssins, Langholtsvegi 47.  Í hópinn eru velkomnir allir þeir sem ætla að ganga, skokka eða hlaupa fyrir Ljósið í Reykjarvíkurmaraþoninu hvort sem þeir eru í þjónustu Ljóssins eða ekki.  Það er algengur misskilingur að þú þurfir að geta verið í góðu hlaupaformi  til að mæta í hópinn því að æfingarnar miða að því að allir geta verið með.

Við hittumst við tækjasal Ljósins og þaðan göngum/skokkum við á fyrirfram ákveðinn stað í Laugardalnum.  Þar er teygt á og æfing dagsins útskýrð.  Æfingin er alltaf þannig uppbyggð að allir geta farið á sínum hraða.  Síðan göngum/skokkum við aftur tilbaka þar sem við teygjum aftur í lok æfingar.  Til að ná sem mestum framförum er mælt með að þú hlaupir/skokkir/gangir 2-3 x í viku að auki.

Hægt er að styðjast við  hin ýmsu æfingarprógröm, til dæmis prógram sem kallast „from couch to 5 km“  sjá hér: https://www.nhs.uk/live-well/exercise/couch-to-5k-week-by-week/ . Einnig hefur verið hægt að finna hin ýmsu æfingaprógröm inná heimasíðu Reykjavíkurmaraþons sjá hér: https://cdn.islandsbanki.is/image/upload/v1/documents/10_vikur_10_km_hlaupaprogram.pdf

https://cdn.islandsbanki.is/image/upload/v1/documents/10_vikur_21_1_km_hlaupaprogram.pdf

Það er mikilvægt að setja sér markmið og fylgja því svo eftir. Að mæta í Skokkhóp Ljóssins getur hjálpað þér að ná því.

Ég hvet þig til að mæta til okkar í hlaupahópinn, við tökum vel á móti þér!

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.