Fréttir

19
feb
2020

Emma Sigrún færði Ljósinu „brúðkaupsgjöf“

Í gær fengum við skemmtilega heimsókn í Ljósið þegar Emma Sigrún Jónsdóttir „Ljós“, eins og hún sjálf kýs að kalla sig, færði okkur 50.000 þúsund krónur að gjöf. Upphæðin safnaðist um síðustu helgi þegar foreldrar Emmu ákváðu að staðfesta brúðkaupsheit sín og fagna lífinu með vinum og ættingjum. Í stað þess að þiggja gjafir hvöttu þau gesti til að leggja

Lesa meira

14
feb
2020

Lífið er ferðalag og ég ætla að njóta þess

Baldvin Viggósson greindist fyrst með krabbamein árið 1996 og fór þá í stóra aðgerð. Nærri 15 árum síðar greindist hann með aðra tegund sarkmeins og lagðist aftur undir hnífinn en síðan bar ekki á neinu fyrr en undir haust 2017 við reglubunda eftirfylgni en þá komu í ljós meinvörp í lungum og hálsi. Á þeim punkti var andlega hliðin ekki

Lesa meira

13
feb
2020

Lokað í Ljósinu föstudaginn 14. febrúar vegna veðurs

Kæru vinir, Á morgun, föstudaginn 14. febrúar, verður alveg lokað í Ljósinu vegna veðurs. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs og hefur rauð veðurviðvörun verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 7 í fyrramálið. Þetta þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til. Við munum hafa samband eftir helgi

Lesa meira

10
feb
2020

Star Trek aðdáendur söfnuðu 100.000 kr til styrktar Ljósinu

Star Trek aðdáendur leigðu Bíó Paradís til að horfa á nýja Star Trek Picard þætti og söfnuðu 100.000 kr til styrktar Ljósinu! Samáhorf nokkurra vina vatt óvart upp á sig þegar þau ætluðu að horfa saman á Star Trek Picard, nýja þætti sem hljóta mikið lof gagnrýnenda. Þau ákváðu að bjóða vinum og vinum vina. Á endanum varð hópurinn svo

Lesa meira

10
feb
2020

Tilgangur og vellíðan – Hvað skiptir þig mestu máli? | Pistill frá Sigrúnu Þóru Sveinsdóttur sálfræðing

Það er dýrmæt stund á námskeiðum hjá mér í Ljósinu, þar sem við förum saman í gegnum aðferðir sem efla og bæta andlega heilsu. Áhuginn og viljinn til að bæta sig og læra skín skært frá þátttakendum námskeiðanna. Um leið og við tökum umræðustund eða förum í aðferðirnar í tímunum er fólk tilbúið í slaginn og það er alltaf jafn

Lesa meira

7
feb
2020

Fyrst og fremst þakklátur – Tómas Hallgrímsson fer yfir sögu sína og Ljóssins

Við fáum seint þakkað allan þann tíma og vinnu sem sjálfboðaliðar hafa lagt til Ljóssins undanfarin 15 ár. Stjórn Ljóssins er þar ekki undanskilin en þar hefur fólk lagt mikið af mörkum án þess að þiggja kaup fyrir – Við erum óendanlega þakklát fyrir þeirra framlag. Við birtum hér viðtal sem María Ólafsdóttir tók við Tomma okkar, Tómas Hallgrímsson, sem

Lesa meira

6
feb
2020

Markþjálfun í Ljósinu – Lausir tímar

Vilt þú hjálp við að skilgreina markmið þín og fá aðstoð við að ná þeim? Við eigum nokkra lausa tíma í markþjálfun hjá Matta Ósvald, heilsuráðgjafa og vottuðum PCC markþjálfa, nú í febrúar. Umsögn um Matta Ég vissi ekki alveg við hverju ég ætti að búast. Allir eru að tala um markþjálfun en maður veit bara ekki hvað þetta felur

Lesa meira

5
feb
2020

Laust starf: 50% staða í móttöku Ljóssins

Ljósið óskar eftir að ráða jákvæðan einstakling í 50% starf í móttöku. Um er að ræða fjölbreytt og gefandi starf sem felur í sér móttöku fólks í þjónustu Ljóssins, samveru með þjónustuþegum, létta tölvuvinnu og önnur dagleg verkefni. Starfið krefst mikillar færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, heiðarleika og vinnusemi. Karlmenn eru  hvattir til að sækja um. Viðkomandi þarf að geta

Lesa meira

4
feb
2020

Endurhæfing krabbameinsgreindra í 15 ár | Pistill frá Ernu Magnúsdóttur

Í dag 4. febrúar er alþjóðlegur dagur gegn krabbameini. Í tilefni þess er vert að rifja upp sögu Ljóssins, endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda, en í ár fögnum við 15 ára afmæli. Tildrög þess að Ljósið varð til má rekja aftur til ársins 2004. Undirrituð hafði þá gengið lengi með þá hugmynd í maganum að koma á fót endurhæfingarmiðstöð fyrir utan veggi

Lesa meira

30
jan
2020

Kærleikur í hverri lykkju fer vel af stað í Ljósinu

Fyrr í mánuðinum sögðum við ykkur frá því að Ljósið leggur sitt af mörkum í verkefnið Kærleikur í hverri lykkju á vegum Minningarsjóðs Einars Darra. Það er óhætt að segja að það fari vel af stað og Ljósberar taki vel í að vinna þetta með okkur. Alla föstudaga milli 10:00-14:00 eiga þeir sem eru að taka þátt og þeir sem

Lesa meira