Tilkynning frá dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga

Dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga býður upp á símaþjónustu til kl. 22 á kvöldin virka daga.

Frá og með 1. apríl mun starfsfólk dag- og göngudeildar blóð- og krabbameinslækninga bjóða upp á stuðning við sinn sjúklingahóp til kl. 22 alla virka daga.

Tilgangurinn með þessu er að styðja betur við sjúklingahópinn og geta gripið fyrr inn í erfið einkenni og fylgikvilla með ráðgjöf og meðferð, sem hægt verður að fylgja eftir næsta dag með símtölum og viðtölum ef með þarf.

Sjúklingar hringja í skiptiborð Landspítala sem kemur erindinu áfram til hjúkrunarfræðings á bakvakt.

Hjúkrunarfræðingur á bakvakt er með stuðning frá vakthafandi sérfræðilæknum innan blóð- og krabbameinslækninga.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.