TeamTinna færði Ljósinu veglegan styrk

Í dag fengum við heimsókn frá góðum gestum þegar Andrea Ýr og Hjördís Dögg frá góðgerðarfélaginu TeamTinna litu við.

TeamTinna eru félagasamtök til heiðurs og minningar um Tinnu Óskar Grímarsdóttur sem lést úr ristilkrabbameini árið 2023.

Samtökin voru stofnuð af hennar nánustu í maí 2023 og varð heimasíða félagsins opinberlega opnuð á afmælisdag Tinnu, 19. maí sama ár. Markmið félagsins er að halda minningu Tinnu á lofti með hennar gildi að leiðarljósi. Haldnir verða skemmtilegir viðburðir í hennar anda þar sem safnað verður fyrir góðgerðamálum sem voru Tinnu kær.

 

Við í Ljósinu erum afar þakklát TeamTinna og mun hver króna rata beint í endurhæfingarstarfið.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.