Bogga

22
okt
2021

Lokað í Ljósinu föstudaginn 29. október

Föstudaginn 29. október ætlar starfsfólk Ljóssins að efla liðsheildina og því verður lokað í Ljósinu þann daginn. Það er partur af starfsmannastefnu Ljóssins að tryggja góðan anda meðal starfsmanna og styrkja teymisvinnu en það skilar sér í enn betri þjónustu til Ljósbera og aðstandenda. Árlegt hópefli starfsfólks Ljóssins er partur af því starfi. Við opnum aftur mánudaginn 1. nóvember.

29
sep
2021

Námskeið í hláturjóga

Námskeið í hláturjóga verður í Ljósinu mánudaginn 18. október kl: 11:00  Okkur þykir nú ekki leiðinlegt að hlæja saman í Ljósinu og því veitir það okkur ómælda gleði að geta loks boðið ykkur upp á hláturjóga námskeið. Þar munu sérfræðingarnir Þorsteinn og Finnbogi fara yfir það helsta í hláturfræðunum auk þess sem þeir munu kenna nytsamlegar æfingar í bæði hlátri,

Lesa meira

2
júl
2021

Ljósið lokar fyrr á föstudögum

Við viljum benda þjónustuþegum okkar að Ljósið kemur til með að loka fyrr á föstudögum í júlí. Nýr opnunartími er því frá kl 8:00 til 15:00 Opnunartími aðra daga helst óbreyttur og vonumst við til þess að sjá ykkur sem flest. Þið munið svo að það er alltaf heitt á könnunni, dásamlegur hádegismatur og jafnvel sól á pallinum.  

2
júl
2021

Færði Ljósinu veglegan þakklætisvott

Það eru svo margar fallegar stundir sem eiga sér stað hjá okkur í Ljósinu. Eitt af því sem hlýjar okkar hjartarótum hvað mest er auðvitað þegar við vitum að þjónustan sem við bjóðum upp á hafi nýst fólki í gegnum sitt ferli. Fyrr í vikunni kom hún Hanna Dóra Haraldsdóttir til okkar með veglegan þakklætisvott og meðfylgjandi bréf. Styrkur til

Lesa meira

6
maí
2021

Samkennd í eigin garð – Gullið verkfæri í gegnum erfiðleika

Eftir Elínu Kristínu Klar sálfræðiráðgjafa   Þegar talað er um samkennd þá er það oftast gagnvart öðrum. Samkennd snýst um að sýna þeim skilning, mildi og umhyggju sem ganga í gegnum erfiðleika. En hvernig hegðum við okkur gagnvart okkur sjálfum þegar við göngum í gegnum erfiðleika? Hvernig komum við fram við okkur sjálf þegar við stöndum andspænis veikleikum okkar? Hvernig

Lesa meira

11
apr
2021

Minni og einbeiting

Eftir Guðnýju Katrínu iðjuþjálfa   Vandamál með minni og einbeitingu eru algeng meðal þeirra sem eru í eða hafa nýlokið krabbameinsmeðferð. Fyrirbærið hefur gjarna verið kallað „chemo brain“, stundum heilaþoka á íslensku. Þessi vandi á þó ekki eingöngu við þá sem fara í krabbameinslyfjameðferð og er einnig talinn tengjast því álagi og streitu sem fylgir greiningu og meðferð krabbameins.  

Lesa meira

11
apr
2021

Ekki liggja andvaka

Eftir Ásthildi Margréti Gísladóttur sálfræðing   Flest fullorðið fólk þarf á milli sjö og níu klukkustunda svefn á nóttu. Þrátt fyrir að fólk hugi vel að svefnheilsu sinni er þó eðlilegt að eiga erfiðari nætur við og við þar sem ómögulegt virðist að festa svefn á kvöldin, fólk vaknar um miðja nótt og getur ekki sofnað aftur eða það vaknar

Lesa meira

11
apr
2021

Áhrif krabbameinsgreiningar á líkamsvitundina

Eftir Helgu Jónu Sigurðardóttur iðjuþjálfa   Sumir upplifa trega og kvíða yfir líkamlegum breytingum vegna krabbameinsmeðferðar, eins og t.d. að missa hárið. Aðrir líta á að breyting á útliti muni ekki eða ættu ekki að hafa áhrif á líkamsvitund og sjálfsmynd þeirra. Síðar í ferlinu getur komið upp að útlits- og líkamlegar breytingar hafa áhrif á hvernig manneskjan hugsar og

Lesa meira

11
apr
2021

Garðrækt – gleði og gæðastundir

Eftir Hólmfríði Einarsdóttur nema í iðjuþjálfun Garðrækt getur bæði verið hagnýt iðja og tómstundagaman. Í aldanna raðir hefur hún verið hluti af búskap okkar mannanna en hana má einnig nýta til dægrastyttingar, til að fegra umhverfið og til að auka almenna vellíðan.   Ávinningur garðræktar hefur lengi verið þekktur og hafa rannsóknir sýnt að garðrækt hefur jákvæð áhrif á andlega

Lesa meira

26
mar
2021

Fjósakonur komu færandi hendi

Anna Guðrún og Brynja komu til okkar nýlega fyrir hönd hóps sem kallar sig Fjósakonur. Tilefni þessarar heimsóknar var að afhenda risa skjá og tússtöflu fyrir æfingasalinn okkar. Höfðu nokkrar þeirra sem nýta sér æfingarsal Ljóssins heyrt þjálfarana tala um hvað það væri gott ef hægt væri að skrifa æfingarnar upp á tússtöflu og ákvaðu þá Fjósakonurnar að taka sig

Lesa meira