Laust starf: 50% staða í móttöku Ljóssins

Ljósið óskar eftir að ráða jákvæðan einstakling í 50% starf í móttöku.

Um er að ræða fjölbreytt og gefandi starf sem felur í sér móttöku fólks í þjónustu Ljóssins, samveru með þjónustuþegum, létta tölvuvinnu og önnur dagleg verkefni.

Starfið krefst mikillar færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, heiðarleika og vinnusemi.

Karlmenn eru  hvattir til að sækja um.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Fyrirspurnir og umsóknir berist til forstöðumanns Ljóssins, Ernu Magnúsdóttur, erna@ljosid.is

Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.