Emma Sigrún færði Ljósinu „brúðkaupsgjöf“

Í gær fengum við skemmtilega heimsókn í Ljósið þegar Emma Sigrún Jónsdóttir „Ljós“, eins og hún sjálf kýs að kalla sig, færði okkur 50.000 þúsund krónur að gjöf.

Upphæðin safnaðist um síðustu helgi þegar foreldrar Emmu ákváðu að staðfesta brúðkaupsheit sín og fagna lífinu með vinum og ættingjum. Í stað þess að þiggja gjafir hvöttu þau gesti til að leggja til pening sem myndi skiptast jafnt á milli Krafts og Ljóssins þar sem foreldrarnir hafa verið dugleg að sækja þjónustu.

Emma, sem verður 11. ára í sumar, sagði að ef hún fengi að ráða myndi upphæðin öll fara í að kaupa djús og ávexti á barnanámskeiðin. „Ég fór á námskeið í Ljósinu fyrir börn. Það var mjög gaman. Ég hitti hina krakkana sem eiga öll einhvern í fjölskyldunni sem hefur fengið krabbamein. En það var skemmtilegast þegar við fengum að drekka djús og borða ávexti“ sagði Emma okkur með bros á vör.

Við sendum Emmu Sigrúnu, foreldrum hennar og gestunum öllum okkar allra dýpstu þakklætiskveðjur og lofum að koma upphæðinni til góðra nota… mögulega í ávexti og djús!

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.