Fréttir

11
okt
2011

Fluguhnýtingar

  Fluguhnýtingarnar byrja aftur eftir sumarfrí í kvöld 11.okt ,og verða í vetur á þriðjudagskvöldum kl:19.30   Skemmtilegt kvöld að hittast og undirbúa næsta veiðisumar.  

30
ágú
2011

Námskeið fyrir fjölskyldur

Þar sem fjölskyldumeðlimur hefur greinst með krabbamein og börn þeirra (ca: 6-10 ára). Tilvalið fyrir mömmur, pabba, eða viðkomandi uppalanda að staldra við og eiga góða stund með börnunum í tvo stutta daga og eignast sameiginlegar minningar. Farið verður í ýmiss skemmtileg verkefni og umræður um samvinnu, samskipti og upplifanir. Staðsetning: Ljósið, Langholtsvegi 43, Tími: Tveir laugardagar 1. okt og

Lesa meira

29
ágú
2011

Fyrirlestur – Streitulaust líf

Föstudaginn 2.sept. kl: 10.30 Snýst líf þitt um að ná endum saman? Einkennist líf þitt af þreytu og streitu? Áttu erfitt með að einbeita þér og ná árangri í því sem þú tekur þér fyrir hendur? Lifðu því lífi sem þú átt skilið. Lærðu að stjórna tilfinningum þínum, finndu styrkleika þína og hvað aftrar þér í að ná settum markmiðum. Streita er

Lesa meira

23
ágú
2011

Morgunverðarfundur fyrir karlmenn

  Vekjum athygli á morgunverðarfundi á miðvikudag 24.08  kl 8:00 fyrir karlmenn sem hafa greinst með krabbamein. Matti Osvald heilsufræðingur stýrir fundinum og ræðir um "fjórar stoðir heilbrigðrar karlmennsku".  Morgunbrauð og meðlæti. Endilega látið sjá ykkur, þetta er kjörið tækifæri til að hitta aðra karlmenn – fá fræðslu og spjalla saman.

16
ágú
2011

Innilegar þakkir til hlaupara og klappliðsins

Það var vaskur hópur hlaupara sem sprettu úr spori og hlupu fyrir Ljósið okkar í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn var.  Á hliðarlínunni var einnig stór hópur mættur til að hvetja og klappa fyrir hlaupurunum.  Við þökkum ykkur öllum innilega fyrir.  LIFI LJÓSIÐ

31
maí
2011

Fyrirlestur

"Að ríkja yfir reiði" Fyrirlestur með Herdísi Jónasdóttir hjúkrunarfræðing. Miðvikudaginn 8 júní kl. 10:30 Megin viðfangsefni er: Skilgreining á reiði  Hvernig kemur reiðin Birtingarform reiði Afleiðingar reiði Leið til að ríkja yfir reiði Uppskera Erindið byrjar á léttri hugleiðslu og endar einnig þannig. Allir áhugasamir velkomnir

31
maí
2011

Morgunverðarfundur

Framhald af Málþingi Ljóssins fyrir karlmenn sem greinst hafa með krabbamein verður í Ljósinu miðvikudaginn 1.júní kl: 8:00 Matti Osvald heilsufræðingur mun verða með innlegg. Spennandi umræða sem vert er að taka þátt í. Vonumst til að sjá sem flesta.

25
maí
2011

Opið hús í Ljósinu – Ljósadagur

Hér kemur dagskrá á Ljósadeginum okkar. Hlökkum til að sjá ykkur Dagskrá 11:00-14:00  Veitingar í hádegi 12:00 Harmonikka  Árni Ísleifs 13:00 Söngur Friðrik Dór og Jón Jónssynir 13:30 Söngur – Leikskólabörn 14:00-17:00 Kaffiveitingar 14:00 Zumba dans fyrir alla með Lilju G 15:00 Fiðludúett – Ágústa og Martin 17:00 Grill 17:30 Söngur – Soffía og Guðrún Árný 18:00 Zumba dans fyrir

Lesa meira

18
maí
2011

Málþing Ljóssins og Opið hús

Munið að það þarf að skrá sig á Málþingið  skráning í síma  5613770 – 6956636 einnig er hægt að senda mail á ljosid@ljosid.org   

11
apr
2011

Solla og frú Dorrit í Ljósinu

  Þær stöllur Solla á Gló og frú Dorrit forsetafrú mættu í Ljósið á dögunum og kenndu okkur að búa til yndislegan mat og drykk. Nærvera þeirra beggja vekur alltaf jafn mikla lukku hvar sem þær koma og var Ljósið engin undantekning, ljósberar skemmtu sé konunglega þennan dag.  Það mættu tæplega 80 manns og áttu ljúfa stund með Sollu og

Lesa meira